Mosfellingur - 30.01.2014, Page 20

Mosfellingur - 30.01.2014, Page 20
Varmá Fréttarit sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ Heimili: Lindarbyggð 9. Starf: Kennari. Fæðingardagur: 4. júlí 1971. Maki: Dögg Harðardóttir. Börn og aldur þeirra: Einar Aron f. 1996 og Jóel f. 2000. Menntun: B.Ed. í kennsluvísindum. Félagsstörf: Ýmis nefndar og trúnaðarstörf á vegum Félags grunnskólakenn- ara, stjórn Gídeonfélagsins 2007-2011, stjórn BKNE 2006-2008, stjórn UFA 2010-2012, stjórn BKNE 2010-2014. Fulltrúi Íslands í vísindasamfélagi Scientix á vegum EU, fulltrúi kennara í fræðslu- nefnd Mosfellsbæjar. Áhugamál: Fjölskyldan nr. 1, framsækni í kennslufræði, kristin trú og trúarbrögð almennt. Tölvupóstur: xfjalar@gmail.com Helstu áherslur: Framsækni í menntamálum með áherslu á úrræði fyrir a) bráð- gera nemendur til að styrkja og efla námslega getu þeirra og b) nemendur með hegðunar-, aðlögunar- og/eða samskiptaröskun með miðlægu námsveri þar sem nemendur verði þjálfaðir til þátttöku í almennum skóla. Styðja við kristna trú og gildi sem hafa gert okkur að þeirri þjóð sem við erum og mótað samfélag okkar. Fjalar Freyr Einarsson gefur kost á sér í 5. sæti Hafsteinn Pálsson gefur kost á sér í 2. - 3. sæti Heimili: Dalatangi 29. Starf: Verkfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Fæðingardagur: 7. september 1952. Maki: Lára Torfadóttir kennari við Lágafellsskóla. Börn og aldur þeirra: Guðrún Erna (34 ára) íþróttafræðingur og grunnskólakennari, Jóhanna Rut (29 ára) hjúkrunarfræðingur og Snævar Ingi (25 ára) háskólanemi. Menntun: Doktorspróf í byggingarverkfræði frá Georgia Tech, Atlanta, Georgia, Bandaríkjunum 1982 og byggingarverkfræð- ingur frá Háskóla Íslands 1976. Félagsstörf: Bæjarfulltrúi í 10 ár, frá 2007 og frá 2002 til 2006. Hann hefur m.a. verið formaður fræðslunefndar, formaður íþrótta- og tómstundanefndar, formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar. Í stjórn ÍSÍ frá 1992, stjórnarformaður Íslenskra Getrauna frá 2007 og áður ýmis trúnaðarstörf fyrir Aftureldingu, m.a. fyrsti formaður knattspyrnudeildar. Jafnframt ýmis trúnaðar- störf fyrir verkfræðinga. Áhugamál: Íþróttir, félagsmál og ferðalög. Tölvupóstur: dalat@simnet.is Helstu áherslur: Áherslur mínar eru að efla og styrkja það fram- sækna samfélag sem við höfum búið okkur í bænum okkar. Mér er umhugað um að bæjarfélagið okkar sé fjölskylduvænt og þá bæði umhverfið og sú þjónusta sem er veitt með virðingu fyrir þörfum allra aldurshópa. Áhugasviðin eru fræðslumál, íþrótta- og æskulýðsmál og sú grunnþjónusta sem veita þarf af umhyggju í fjölskylduvænu umhverfi. Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson gefur kost á sér í 5. sæti Heimili: Fálkahöfða 17. Starf: Framkvæmdastjóri Lágafellssóknar, varabæjarfulltrúi og formaður menningarmálanefndar. Fæðingardagur: 14. október 1962. Maki: Sólveig Ragnarsdóttir, flugsálfræðingur. Börn og aldur þeirra: Ragnar Bjarni Zoëga 13 ára, Fjóla Rut 6 ára og Arna Sól 4 ára. Menntun: Kjötiðnaðarmeistari, framhaldsmenntun í Dk: Félags og æskulýðsmálafræði. Félagsstörf: Allt frá því í framhaldsskóla hef ég verið mjög virkur í félagsstarfi. Helst er þar að nefna félagsstarf sem tengist barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar og KFUM & KFUK bæði hér á landi og sem fulltrúi Íslands á norrænum vettvangi. Einnig hef ég starfað í stjórnum og nefndum innan Sjálfstæðisflokksins svo sem varaformaður Eyverja - félags ungra í Vestmannaeyjum sem og stjórnarmaður félagsins hér í Mosfellsbæ. Áhugamál: Söngur hefur verið áhugamál lengi. Hef tekið þátt í söngstarfi með: Æskulýðskór KFUM&K, Karlakór Fóstbræðra, Kirkjukór Breiðholtskirkju, Kirkjukór Landakirkju, Kirkjukór Bústaðakirkju og ýmsum kvartettum. Tók virkan þátt í starfi SUS og einnig í bæjarpólitíkinni í Vestmannaeyjum. Tölvupóstur: Hreidar@kirkjan.is Helstu áherslur: Að halda áfram þeirri vegferð sem við erum á hér í Mosfellsbæ, að byggja upp gott og öflugt samfélag. Samfélag sem styður ríkulega við íþrótta-, æskulýðs- og tóm- stundastarf. Samfélag sem nær að halda utan um börnin okkar bæði í og utan skóla. Samfélag sem stendur vörð um þjónustu við eldri borgara. Í stuttu máli fjölskylduvænt samfélag. Heimili: Skálahlíð 46. Starf: Bæjarstjóri. Fæðingardagur: 14. desember 1961. Maki: Ragnheiður K. Gunnarsdóttir, forstöðumaður í Fjársýslu ríkisins. Börn og aldur þeirra: Steinunn Anna, 32 ára. Valgerður Rún, 22 ára. Sverrir, 13 ára. Auk þess 3 barnabörn. Menntun: Viðaskiptafræðingur frá HÍ. Framhaldsnám í fjármálum og stjórnun við University of Arizona USA. Félagsstörf: Formaður Golfklúbbsins Kjalar 1996–2000. Varabæjarfulltrúi 1998–2002, sat í skipulags- og bygginganefnd og menningarmálanefnd. Bæjarfulltrúi frá 2002, formaður bæjarráðs og skipulags- og bygginganefndar. Bæjarstjóri frá árinu 2007. Áhugamál: Útivera, náttúran og fjallgöngur, golf, fjölskyldan og stjórnmál. Tölvupóstur: haraldur@mos.is Heimasíða: facebook.com/pages/Haraldur-Sverrisson-í-1-sæti Helstu áherslur: Við búum í einstöku bæjarfélagi með frábæra möguleika. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með Mosfellingum sem bæjarstjóri undanfarin ár. Þetta hefur verið skemmtilegur og lærdómsríkur tími á miklu erfiðleikatímabili íslensku þjóðarinnar. Það hefur gengið vel í Mosfellsbæ, bæjar- félagið stendur vel og bjartir tímar framundan. Í störfum mínum fyrir Mosfellsbæ hef ég lagt mig fram um að gera gott samfélag enn betra. Ég er fullur af krafti og áhuga á að halda þessu starfi áfram og óska eftir stuðningi Mosfellinga til þess. Haraldur Sverrisson gefur kost á sér í 1. sæti Eva Magnúsdóttir gefur kost á sér í 4. sæti Heimili: Leirvogstunga 20. Starf: Forstöðumaður hjá Mílu. Fæðingardagur: 8. apríl 1964. Maki: Finnur Sigurðsson. Börn og aldur þeirra: Ísabella Ýr Finnsdóttir 18 að verða 19 ára og Gréta Rós Finnsdóttir 16 ára. Menntun: MBA í viðskiptafræði og stjórnun, háskólapróf í hagnýtri fjölmiðlun, BS próf í þjóðháttafræði með sænsku í vali. Félagsstörf: Ég hef verið formaður fræðslunefndar í tæp tvö ár og varaformaður í nefndinni í 3 ár. Ég starfaði í stjórn Fimleikadeildar Aftureldingar í 9 ár, þar af sem formaður í 8. Einnig sit ég í skólanefnd Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Ég var varaþingmaður Suðvesturkjördæmis 2009-2013 og sat að auki í stjórn foreldrafélags Reykjakots. Áhugamál: Hreyfing er mér gríðarlega mikilvæg, útivist sérstak- lega, fjallgöngur og hlaup með fjölskyldu og vinum. Tölvupóstur: evamagnusdottir@hotmail.com Helstu áherslur: „Ég legg áherslu á að við eflum fjölbreytta menntun og íþróttastarf í Mosfellsbæ. Við eigum að halda áfram að virkja íbúa til þátttöku með íbúalýðræði í mikilvægum málum. Sveitarfélag er eins og heimili eða fyrirtæki og á að rekast sem slíkt; að ráðstafa fé annarra á ekki að vera auðveldara en að ráðstafa sínu eigin. Við þurfum að varðveita sérstöðu Mosfellsbæjar sem felst í þessari nálægð við náttúruna og vinna áfram að því að bjóða fjölbreytta þjónustu fyrir unga sem aldna. Í stækkandi bæ þarf að huga betur að uppbyggingu í atvinnu- og ferðamálum svo Mosfellingar geti bæði verið gestgjafar og starfað í heimabyggð.“

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.