Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 6
Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Janúar og fEbrúar Fimmtudagur 30. janúar gaMan SaMan börnin frá leikskólanum Hlaðhömrum koma og syngja. Hægt er að kaupa kaffi og meðlæti á 400 krónur eftir skemmtunina. Allir velkomnir. Fimmtudagur 6. febrúar KÍKT fYrIr Horn. Farið verður í menningasetrið Gerðuberg í heimsókn. Mæting kl 13:30 í Þjónustumiðstöðinni Eirhömrum. Skráningar krafist. Allir velkomnir. Föstudagur 7. febrúar fÉLagSVIST. Aðgangseyrir er 600 kr. innifalið er kaffi og meðlæti. Skráningar krafist. Allir velkomnir. Fimmtudagur 13. febrúar gaMan SaMan börnin frá leikskólanum Hlíð koma og syngja. Hægt er að kaupa kaffi og meðlæti á 400 krónur eftir skemmtunina. Allir velkomnir. Myndlistanámskeið Enn eru laus pláss á myndlistarnámskeiðin sem eru á mánudögum kl. 13:30 í kjallara Eirhamra. Frábært námskeið þar sem málaðar eru myndir með akrýl, olíu eða vatnslitum. Skráningar eru hjá forstöðu- manni þjónustumiðstöðvarinnar í síma 586-8014 eða 698-0090. Leðursaumur Vegna mikilla þátttöku í leðursaumi höfum við ákveðið að bæta við námskeiði og kennt verður bæði á miðvikudögum og fimmtudögum og byrjar kennsla í febrúar og eru því 2-3 sæti laus í viðbót!!!! Kennari er lærður fatahönnuður með mikla reynslu í leðurvinnu. Hugmyndin er að einblína á að endurvinna gamalt leður og er því tilvalið að fara að taka til og finna gömlu leðurjakkana og búta þá niður. Áætlað er að gera fóðraðar töskur og snyrtibuddur með rennilás. Þátttakendur þurfa að koma með saumavél og efni með sér. Þetta námskeið hentar jafnt byrjendum sem og lengra komnum. Skráningar eru hjá forstöðumanni þjónustumiðstöðvarinnar í síma 586- 8014 eða 698-0090. Kennari mun hringja í þátttakendur á næstu dögum til að staðfesta skráningu. Postulínsnámskeið Byrjar þriðjudaginn 4. mars til og með 1. apríl (með möguleika à framhaldi) 16:00- 19:00. Skráningar eru í þjónustumiðstöð eða hjá forstöðumanni þjónustumiðstöðv- arinnar í síma 586-8014 eða 698-0090. Ásaumur/applekering Á þriðjudögum kl. 13:00 í handverkstofu ætlar Helga Thoroddsen að vera með leið- sögn í ásaumi. Þáttakendur þurfa að koma með allt efni, en tilsögnin er ókeypis. aÐaLfUnDUr faMoS 2014 Aðalfundur Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni verður haldinn í Hlégarði mánudaginn 17. febrúar og hefst kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Vert er að vekja afhygli á því að óvenju margir eiga að ganga úr stjórn að þessu sinni. Því er áríðandi að vel sé mætt á fundinn. Ekki er síður ástæða til að benda félagsmönn- um á að starf í stjórn félags af þessu tagi hefur fjölbreytt og skemmtileg félagsleg samskipti í för með sér. Því er ástæða til að hvetja félaga að gefa kost á sér. Stundaskrá Minnum á nýútgefna stundaskrá sem fylgdi síðasta Mosfellingi og einnig er hægt að nálgast hana í Þjónustumiðstöð. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, endilega komið og verið með okkur í félagstarfinu í vetur og rjúfum félagslega einangrun. allir velkomnir. Skrifstofa þjónustumiðstöðvarinnar Eirhömrum er opin alla virka daga milli kl. 13:00-16:00. Allar upplýsingar og skráningar eru hjá forstöðumanni þjónustumiðstöðvar- innar í síma 586-8014 eða 698-0090. Skrifstofa FaMos er opin á mánu- dögum milli kl. 14.00-15.00. - Fréttir úr bæjarlífinu6 Samfylkingin mun stilla upp á lista Á fjölmennum félagsfundi Samfylk- ingarinnar í Mosfellsbæ sem haldinn var laugardaginn 18. janúar var ákveðið einróma að stilla upp á lista fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar í vor. Kosin var kjörnefnd sem skila mun tillögu að framboðslista til félagsfundar er tekur tillöguna til af- greiðslu. Oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ frá stofnun hennar, Jónas Sigurðsson, hefur tilkynnt að hann verði ekki í framboði í vor. Uppstilling hjá Fram- sóknarflokknum Framsóknarfélagið í Mosfellsbæ hefur falið uppstillingarnefnd að gera tillögu að framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi bæj- arstjórnarkosningar í Mosfellsbæ sem fram fara 31. maí n.k. Uppstillingarnefnd hefur auglýst eftir áhugasömum frambjóðendum og tilnefningum um frambjóðendur til að taka sæti á lista Framsóknarflokksins. Rann sá frestur út í vikunni. Fimmtán í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fer fram laugardaginn 8. febrúar. Kosið er á kosningaskrif- stofu flokksins í Krónuhúsinu kl. 10-19. Fimmtu- daginn 6. febrúar verður haldinn kynningarfundur á frambjóðendum í Hlégarði kl. 20. 15 frambjóðendur hafa skilað inn gildum framboðum til kjörnefndar fulltúaráðs. Sjálfstæðisfélagið aug- lýsir frambjóðendur sína í miðopnu blaðsins. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri hefur lagt til við bæjarstjórn Mosfellsbæjar að skipað- ur verði starfshópur undir forystu hans sem hafi það hlutverk að undirbúa byggingu fjölnota íþróttahúss í bænum. Auk bæjar- stjóra skal bæjarráð tilnefna þrjá fulltrúa til setu í starfshópnum og Ungmennafélagið Afturelding einn. Forsaga málsins er sú að íþrótta- og tómstundanefnd hefur undanfarin miss- eri unnið að forgangsröðun framkvæmda varðandi byggingu íþróttamannvirkja. Meðal annars hefur nefndin staðið fyrir íbúaþingi þar sem óskir um byggingu fjöl- nota íþróttahúss komu sterkt fram. Í því ljósi þykir nauðsynlegt að fara yfir mögu- leika á byggingu slíks húss í Mosfellsbæ, meðal annars með því að afla upplýsinga á formlegan og skipulegan hátt frá hags- munaaðilum, segir í tillögunni sem rædd var á bæjarstjórnarfundi í gær. Ekki spurning um hvort heldur hvenær Að sögn Haraldar er ekki spurning um hvort slíkt hús verður byggt heldur aðeins hvenær, hvar og hvernig. Þess vegna er lagt til að skipaður verði starfshópur sem fari með það verkefni að koma með tillögu/ur um hvar byggt skuli fjölnota íþróttahús, af hvaða gerð og stærð, rekstrarform þess og hvenær. Slíkar tillögur skulu m.a. taka mið af vinnu íþrótta- og tómstundanefnd- ar um forgangsröðun framkvæmda. Við ákvörðun um fjárfestingu vegna slíkra framkvæmdar er einnig rétt að hafa í huga að gera sérstakt mat á áhrifum hennar á fjárhag sveitarfélagsins, sbr. ákvæði 66. gr. sveitarstjórnarlaga. Við gerð slíks mats skal tekið tillit til annarra framkvæmda á vegum bæjarfélagsins og mat lagt á hvenær hægt er að hefja framkvæmdir, segir í tillögu bæjarstjóra. M yn di r/ a2 f a rk ite kt ar Mosfellsbær hefur undirbúning • Fimm manna starfshópur • Opinn fundur 11. febrúar StarfShópur um fjölnota íþróttahúS Þessu tengt þá mun Afturelding boða til opins fundar í Lágafells- skóla um byggingu fjölnota íþróttahúss þriðjudaginn 11. febrúar næstkomandi. Svona gæti fjölnota íþróttahúS litið út

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.