Mosfellingur - 30.01.2014, Síða 32

Mosfellingur - 30.01.2014, Síða 32
 - Aðsendar greinar32 Rúnar Bragi Guðlaugsson forn- vinur minn býður sig fram í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Það er gott að vita að góðir menn hafi enn áhuga á stjórnmálum. Því Rúnar Bragi er svo sannarlega góð- ur maður, vinur, leiðtogi og í okkar vinahópi sá sem sér til þess að við hittumst með um mánaðarmilli- bili, þannig hefur það verið í 30 ár. Hann er nefnilega sá sem kemur hlutunum í verk, talar ekki bara um þá heldur framkvæmir. Í mínum vinahópi er það ómetanlegt, því við erum allir nema hann þvílíkir sleðar. Rúnar hefur alltaf verið mik- ill áhugamaður um félagsstörf og stjórnmál og hefur tekið virk- an þátt í þeim í Mosfellsbæ síðan hann fluttist þangað með konu sinni og tveimur börnum. Ég hika ekki við að mæla með Rúnari Braga í framvarðasveit Sjálf- stæðisflokksins í Mosfellsbæ því ég veit að hann mun ekki bregðast vænting- um. Hann er hörkuduglegur og heiðarlegur maður með hjartað á réttum stað. Ólafur Darri Ólafsson Rúnar Bragi bregst ekki Í Mosfellsbæ er gott að búa. Hér er stutt í alla þjónustu og tækifæri til útivistar við bæjardyrnar. Barna- fjölskyldum hefur fjölgað í bæn- um og mikilvægt að skipuleggja vel framtíðaruppbyggingu skóla í bænum. Það hefur varla farið framhjá neinum að sveitarstjórn- arkosningar verða í vor og þar sem ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins langar mig að deila í örfáum orðum þeirri framtíðarsýn sem ég hef gagnvart skólamálum í bænum svo og þeim grunngildum sem landið hefur byggt löggjöf sína á frá upphafi. Afburðanemendur í grunnskólum Sem grunnskólakennari er ég mér vel meðvitaður um mikilvægi þess að koma til móts við námslega getu hvers nemanda. Mosfellsbær hefur alla burði til að vera í fararbroddi í þeim efnum. Nemendur með mikla námslega getu og hafa metnað til af- reka í námi geta náð lengra, en verða að fá viðeigandi tækifæri til þess. Mosfellsbær þarf að marka sér stefnu til að mæta þörf- um þessa hóps og finna leiðir til þess. Nemendur með sérþarfir Í flestum grunnskólum landsins eru nemendur með verulegar hegðunar- og/ eða samskiptaraskanir. Sum sveitarfélög starfrækja litla skóla sem vinna úr vanda slíkra nemenda og þjálfa þá til þátttöku í almennum skóla. Ég tel mjög brýnt að Mosfellsbær bjóði upp á slíkan skóla svo námsver skólanna virki sem slík. Fyrst rekstur slíkra skóla gengur upp annars staðar þá ætti hann einnig að geta gengið í Mos- fellsbæ. Kristin arfleifð Samfélag okkar er mótað af kristinni arfleifð og kristinni trú. Það er ekki sjálfgefið að svo verði um alla framtíð. Á sama tíma og umburðarlyndi gagnvart ólíkum trúarskoðunum þarf að einkenna samfélagið er ástæðulaust að víkja okkar eigin grunngildum og trú til hliðar. Ég vil standa vörð um kristna trú og kristin gildi enda tel ég þau gildi hafa gert þjóðinni okk- ar gott. Lokaorð Til að vinna framangreindum hugmynd- um fylgi gef ég kost á mér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Ég tel að reynsla mín af skólamálum, fé- lagsmálum og áhugi á trúmálum gerir mig hæfan til að vinna að þessum málum og að samstarfsmenn mínir í gegnum tíðina geti staðfest það, hvaða stjórnmálastefnu sem þeir styðja, hverju þeir trúa eða trúa ekki. Ég treysti því að orðspor mitt verði til þess að þú veljir mig í 5. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna. Fjalar Freyr Einarsson facebook.is/xfjalar Sóknarfæri Mosfellsbæjar Ég er Mosfellingur. Það er kannski ekkert rosalega langt síðan ég fæddist eða tæp 19 ár, en á þeim tíma hefur Mosfellsbær breyst óskaplega mikið. Búið er að byggja Höfðahverfið þar sem við fjöl- skyldan búum, einnig Krikahverf- ið, Tröllateiginn, Þrastarhöfðann, Leirvogstunguna og Helgafells- hverfið. Komið er torg sem er frábært að safnast saman á þegar það eru hátíðir eða bara á sumrin þegar veðrið er gott. Minn árgangur var sá fyrsti sem var öll 10 árin í Lágafellsskóla og hafa verið stækk- anir í Lágó á þeim tíma sem ég var þar. Það var skemmtilegur tími og frábært þegar útibúið við Bólið var opnað í okkar hverfi. Lágafellslaug er besta laugin á svæðinu og veit ég um marga sem koma úr Reykjavík til að fara í sund þar. Áður en hún kom þurft- um við að fara í rútu í Varmárlaug, sem var skemmtilegt en gat verið þreytandi á tím- um. Búið er að byggja nýja leikskóla og nú eigum við líka Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Íþróttaaðstaðan er miklu betri núna. Búið er að gera gervigrasvöllinn og svo eru líka komnir litlir fótboltavellir við skól- ana, sem slegist var um í frímín- útum. Það var gerður skatepark í Reykjahverfinu og man ég hvað það var spennandi. Við krakkarn- ir höfum notað hann mikið, en það mætti klárlega laga hann og stækka. Hjólastígar og göngustígar sem búið er að gera eru mikið notaðir og sér maður hjólafólk um allt, líka yfir veturinn. Það er gott að vera Mosfellingur. Ég vil að bærinn haldi áfram að stækka og þróast og reynast komandi kynslóðum eins vel og hann hefur reynst mér. Þess vegna langar mig til að taka þátt í sveitarstjórnarmálum. Ég, Sturla Sær Erlendsson, bíð mig fram í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Sturla Sær Erlendsson Að alast upp í Mosfellsbæ Mikil umræða hefur verið um lýðræði og sveitarstjórnir á und- anförnum árum. Umræðan hefur að mestu snúist um lýðræðislega aðkomu almennings að málum sem eru til meðferðar hjá sveit- arstjórnum. Merkilega lítið hefur hins vegar verið fjallað um innra starf sveitarstjórnanna sjálfra, þ.e. ferlið sem á að leiða til niðurstöðu í ein- stöku málum. Í sveitarstjórnum ræður meirihluti at- kvæða ávallt úrslitum um niðurstöðuna. Áður en mál koma til afgreiðslu í sveitar- stjórn eiga þó lýðræðislega kjörnir fulltrúar allra stjórnmálaflokka í nefndum og ráðum að fjalla um þau efnislega og taka afstöðu út frá eigin sannfæringu. Þessi málsmeð- ferð á að tryggja að mál séu skoðuð frá mismunandi sjónarhornum og niðurstað- an byggi á málefnalegri yfirsýn. Segja má að þessi undirbúningsvinna sé hryggjar- stykkið í fulltrúalýðræðinu en ekki er allt sem sýnist. Frá því að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna tók við í Mosfellsbæ árið 2002 hefur vægi nefnda og undirbúnings- starfs í nefndum stórlega minnkað. Lítið sem ekkert frumkvæði kemur frá nefnd- unum sjálfum, þó á því séu stöku undan- tekningar. Þær bregðast nær eingöngu við erindum sem þeim berast frá öðrum. Í of- análag hefur fundum fækkað. Gerð fjárhagsáætlunar er lýsandi dæmi um minnkandi vægi nefnda. Fyrir tíð starf- andi meirihluta var fjárhagsáætlun unnin í nefndum. Í dag er svo komið að nefndirn- ar fá einungis nokkurra mínútna kynningu á áætluninni frá starfsmönnum Mosfells- bæjar. Sú kynning fjallar um málaflokkana í heild sinni og ýmiskonar rekstrarkostnað en ekki áþreifanleg verkefni. Dæmi um málaflokka í umhverfisnefnd eru opin svæði, umhverfisdeild, garðyrkjudeild og leikvellir. Rekstrarkostnaður er hins veg- ar greindur í þaula s.s. kaffistofa, vinnufatnaður, sjúkrapeningar, mánaðarlaun o.fl. Gott og blessað svo langt sem það nær. Dýrmætasti þátturinn í starfi nefndanna hef- ur hins vegar verið aflagður, þ.e. að fulltrúar stjórnmálaflokkanna taki virkan þátt í áætlanagerðinni og afstöðu til þeirra verkefna sem sveitarfélagið áætlar að ráðast í og mestu máli skipta fyrir íbúa. Þetta þýðir að efnisleg umræða um verk- efni sveitarfélagsins er tekin úr lýðræðisleg- um farvegi, fulltrúar stjórnmálaflokkanna í nefndum glata yfirsýn og fámenn klíka stjórnmálamanna, sem næst stendur odd- vita meirihlutans og embættismenn und- ir hans stjórn, yfirtekur hlutverk fulltrúa stjórnmálaflokkanna í nefndum. Hafa nefndarmenn yfirhöfuð svigrúm til áhrifa? Svo virðist ekki vera. Þegar þess er óskað að ný mál fái framgang er viðkvæði meirihlutans oftast að það sé orðið um seinan þar sem ekki sé gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun. Mikill vandræðagangur er því líka samfara að fá mál sett á dagskrá, hvað þá að fá tillögur samþykktar og af- greiddar til umræðu í bæjarstjórn. Sú dagskipun að fella tillögur minni- hlutans í nefndum eða stinga ofan í skúffu undir yfirskyni úrvinnslu hefur verið mjög áberandi í valdatíð Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna í Mosfellsbæ. Þannig stjórnarhættir tíðkast ekki lengur á Norð- urlöndum. Þeir eru taldir úreltir því inntak- ið í þeim er valdhroki. Þau vinnubrögð að draga úr áhrifum fulltrúa stjórnmálaflokk- anna í nefndum á heldur ekkert skylt við lýðræði. Í aðdraganda kosninga er mikil- vægt að kjósendur kynni sér þetta og geri kröfu um að vera ekki snuðaðir um lýð- ræðið. Sigrún Pálsdóttir, fulltrúi S-lista í umhverfisnefnd Kjósendur snuðaðir um lýðræðið Ég hef tekið þátt í sveitarstjórn- armálum frá 2006 og á þeim tíma kynnst frábærum einstaklingum úr öllum stjórnmálaflokkum og metn- aðarfullum starfsmönnum Mos- fellsbæjar. Á þessum tíma, í góðri samvinnu við íbúa og undir styrkri stjórn bæjarstjórnar og bæjarstjóra liggja nú fyrir stefnur í öllum helstu málaflokkum sveitarfélagsins. Stefnurnar marka svo alla vinnu starfsmanna bæjar- ins, nefnda og ráð. Mosfellsbær er nú fremstu röð sveitarfé- laga þegar kemur að gegnsæi í stjórnsýslu, aðgengi að upplýsingum og þátttöku íbúa. Þannig tekur stjórnsýsla okkar og starfsemi stofnana bæjarins mið af því að hagur fjöl- skyldna og einstaklinga sé höfð að leiðar- ljós þegar teknar eru ákvarðanir og þar er gætt jafnréttis og jafnræðis. Ég hef átt sæti í íþrótta- og tóm- stundanefnd í nær 8 ár og verið formað- ur nefndarinna frá 2009 og er auk þess varabæjarfulltrúi og í stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Þessi verkefni eru fjölbreytt en mestur tími fer í verkefni íþrótta- og tómstundanefndar sem hefur verið mjög starfsöm á yfirstand- andi kjörtímabili. Við lukum við gerð íþrótta- og tómstundastefnu í framhaldi íbúaþings, komum að gerð nýrra og stefnumótandi samninga við félög bæjarins, sett- um nýjar reglur um kjör íþrótta- konu og -karls bæjarins auk þess að gefa íbúum kost á að taka þátt í kjörinu, settum reglur um styrk til mos- fellskra afreksíþróttamanna sem fá styrk frá Afrekssjóði ÍSÍ svo fátt eitt sé nefnt. Að starfa að sveitarstjórnarmálum er ánægjulegt og lærdómsríkt en það sem stendur upp úr eftir þessi ár er að ég trúi á okkur, trúi á lýðræðið, trúi á sveitarstjórn- arfólk, trúi á starfsmenn Mosfellsbæjar og ég trúi á sveitarfélagið okkar Mosfellsbæ. Ég hef áhuga á að starfa áfram fyrir sveitarfélag okkar og óska því eftir stuðn- ingi þínum í 5. sætið í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Mosfellsbæ þann 8. febrúar næstkomandi. Theódór Kristjánsson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar. Ég trúi á okkur og Mosfellsbæ Mosfellsbær hefur allt til brunns að bera. Hér er góð aðstaða til íþróttaiðkunar bæði fyrir börn og fullorðna. Hér er góður miðbæjar- kjarni sem heldur vonandi áfram að stækka með fjölgun fyrirtækja. Núna er kominn glænýr og flott- ur framhaldsskóli sem verður mik- il bót fyrir komandi kynslóðir sem núna geta sótt skóla í sinni heimabyggð. Ég trúi því líka að mannlíf ungs fólks aukist til muna við þennan nýja og flotta skóla, þess- ir ungu og efnilegu krakkar munu sækja í þjónustu í Mosfellsbæ sem síðan styður enn betur við uppbyggingu miðbæjarins. Í fyrra var opnað nýtt hjúkrunarheimili hérna í hjarta Mosfellsbæjar og er þetta frábær liður í því að styðja við bakið á eldri borgurum, en það er hópur sem fer sífellt stækkandi og mikilvægt er að huga að. Skipulagsmál eru mér hugleikin þar sem ég tel að þau séu mikil- vægur liður í að skapa fjölskyldu- og umhverfisvænt samfélag. Mosfellsbær er kjörinn kostur fyrir ungt fólk sem er að stofna fjöl- skyldu og mér finnst mikilvægt að þessi hópur sem er framtíð Mosfells- bæjar fái þann stuðning sem hann á skilið. Til þess að styðja við þennan hóp þarf samstarf milli, skóla, heimilis og þeirra sem sinna tómstundastarfi að vera gott. Ég vil nýta mína krafta í að halda áfram þessari jákvæðu uppbyggingu sem hefur átt sér stað síðustu árin í Mosfellsbæ og þess vegna er ég að bjóða mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Með góðri kveðju. Dóra Lind Pálmarsdóttir í 4. sæti Jákvæð uppbygging í Mosfellsbæ

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.