Mosfellingur - 30.01.2014, Síða 28

Mosfellingur - 30.01.2014, Síða 28
Telma Rut Frímannsdóttir karatekona úr Aftureld- ingu og Kjartan Gunnarsson akstursíþróttamaður úr MotoMos eru íþróttakona og íþróttakarl Mos- fellsbæjar árið 2013. Átta konur og fjórir karlar voru tilnefnd í kjörinu að þessu sinni. Að valinu koma íbúar bæjarins og íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar. Athöfnin fór fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá síðastliðinn fimmtudag. Ásamt því að heiðra íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir Íslandsmeistaratitla, bikarmeistara, deildameist- ara og fyrir þátttöku í landsliði. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir efnilegasta dreng og efnileg- ustu stúlku 16 ára og yngri í hverri íþróttagrein. Knattspyrnudeild boðar til fundar Knattspyrnudeild Aftureldingar ætlar að halda opinn íbúafund um fjölnota íþróttahús þriðjudaginn 11. febrúar. Fundurinn fer fram í hátíð- arsal Lágafellsskóla og hefst kl. 20. Yfirskrift fundarins er „hagkvæmi eða hugsjón?“ og fundarstjóri er Sigurjón M. Egilsson. Lúðvík S. Georgsson frá KSÍ mun fjalla um hvernig hús hafi verið byggð á Íslandi og segja frá reynslunni af þeim. Haraldur Ingólfsson frá ÍA mun fara yfir íþróttaiðkun fyrir og eftir hús á Akranesi. Þá mun Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar fjalla um aðkomu bæjarins varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja. Að þessum erindum loknum verður opið fyrir fyrirspurnir. Knattspyrnudeild hvet- ur alla áhugasma Mosfellinga um uppbyggingu bæjarins til að mæta. Axel Óskar Andrésson og Elvar Ingi Vignisson munu í byrjun febrú- ar halda til Englands til reynslu hjá Reading. Þeir munu æfa með Reading í vikutíma og spila æfingaleik með liðinu. Axel er fæddur árið 1998 og hlaut á dögunum titilinn knatt- spyrnumaður Aftureldingar. Axel spilar sem miðvörður og var lyk- ilmaður í hinu sigursæla liði 3. flokks í sumar. Axel tók þátt í fjórum leikjum með U17 ára landsliði Íslands á síðasta sumri og hefur í vetur æft með U17 ára landsliðinu. Einnig fór hann síðasta sumar tvívegis til Englands til reynslu hjá Norwich City og Reading. Elvar Ingi er fæddur árið 1995 og spilar sem miðju- og sóknar- maður með meistaraflokki Aftureldingar. Elvar Ingi tók þátt í 23 leikjum í Íslandsmótinu og bikarkeppni KSÍ með meistaraflokki Aftureldingar á síðasta tímabili og skoraði í þeim 6 mörk. Nú á vetr- armánuðum hefur Elvar Ingi æft með U19 ára landsliði Íslands. Nokkrir Íslendingar hafa leikið með Reading á undanförnum árum og nægir þar að nefna þá Ívar Ingimarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson. - Íþróttir28 MOSFELLINGUR Hvað er að frétta? Sendu okkur línu... mosfellingur@mosfellingur.is Axel Óskar og Elvar Ingi á reynslu til Reading í Englandi axel óskar elvar ingi M yn d/ Ra gg iÓ la Telma Rut Frímannsdóttir karatekona • Kjartan Gunnarsson akstursíþróttamaður íþróttamenn moSfellSbæjar telma rut og kjartan bæjarfélagið veitti fjölda viðurkenninga

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.