Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 30
Þak yfir höfuðið Eins og ég er hrifinn af því að fólk eyði sem mestum tíma utan dyra til að hreyfa sig og ná sér í sól og súrefni í leiðinni, þá er ég mjög svo hlynntur því að Mosfellsbær taki stórt skref í þá átt að gera bæinn að heilsu- bæ Íslands. Hvernig? Jú, með því að byggja fjölnota hreysti- og heilsuhús við Varmársvæðið. Ekki fótboltahús. Heilsuhús. Fótboltinn yrði bara ein af þeim fjölmörgu íþróttum og tóm- stundum sem hægt væri að stunda í húsinu. Heppilegast held ég að væri að hugsa stórt, fara alla leið, og byggja hús á stærð við Reykjaneshöll- ina. Minna hús væri fljótt að fyllast og baráttan um tíma yrði því mikil og blóðug. Stórt hús kostar meira en það myndi þýða að hægt væri að koma fleiri íþróttagreinum fyrir í húsinu og sömuleiðis mun losna um fleiri tíma í núverandi sölum Mosfellsbæjar. Það mikilvægasta við svona heilsuhús er í mínum huga þó ekki að koma öllum þeim sem vilja stunda íþróttir hjá Aftureldingu fyrir, heldur að skapa fyrsta flokks aðstöðu til hreyfingar fyrir allar kynslóðir bæjarins. Allt frá leikskólakrökkum til þeirra elstu sem búa í bænum. Bæði þeir yngstu og elstu hafa mikið til ver- ið læstir inni á daginn út af langvar- andi hálku. Stórt heilsuhús myndi opna á allskonar möguleika til hreyf- ingar fyrir þessa hópa, dæmin frá öðrum sambærilegum húsum sanna það. Sömuleiðis myndi stórt heilsu- hús koma sér vel fyrir FMOS, það er mikið af efnilegum íþróttakrökkum á framhaldsskólaaldri í bænum og aðgangur að heilsuhúsi myndi opna nýjar víddir fyrir skólann. Auðvitað kostar svona hús pen-inga og þeir vaxa ekki á trjánum. En bæjarfélag sem hefur sett sér það markmið að verða heilsubesta bæjarfélag Íslands verður að spýta hressilega í lófana ef það takmark á að nást og bjóða upp á jafn góða, ef ekki betri, þjónustu og nágrannabæjar- félögin. Til lengri tíma skilar það sér í bættri heilsu og betri líðan íbúa og þar með betra og heilbrigðara samfélagi. heilsumolar Gaua Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Aftureldingarstelpurnar í 6. og 7. flokki kvenna í knattspyrnu fengu á dögunum frábæra heimsókn á æfingu. Landsliðskonurnar Mar- grét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir komu í hemsókn og spjölluðu við stelpurnar um fótboltann, hvernig væri að vera í landsliðinu og hvað þyrfti til að ná langt. Þær stöllur eru báðar atvinnumenn í fótbolta og útskýrðu fyrir stelpunum hvað það þýddi og gáfu sér góðan tíma til að svara spurningum. Í 6. og 7. flokki eru stelpur í 1.-4. bekk. Þetta er frábær hópur af hressum og skemmtilegum stelpum. Þær æfa þrisvar í viku og má nálgast upplýsingar um æfingatíma á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is. Áhugasamar stelpur eru hvattar til að mæta á æfingu og prófa fótboltann, það verður tekið vel á móti ykkur. Með rísandi sól er svo sannarlega að birta til hjá Aftureldingu. Hinn snjalli og kattlið- ugi markvörður Sigurbjartur Sigurjónsson hefur staðfest endurkomu sína til Aftur- eldingar en hann skrifaði undir samning á dögunum. Bjartur sem er uppalinn Aftureldingar- maður er á 27. aldursári, stóð á milli stang- anna í liði Aftureldingar á eftirminnilegan hátt 2012 og átti þá stórgott sumar. Hann tók sér frí síðasta sumar og ein- beitti sér að þjálfun yngri flokka sem og Hvíta Riddarans. Því ber að fagna að Bjart- ur hafi ákveðið að leggja sitt á rauðan í ár og taka þátt í uppbyggingu liðsins fyrir kom- andi átök enda liðið verið sett upp í A deild Lengjubikarsins í riðli með KR, Breiðablik og fleiri stórveldum. - Íþróttir30 Landsliðskonur í heimsókn Bjartur í Heimahúsum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.