Mosfellingur - 30.01.2014, Side 34

Mosfellingur - 30.01.2014, Side 34
 - Aðsendar greinar34 Hver þekkir ekki þá tilfinningu að vilja vera einhver allt annar en hann er? Kannski ekki til lang- frama en annað slagið, til tilbreyt- ingar. Stundum finnst mér ég vera geimvera, stundum Gísli á Upp- sölum endurfæddur og endrum og sinnum George Michael – fáum til skemmtunar. Og svo dreymir mig sífellt um að búa í París, Barcelona eða Róm en um þessar mundir vildi ég óska að ég væri Mosfellingur. Af hverju? Liggur það ekki í augum uppi? Vinur minn og æfingafélagi til margra ára, eðal-lögreglumaðurinn og gleðigjafinn Theodór Kristjánsson býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Mos- fellsbæ þann 8. febrúar. Nei, ég er ekki Sjálfstæðismaður, heldur ekki vinstri mað- ur, hvorki grænn né bjartur og því síður pír- ati, ég er bara ég -- fullkomlega ópólitískur og frjáls. En þegar jafn frábær maður og Teddi býður sig fram í almannaþágu, vill leggja sitt af mörkum til að gera Mosfellsbæ enn betri, er ekki annað hægt að óska sér þess að eiga lögheimili á svæðinu. Það er best að búa í Mosfellsbæ, sam- kvæmt nýlegri skoðanakönnun og það kemur ekki á óvart því Teddi hefur verið að skipta sér af ýmsu í bænum undanfarin ár, vitanlega ásamt góðu fólki. Teddi er minn Herkúles, falleg- ur að utan sem innan og með geð- veikan húmor, svo eitursnjall og lúmskur að maður þarf að vera með öllu skynfæri galopinn til að missa ekki af neinu. En síð- ast en ekki síst er hann rökfastur með ein- dæmum og svo sannfærandi að ég er nán- ast alltaf sammála honum, jafnvel þótt ég sé á öndverðum meiði í upphafi. Kæru Mosfellingar! Látið ekki þennan dásemdardreng framhjá ykkur fara og alls ekki í jólaköttinn, enda hann löngu horfinn til fjalla! Þótt Teddi sé forystusauður í eðli sínu gerir hann aðeins kröfur um 5. sætið – að sinni. Þorgrímur Þráinsson Borgarlistamaður Reykjavíkur Ég vild’ ég væri Mosfellingur! Íslendingar vilja láta kalla sig lýð- ræðisþjóðfélag. En hve langt er lýðræðið komið áleiðis? Hefur ef til vill orðið afturför hér? Lýðræði þýðir að fólkið í landinu ræður. Og þá ekki bara hvaða lag tekur þátt í Euróvísion og hver er maður ársins í hinum og þessum greinum. Mikilvæg mál sem snerta alla þjóðina eru til dæmis Evrópumálin. En nú- verandi ríkisstjórn meinar okkur að greiða atkvæði um hvort við viljum halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusamband- inu. Utanríkisráðherra ákvað einn og sér að hætta viðræðunum án þess að spyrja kóng né prest. Svonefndur umhverfisráðherra ákvað einn og sér að stoppa friðlýsingu Þjórsár- vera í sumar til þess að geta breytt mörk- um og koma þar fyrir Norðlingaöldulón- inu. Hann sló nýju náttúruverndarlögin út af borðinu eftir sínum geðþótta. Hon- um finnst líka allt í lagi að „endurskoða“ rammaáætlun um verndun og friðun nátt- úruauðlinda einn og sér. Þetta er ráðherr- areinræði! En hvernig er það hér í okkar bæjarfé- lagi? Hér vantar gegnsæi og virkt upplýs- ingarstreymi til bæjarbúa. Það sem er að gerast í nefndum bæjarins er almenningi ekki aðgengilegt. Þar hefur verið einungis hægt að lesa um hver mætti á nefndarfundi og hver tók til máls. En hvað var sagt? Það eina sem veitir mér einhverjar upplýsingar er hvaða mál hafi verið frestað einu sinni enn. Fyrir alls ekki löngu í nóvember 2013 var haldið íbúaþing um framtíð skólauppbygg- ingar í Mosfellsbæ og var það frek- ar vel sótt. Þar kom í ljós að bæði á austur- og vestursvæðinu vant- ar mjög tilfinningarlega húsnæði og báðir stóru grunnskólarnir eru „sprungnir“. Mér sýnist að á vest- ursvæðinu við Lágafellsskólann koma menn nú ekki hjá því að gera úrbætur strax enda votta 12 færan- legar kennslustofur ekki góða framtíðarsýn í skólamálum. Á austursvæðinu ætla menn hins veg- ar ennþá að draga lappirnar um ásætt- anlega lausn á bráðum húsnæðisvanda. Varmárskólanum er boðið upp á að nýta Brúarlandshúsið. Þetta væri þriðja bygg- ing Varmárskólans og frekar langt frá allri þjónustu við skólann. Hvað um mötu- neytismál, sérkennslu, sérgreinakennslu, tónlistakennslu, íþrótta- og sundkennslu? Þessari bráðabirgðalausn var algjörlega hafnað á skólaþinginu og þótti verst. Betri kostur þykir að brúa bilið með nokkrum færanlegum kennslustofum á skólalóðinni þangað til skólinn í Helgafellslandinu tekur til starfa. En viti menn: Brúarlandsdæmið var samþykkt af yfirvöldum af því að það er ódýrast! Og menn eru ekki að flýta sér um of að koma Helgafellsskólanum á koppinn. Fólk sem tók þátt í íbúaþinginu spyr sig eðlilega: „Til hvers fór ég þangað? Hvaða tilgangur var með þessu ef ekki er hlustað á okkur?“ Svona lagað fælir fólk frá að taka virkan þátt í bæjarmálum. Svona kemur lýðræði ekki til með að virka. Úrsúla Jünemann Gervi-lýðræði? Fjölmargar mætar konur bjóða sig nú fram til að taka sæti á fram- boðlistum Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Öll hljótum við að vera sammála um að sá hópur sem valinn verður til forystu þarf að endurspegla sam- félagið sem við búum í til þess að þjóna því sem allra best. Konur eru helmingur þjóðarinnar. Það er því mikilvægt að þær komi að ákvörðunum og stefnumótun í sveitarstjórnum í forystus- ætum listanna eins og karlar. Konur búa einnig yfir gríðarlegri reynslu, þekkingu og menntun, sem samfélagið hefur einfaldlega ekki efni á að nýta ekki. Sóknarfæri með konum Við sjálfstæðisfólk höfum mikið rætt það undanfarið hvernig við getum eflt og styrkt flokkinn okkar, hvernig við náum til fleiri kjósenda og þannig tryggt að stefna Sjálf- stæðisflokksins verði höfð að leiðarljósi við ákvarðanir í sveitarstjórnum. Stærsta sóknarfærið er að kjósa konur. Með því að fleiri konur verði í áhrifastöðum í stjórn- málum og forystusætum framboðslista eru meiri líkur á því að stefna Sjálfstæðisflokks- ins höfði til beggja kynja. Þannig sýnum við í verki breiddina í Sjálfstæð- isflokknum, sem er flokkur allra stétta, flokkur karla og kvenna. Þátttaka beggja kynja skilar betri árangri Nú er ég ekki að halda því fram að konur séu gáfaðri, sterkari, hug- myndaríkari eða ábyrgari en karl- ar – heldur að þær eru engu síðri. Því ætti ekki að vera nein ástæða til þess að kjósa þær ekki, heldur fagna fjölbreytninni og því að konur og karlar nálgast verkefnin á ólíkan hátt en þannig verði betri niðurstaða með þátttöku beggja kynja. Að greiða at- kvæði í prófkjöri er mikil ábyrgð, atkvæðið er yfirlýsing um það hverjum við treystum best til þess að leiða lista Sjálfstæðisflokks- ins. Atkvæði okkar ræður úrslitum um það hversu sigurstranglegur listi flokksinns verður í kosningunum í vor. Með því að raða í forystusæti – bæði körlum og konum – tryggjum við fjölbreytni, trúverðugleika og öflugan Sjálfstæðisflokk í sveitarstjórn- um á næsta kjörtímabili. Þórey Vilhjálmsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna Veljum konur í forystusætin Kæru Mosfellingar. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer 8. febrúar næstkomandi. Mér þætti vænt um ykkar stuðning í það sæti svo ég geti áfram unnið að málefnum bæjarins okkar. Bæjarfélag er eins og heimili – við verð- um að reka það af ábyrgð. Fjárhagur bæj- arins er traustur þrátt fyrir þau mörgu verkefni sem bærinn hefur verið að sinna að undanförnu. Bærinn stækkar hratt og því hefur verið fjárfest í íþróttahúsi, hjúkr- unarheimili auk þess sem framhaldsskóli hefur risið. Í Mosfellsbæ getum við því nálgast flest það sem við þurfum. Það er mikilvægt að geta boðið öllum góða þjónustu í bænum okkar. Reynt hefur verið að halda álögum í skefjum í kreppunni til þess að koma til móts við fjölskyldur og hefur það tekist nokkuð vel. Stöndum vörð um menntun Í áætlun þessa árs er gert ráð fyrir fjár- festingu í skólahúsnæði og mun svo verða áfram á næstu árum þar sem fjölgun í bæj- arfélaginu kallar á uppbyggingu. Skóla- samfélagið, foreldrar og skólafólk hefur lagt þessu málefni lið og ber að þakka þann tíma sem stór hópur fólks hefur varið í að leita með okkur bestu lausna. Ég vil standa sérstakan vörð um menntun barnanna okkar og stuðla að valfrelsi í þeim efnum. Allir skólarnir okkar í Mosfellsbæ hafa valið sér stefnu til að vinna eftir. Það verður spennandi að taka þátt í og móta stefnu framtíðarskólanna. Vonast ég til þess að sem flestir leggi þar hönd á plóginn. Útivist og heilsuefling Lífsgæði Mosfellinga felast með- al annars í öflugu og fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Við þurfum að standa vörð um þetta og leggja áherslu á heilsueflingu hjá íbúum bæjarins á öllum aldri. Hér geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Sérstaða Mosfellsbæjar felst meðal ann- ars í glæsilegu aðgengi að góðri útivistar og íþróttaaðstöðu. Mosfellsbær ætti því að verða fyrsti kostur þeirra sem kjósa útivist og almenna heilsueflingu. Velferð eldri borgara Við eigum að leggja sérstaka áherslu á velferð eldri borgara þar sem valfrelsi í eig- in málum er lagt til grundvallar. Það skiptir miklu máli fyrir þá að geta haft raunveru- legt val og fengið þjónustu við hæfi hvers einstaklings. Einnig er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytta tómstundaiðju fyrir eldri borgara til að þeir njóti efri áranna sem best. Nýlega tóku sveitarfélög yfir umsjón með fötluðum og hefur vel til tekist. Þeim mála- flokki þarf að sinna áfram vel en mikilvægi þess að fatlaðir njóti sömu réttinda og aðrir og þjónustu við hæfi er gríðarlegt. Eva Magnúsdóttir er formaður fræðslunefndar, varabæjarfulltrúi, situr í framkvæmdastjórn Mílu og MBA í Viðskiptafræði og stjórnun. Ábyrg fjármálastjórn er leiðin að lífsgæðum Undirrituð hafa undanfarin ár, reglulega, eytt svolitlu af frístundum sínum í að velta fyrir sér uppbyggingu íþróttasvæða Mos- fellinga. Í flestum tilvikum og þá sérstaklega und- anfarið, hafa þær vangaveltur leitt til sömu niðurstöðu: Iðkendur íþrótta í Mosfellsbæ þurfa á fjölnota íþróttahúsi að halda. Það var okkur því mikið gleðiefni að frétta áform bæjarstjórnar samkvæmt til- lögu bæjarstjóra, um að stofna vinnuhóp til þess að meta hagkvæmni byggingar slíks húss. Sem hluti af slíku ferli fannst okkur nauðsynlegt að standa fyrir upplýsinga- fundi fyrir alla bæjarbúa. Þar mun fulltrúi KSÍ deila reynslu KSÍ af þátttöku í hinum fjöldamörgu mannvirkjum af svipuðum toga, fulltrúi Skagamanna kynnir hvaða áhrif bygging húsins á Akranesi hafði fyrir íþróttaiðkun á Akranesi en þar var tekið í notkun fjölnota íþróttahús fyrir nokkrum árum. Bæjarstjóri fyrir hönd Mosfellsbæjar fjallar svo um aðkomu bæjarins í uppbygg- ingu íþróttamannvirkja. Það er skynjun okkar að víðtækur áhugi sé nú þegar fyrir hendi meðal bæjarbúa að kynna sér frekar þá kosti sem fjölnota íþróttahús hefur upp á að bjóða og hvetj- um við því bæjarbúa til að mæta á fundinn. Fundurinn er haldinn í hátíðarsal Lágafells- skóla þriðjudaginn 11. febrúar kl. 20:00. Það er okkar trú að framkvæmd að þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir sé orðin hentug og þar af leiðandi hagkvæm fyr- ir þann Mosfellsbæ sem við nú byggjum. Þessi uppbygging eflir forvarnarstarf, trygg- ir börnum okkar og þeirra börnum jöfn tækifæri til æfinga og síðast en ekki síst er þetta tækifæri til heilsueflingar og skemmt- unnar fyrir Mosfellinga á öllum aldri. Með vinsemd og virðingu, Óli Valur Steindórsson Ingólfur Garðarsson Pétur Magnússon Friðrik Gunnarsson Emil Eyþórsson Hugi Sævarsson Hallur Birgisson Guðbjörg Fanndal Torfadóttir Bjarki Már Sverrisson Fjölnota íþróttahús – hagkvæmni eða hugsjón? Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltus lj ... E .B A C K M A N www.fastmos.is Sími: 586 8080 Örugg og góð þjónusta

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.