Mosfellingur - 30.01.2014, Side 10

Mosfellingur - 30.01.2014, Side 10
Theódór sækist eftir 5. sæti á lista Theódór Kristjánsson sækist eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer laugar- daginn 8. febrúar næstkomandi. Hann hefur tekið virkan þátt í sveit- arstjórnarmálum í bænum frá árinu 2006, er formaður íþrótta- og tómstundanefnd- ar, varabæjarfulltrúi og í stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Theódór er kvæntur Maríu Páls- dóttur og eiga þau þrjú börn. - Til hamingju með afmælið Skálatún10 Tryggðu þér áskrift og fylgstu með Mosfellingnum Jóhönnu Engelhartsdóttur breyta lífi sínu til frambúðar! SKJARINN.IS | 595 6000 TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT! FIMMTUDAGA KL. 20.40 #AframJohanna Óbreytt gjaldskrá í leikskólunum ASÍ birti á dögunum verðkönnun á leikskólagjöldum 15 stærstu sveitarfélaganna. Fyrstu niður- stöður innihéldu villu í gjöldum Mosfellsbæjar en tölurnar hafa nú verið lagfærðar og kemur í ljós að gjaldskrá Mosfellsbæjar er langt í frá hæst, líkt og haldið var fram, fyrir 8 tíma vistun með fæði. Sveitarfélagið raðast talsvert aftar í samanburðin- um og er með óbreytta gjaldskrá frá fyrra ári. Í þessu samhengi er vert að taka fram að fyrir 9 tíma vistun eru gjöldin enn hagstæðari í Mos- fellsbæ en í öðrum sveitarfélögum. Þess má einnig geta að í saman- burðartölum SSH á skólamáltíðum er Mosfellsbær með lægsta verðið á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er verðskrá fyrir frístundasel þannig að grunngjald er næst lægt í Mosfells- bæ ásamt því að boðið er upp á klukkustundargjald eftir fyrstu 20 klukkustundirnar en það er ekki gert annarsstaðar. Bæjarstjórn samþykkti nú í desember að hækka frístundaávísanir úr 18 þúsund krónum upp í 25 þúsund krónur og tekur hækkunin gildi frá og með næsta hausti og verða slíkir styrkir þá svipaðir og í öðrum sveitarfélög- um á höfuðborgarsvæðinu. Bætist í hópinn í Handverkshúsinu Breytingar verða í Handverkshúsinu í Þverholti í febrúar. Nýjar konur bætast í hópinn með nýjar vörur t.d fatnað og myndlist. Einnig er áætlað að hafa ýmiskonar námskeið í boði t.d. myndlist (olía og akríl) post- ulínsmálun, trétálgun, tréútskurð, beinútskurð, bútasaum og margt fl. Fyrirhuguð eru ýmiskonar konu- kvöld í léttum dúr, föndur eða mæta saman og taka lagið (söngur bætir og kætir). Pláss er fyrir tvær konur í föstu plássi til viðbótar á vinnustofu í myndlist eða öðru. Upplýsingar veita: Ásdís í síma 864-1202 og Sigrún í síma 894-0536 Í dag eru 60 ár liðin frá stofnun Skálatúns. Stórstúka Íslands keypti jörðina Skálatún í Mosfellssveit árið 1953. Það var svo 30. janúar árið 1954 sem sjálfseignarstofnunin Skálatúnsheimilið var stofnuð. Þann dag fluttu fyrstu þrjú börnin á Barnaheimili Templara við Skálatún eins og það hét þá og ætlunin var að þar myndu búa 17 börn og unglingar. Í upphaflegri skipulagsskrá segir að tilgangur Skálatúnsheimilisins væri að reka barnaheimili, sérstaklega fyrir börn með þroskahömlun, fyrir alla aldurshópa. Fyrstu sex ár Skálatúns var aðeins eitt íbúðarhús þar sem bjuggu saman 23 íbúar ásamt flestum starfsmönnum heimilisins. Styrktarfélag vangefinna, nú Ás styrktarfé- lag, var stofnað árið 1958 og tveimur árum síðar gerðist það eignar- og rekstraraðili að starfseminni en Skálatún var þó áfram sjálfseignarstofnun. Miklar breytingar hafa átt sér stað Fram til ársins 1982 var stundaður bú- rekstur á Skálatúni en þá var hann lagð- ur af og húsakostur nýttur til annarrar starfsemi Skálatúns. Á þessum árum fékk Skálatúnsheimilið styrk frá ríkinu auk þess sem einstaklingar og fyrirtæki hlúðu að heimilinu. Frá þessum tíma og til dagsins í dag hafa átt sér stað miklar breytingar á húsnæði og starfsemi Skálatúns, starfsemin hefur fylgt þeirri þróun sem á sér stað í málefnum fatlaðra. Í dag eru fimm herbergja sambýli og tvö hús með samtals tíu íbúðum en það eru 37 íbúar búsettir í Skálatúni. Þá er einnig á staðnum dagþjónusta, sundlaug, vinnustofur og skrifstofur. Margs konar búsetuform eru í boði í Skáltúni er það gert til þess að koma til móts við þarfir hvers og eins og þá þróun sem hefur verið í búsetumálum fólks með þroskahömlun. Vaxandi hluti starfseminnar er dagþjónusta og vinna. Markmiðið að tryggja jafnrétti Í stefnu og hugmyndafræði Skálatúns er lögð áhersla á einstaklinginn og að veita einstaklingsmiðaða þjónustu, tryggja jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna og skapa skilyrði til að lifa eðlilegu lífi með vísan til laga um málefni fatlaðra og þeim alþjóðlegu skuldbinding- um íslenskra stjórnvalda við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Skálatún mætir þessu ákvæði með rekstri sjálfstæðrar bú- setu og sambýla. Sjálfsákvörðunarréttur er lykill að lífs- gæðum því hverjum manni er nauðsynlegt að fá að velja og hafa áhrif á eigið líf. Það er á ábyrgð starfsfólks að örva og þjálfa sjálfs- ákvörðunarrétt einstaklingsins og stuðla að því að fólk þekki valmöguleika sína og afleiðingar þeirra. Fjölbreytt starfsemi Dagþjónusta er samþætt í Skálatúni og skiptast í vinnustofur og Skjól. Dagþjón- ustu/vinnu sækja 43 einstaklingar sem ýmist eru búsettir í Skálatúni eða annars staðar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þá sækir hluti fólks sem búsett er í Skálatúni dagþjónustu eða vinnu annars staðar. Á vinnustofunum er fjölbreytt starfsemi þar sem meðal annars er unnið að pökkun í neytendaumbúðir fyrir ýmis fyrirtæki. Eitt af verkefnum Vinnustofanna er skönnun á ljósmyndum eða slides-myndum. List og handverk skipa stóran sess í starf- semi vinnustofanna og í handavinnustofu er unnið við vefnað, kortagerð og hönnun ýmissa textílmuna. Afraksturinn er til sölu í galleríinu á staðnum sem er opið alla virka daga. Fyrir jólin er svo haldinn veglegur jólamarkaður . Skjólið hefur það að markmiði að veita fjölbreytta einstaklingsmiðaða þjónustu og veita tilboð sem byggja á löngunum og vali hvers og eins. Lagt er upp úr að mæta félagsþörf og að fólk upplifi vellíðan og slökun. Nýlega voru tekin í notkun skynörvun- arherbergi sem byggja á hugmyndafræði „Snoezelen“. Styrkur úr Líknarsjóði Ögnu og Halldórs Jónssonar gerði uppbyggingu þeirrar aðstöðu mögulega. Megináherslan er á skynjun og samveru og að einstakling- urinn njóti sín á eigin forsendum og nái slökun og örvun á skilningarvitum. Fyrstu börnin fluttu á Skálatún 30. janúar 1954 • Margs konar búsetuform í boði í dag Skálatún 60 ára í dag hressir íbúar á skálatúni ætla að fagna afmæli í kvöld myndir úr starfinu M yn d/ Ra gg iÓ la

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.