Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 18

Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 18
Restaurant - Bar - Sportbar Take away TILBOÐ Sími: 5666 222 16” pizza með 2 áleggstegundum 1890 kr 16” pizza með 2 áleggstegundum og stór skammtur af frönskum 2190 kr Tvær 12” pizzur með 2 áleggstegundum 2690 kr Tvær 16” pizza með 2 áleggstegundum og 2l. Coke 3790 kr 16” pizza með 2 áleggstegundum og 12” krydd- eða hvítlauksbrauð 2590 kr Hamborgaratilboð Fjórir alvöru 140gr grillaðir ostborgarar, franskar og 2l. Coke 3990 kr Eldhúsið opið til kl. 22 alla daga Ný r ma tS eð ill Kík tu í h eim só kn - heilsubærinn Mosfellsbær18 Kærleiksvikan í Mosfellsbæ verður haldin vikuna 16.-23. febrúar. Markmið hennar er að allir finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi af sér kærleik. Við erum mis góð í að tjá tilfinningar eins og kærleik en öll getum við bætt okkur í því. Mosfellingar fá gott tæki- færi í þessari viku til að gefa fallegt bros, hrós og vera vingjarnlegir í viðmóti. „Ég kom nýverið á kaffihús í Danmörku þar sem stóð efst á matseðlinum hér þjónar fólk með bros á vör og gleði í hjarta. Það fór sko ekki fram hjá mér að þetta voru orð að sönnu. Þarna var virkilega kærleikur á ferðinni og notalegt að dvelja. Hvetja sem flesta til að taka þátt Vonandi taka sem flestir vinnustaðir þátt og gera eitthvað skemmtilegt með sínu fólki. Ef þú vilt koma á framfæri því sem þinn vinnustaður býður uppá endilega láttu mig vita á vigdisstein@hotmail.com svo við getum deilt hugmyndum með öðrum,“ segir Vigdís Steinþórsdóttir sem stendur að Kærleiksvikunni ásamt Hreiðari Zoëga. „Við sem stöndum fyrir þessari viku höf- um sett saman dagskrá með viðburðum sem nokkrir aðilar í bæjarfélaginu bjóða uppá . Þar má td. nefna Ásgarð en starfsfólk þar gerir fallega smíðagripi sem nú verða gefnir til íbúa Hamra. Kærleiksetrið verður með heilmikla dagskrá. Einnig endurtökum við spákaffi á Kaffi- húsinu Álafossi sem sló í gegn í fyrra og heilunarguðþjónustu í Lágafellskirkju sem var þétt setin í slíkri messu í haust. Látið svo ekki framhjá ykkur fara fallegu skilaboðin á innkaupakerrunum í Bónus og Krónunni. Njótum saman þá er gaman,“ segir Vigdís. Kærleiksvikan haldin í fimmta sinn Kærleiksvika í Mosfellsbæ vikuna 16.-23. febrúar dagskráin vikunnar er birt hér annars- staðar í blaðinu, á facebook síðu kærleiksvikunnar og á vef Mosfellsbæjar. í fyrra færði ásgarður kyndli fallegar gjafir Mikil aukning hefur verið á námskeiðin hjá fræðslunefnd fatlaðra en í dag eru 20 einstaklingar sem sækja þau. Nemendurnir þurfa mismikla aðstoð. Fleiri fjölfatlaðir eru að bætast við sem þurfa mikla aðstoð. „Við erum með fimm hesta og það er orðið ansi dýrt að borga allt sem til þarf, t.d leiga á húsi, hirðing og hey auk þess sem einn starfsmaður er á launum. Styrkirnir sem við höfum fengið eru mismiklir en allir jafngóðir, t.d. styrkti Glófi okkur með prjónavörum í jólapakkana fyrir nemendur og sjálfboðaliða Vélsmiðja Sveins aðstoðar við breytingar á hnakkabúnaði, Fasteignasala Mosfellsbæjar með peningastyrk og Brimco með skeifum. Óli á Hvítárvöllum kom með hey, Lífland gaf okkur hjálma, Hestar og Menn gáfu tauma og Fura styrkir okkur með spænir. Við þurfum ansi marga sjálfboðaliða eða allt upp í 8 manns á hverjum degi og höfum við verið mjög heppin með að geta mannað dagana hjá okkur, segir Hólmfríður Halldórsdóttir formaður fræðslunefndarinnar. „En betur má ef duga skal, biðlum við því til ykkar kæru lesendur, ef þið getið eða vitið um einhvern sem getur/vill styrkja okkur þá yrðum við þakklát fyrir það. Þetta er starfsemi sem er ekki annars staðar og þetta er aukning í starfsemi Mos- fellsbæjar sem ætti að vera til frambúðar og komið Mosfellsbæ enn frekar á kortið sem fyrirmyndarsveitarfélag,“ segir Fríða að lokum. Mikil aukning á námskeiðum fræðslunefndar fatlaðra Næsta blað kemur út: 20. feb. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 17. febrúar.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.