Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 36

Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 36
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Myrra Hólm Matthíasdóttir fæddist 28.apríl 2013. Hún var 13 merkur og 52 cm. Foreldrar hennar eru Matthías Matthíasson og Íris Hólm Jónsdóttir. Kjúlkingasalat með mangódressingu Í eldhúsinu Sesselja Gunnarsdóttir deildar- stjóri í Lágafellsskóla deilir með okkur ljúffengri uppskrift að kjúklingasalati. • 1/2 poki rucola salat • 1/2 poki spínat • 1 appelsína • 1 tómatur • 1 handfylli af Goji berjum • 1/2 krukka af fetaosti • 2 kjúklingabringur Kjúklingabringurnar eru skornar í strimla og velt upp úr salti og sítrónupipar og því næst steiktar upp úr smá olíu. Appelsínan og tómaturinn eru skorin í munnbita. Öllu því næst blandað saman í skál - kjúklingurinn þarf að kólna aðeins fyrst. Mangódressing • 1/2 dós af sýrðum rjóma • 1/2 dós af grískri jógúrt • 2 msk. mango chutney • smá safi út kreistri sítrónu • 1/2 tsk af chillikornum Kakan góða sem kom mér í þetta. • 100 gr sykur • 100 gr púðursykur • 1 tsk lyftiduft • 4 eggjahvítur Allt þetta er sett saman í skál og stífþeytt því næst er 1 poka af lakkrískurli bætt út í. Þetta er svo bakað í tveimur botnum við 140 gráður í 1 klst. Á milli er svo settur þeyttur rjómi sem í er bætt 3 kókosbollum. Ofan á kökuna má setja ís, jarðarber og bláber rétt áður en hún er borin fram. Ég skora á Svanhildi Svavarsdóttur, námsráðgjafa í FMOS hjá sesselju Sesselja skorar á Svanhildi Svavarsdóttur að deila með okkur uppskrift í næsta blaði. NágraNNar Það er margt í þessum heimi sem við höfum ekki stjórn á og eitt af því er hvaða nágranna við höfum, það er að vísu ekki alveg rétt því ef þú ert nú eitthvað ósáttur þá getur þú bara flutt. Ég er búinn að búa á sama stað í Hulduhlíð nú í rúm tíu ár og hef verið ofboðslega heppinn með hvað ég hef átt yndislega nágranna og hefur verið gott samband þar á milli. Nú fékk ég þær fréttir að hún Systa mín og Gústi væru að fara að flytja um sveitarfélag og ætli að bregða búi fyrir fullt og allt. Ég var nú ekki sáttur þegar Ingimundur og Elín fluttu á sínum tíma enda vildi ég ekki missa þau sem nágranna en var svo heppinn að Systa flutti inn í staðinn, sem og fyrir fleiri góða granna sem hafa flutt í burtu. Nú eru góð ráð dýr, ekki get ég farið að skipa fólki hvar það á að búa né hvert það eigi að flytja, þó ég sé nú frekur þá er það ekki í mínum verkahring að stjórna. En ég get kannski haft einhver áhrif á það hvort það vilji einhver flytja inn í staðinn. Ég er búinn að ákveða plan sem getur haft einhver áhrif á það, þegar það verður opið hús í Huldu- hlíðinni hjá fasteignasalanum ætla ég að vera búinn að rusla allhress- ilega til í garðinum svona meira en góðu hófi gegnir og vera búinn að flagga United fána í alla glugga (það vill náttúrlega enginn búa fyrir ofan svoleiðis jólasvein) svo ætla ég að sitja úti á veröndinni á nærbuxunum einum fata að brenna rusl, skjóta upp rakettum og slátra hænum meðan ég stilli Justin Bie- ber á fullt í spilaranum. Ef það ætti ekki að fæla burt allt heilvita fólk þá veit ég ekki hvað, nú ef einhver litist svona vel á fíflið á neðrihæð- inni (mig) eftir svona skrípaleik og ákveður samt að kaupa íbúðina nú þá er ég í djúpum skít. Þessi þankagangur í mér er kannski einmitt ástæðan fyrir því af hverju allir flytja í burtu? En Systa og Gústi, ég vona að þið fáið jafn frábæran granna á nýja staðnum og mig...... Högni snær kliddi.blog.is - Heyrst hefur...36 Heyrst Hefur... ...að Lalli sigvalda hafi orðið fimmtugur á dögunum. ...að árlegt grímutölt Harðar fari fram um helgina. ...að Kalli tomm sé að taka meirapróf- ið og verði farinn að keyra rútu innan skamms. ...að það sé kominn nýr matseðill á Hvíta riddaranum. ...að lið Mosfellsbæjar sé komið í 8 liða úrslit í Útsvarinu. ...að elín Lára sé að hætta störfum hjá Mosfellsbæ. ...að mikil vakning sé orðin á þörfinni fyrir yfirbyggðu íþróttahúsi í Mosfellsbæ. Bæjarstjórnin er komin í málið auk þess sem knattspyrnu- deild boðar til fundar 11. febrúar. ...að Jónas sigurðsson ætli að hætta í bæjarstjórn í vor eftir 25 ára setu. Jónas á afmæli í dag. ...að menntamálaráðherra hafi stoppað í 5 mínútur við vígslu fMOs á dögunum. Kom seint og fór strax að lokinni ræðu sem hann hélt. ...að skíðasvæðið í skálafelli opni á laugardaginn. ...að handboltinn rúlli um helgina að Varmá. strákarnir eiga heimaleik á föstudagskvöldið og stelpurnar á laugardaginn. ...að sjálfstæðisflokkurinn sé farinn að leigja bilið við hliðina á Hvíta riddar- anum undir kosningaskrifstofu. ...að súluhöfðinn hafi fengið verðlaun á þorrablótinu fyrir best skreytta borðið. ...að skálatún sé 60 ára í dag. ...að sævar Birgis sé að fara taka þátt í skíðagöngu á Ólympíuleikunum. ...að Brúarland sé nú notað tíma- bundið undir leikskólakrakka vegna viðgerða á Hlaðhömrum. ...að báðir íþróttamenn Aftureldingar 2012 séu búnir að skipta um félag. steinarr farinn á skagann og Lára Kristín í stjörnuna. ...að Þóranna skólastjóri í Varmárskóla hafi hlaupið í skarðið fyrir Maríu Páls leikkonu í Útsvarinu en María var að leika fyrir norðan. ...að fatahönnuður sé farinn að leigja húsnæðið sem Ný-Blóm var í í Krónuhúsinu. ...að Kærleiksvikan verði haldin 16.-23. febrúar. ...að siggi Borgar sé á leið í prófkjör. ...að verið sé að safna fyrir flygli til að hafa í sal nýja framhaldsskólans. ...að Guðbjörg og Ingvar eigi von á barni. ...að Dalbúar ætli að blóta á laugardaginn. ...að Afturelding muni leika í A-deild Lengjubikarsins í fótboltanum. mosfellingur@mosfellingur.is Hugsað um barn Nemendur í 10. bekk fengu raunveru- leikabörn til umönnunar yfir helgi. Verkefnið heitir ,,Hugsað um barn“ og er forvarnarverkefni sem snýr að því að gefa nemendum tækifæri til að upplifa hvernig það er að hugsa um ungbarn og þær skyldur sem umönnun krefst.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.