Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is Sunnudagur 2. febrúar Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11.00 Sr. Skírnir Garðarsson Miðvikudagur 5. febrúar Bænastund á Eirhömrum kl. 13.30 Sr. Ragnheiður Jónsdóttir Sunnudagur 9. febrúar Fjölskylduguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl.11.00 - Sr. Ragnheiður Jónsdóttir Sunnudagur 16. febrúar Taize - guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 20.00 - Sr. Skírnir Garðarsson Miðvikudagur 19. febrúar Bænastund á Eirhömrum kl.13:30 Sr. Skírnir Garðarsson Sunnudagaskólinn er í Lágafellskirkju á sunnudögum kl. 13.00 www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 HelgiHald næStu vikna Mikill uppgangur í ferðaþjónustunni Gistiheimilið á Minna-Mosfelli hlaut á dögunum titilinn „Travelers’ Choice 2014“ hjá TripAdvisor. Þar skilja ferðamenn eftir umsagnir og einkunnir um staði út um allan heim. Í fyrra var Minna-Mosfell í þriðja sæti á Íslandi í flokknum B&Bs and Inns en núna trónir gisti- heimilið á toppi listans. Glæsilegur árangur hjá þeim hjónum Guðrúnu Sigurðardóttur og Vali Þorvaldssyni. Þá kemur Hótel Laxnes einnig vel út en hótelið er meðal þeirra vinsæl- ustu á höfuðborgarsvæðinu. Nú yfir vetrartímann spila norðurljósin stórt hlutverk í vinsældunum. Herrakvöld Lions haldið 14. febrúar Herrakvöld Lionsklúbbs Mosfells- bæjar fer fram föstudaginn 14. febrúar í Hlégarði. Um er að ræða aðalfjáröflun klúbbsins og verður skemmtunin með hefðbundnu sniði. Sjávarréttahlaðborð Vignis, málverkauppboð, happdrætti, söngur og almenn skemmtun. Veislustjóri kvöldsins er Sólmundur Hólm Sólmundarson, ræðumaður er Sr. Karl Matthíasson og um fjöldasöng sér Páll Helgason. Að undanförnu hefur klúbburinn m.a. gefið ný rúm á meðferðarheimilið að Hlaðgerðarkoti að andvirði einnar milljónar, 500 þúsund til hjálparstarfs kirkjunnar í Mos- fellsbæ, 300 þús. kr. styrkur vegna náttúruhamfara á Filippseyjum og 250 þús. í aðra styrki innanbæjar. Óhætt er að segja að starfsemi Hollvinasamtaka Reykjalundar, sem stofnuð voru seint á síðasta ári, byrji vel. Í upphafi nýhafins árs gáfu tveir einstaklingar, sem ekki vilja láta nafn síns getið, hollvina- samtökunum peningagjöf sem notuð hefur verið til að endurnýja meginþorra allra vinnutölva sem starfsfólk Reykjalundar notar við dagleg störf. Andvirði gjafarinnar var tæpar 28 milljónir króna og voru keyptar alls 144 HP tölvur frá Opnum kerfum, bæði borðtölvur og fartölvur auk tölva fyrir fundarherbergi heilbrigðisstofnunarinnar. Hlutverk samtakanna að styðja við starfsemi Reykjalundar Alls hafa á fjórða hundrað manns gengið til liðs við Hollvina- samtök Reykjalundar frá stofnun samtakanna 2. nóvember. Meg- inhlutverk samtakanna er að styðja við starfsemi Reykjalundar eins og kostur er í samráði við yfirstjórn stofnunarinnar með fjáröflun, fjárstuðningi frá hollvinum og öðrum aðilum sem vilja leggja starf- seminni lið. Reykjalundur er stærsta endurhæfingarmiðstöð landsins sem þjónar landsmönnum öllum. Þar hafa þúsundir einstaklinga náð heilsu á ný eftir margvísleg áföll í lífinu. Meðalaldur sjúklinga er aðeins um 50 ár og er því ljóst hversu mikilvægu samfélagslegu hlutverki stofnunin gegnir í endurhæfingu sem leiðir til þess að sjúklingar nái heilsu á ný og komist aftur út á vinnumarkaðinn. Höfðingleg gjöf til Hollvinasamtaka Reykjalundar • Tveir einstaklingar gáfu 28 milljónir allar vinnutölvur endurnýjaðar Gunnar Guðjónsson forstjóri Opinna kerfa, Haukur Leósson, formaður Hollvinasamtakanna, og Birgir Gunnarsson, forstjóri Reykjalundar. Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylking- arinnar hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í kosningunum í vor en hann hefur setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá árinu 1993. Af hverju ætlar þú að hætta? „Af hverju ekki? Ég hef setið í bæjar- stjórn Mosfellsbæjar allt frá hausti 1993 en var vara bæjarfulltrúi kjörtímabilið þar á undan. Árunum 1994 til 2002 gegndi ég stöðu formanns bæjaráðs eða forseta bæj- arstjórnar, sat í skólanefnd grunnskóla sem síðar varð fræðslunefnd frá árinu 1990 til 2006 þar af formaður í átta ár. Einnig sat ég í skipulagsnefnd 2006 til 2010. Þessi störf hafa tekið stæðstan hluta af mínum frítíma þessi ár meðfram starfi mínu hjá því góða fyrirtæki sem ég hef starfað hjá í 30 ár. Það er því tími til kominn að sinna ýmsum öðr- um hugðarefnum mínum og er þar margt að velja úr,“ segir Jónas. „Ég hafði hugsað mér að hætta við síð- ustu kosningar en aðstæður höguðu því þannig að ég gaf kost á mér eitt kjörtímabil til viðbótar. Það má vel vera að sumum þyki það of langur tími að sitja í bæjarstjórn í 20 ár. Að mínu mati er tímalengd í þessu samhengi nokkuð afstæð. Ég tel að frekar skuli horfa til þess hvort menn hafi erindi og eitthvað fram að færa og hafi þeir það ekki þá er eitt kjörtímabil of langur tími.“ Hvað stendur uppúr á þínum pólitíska ferli? „Ég hef í sjálfu sér aldrei litið á mig sem pólitíkus heldur einstakling sem vill hafa áhrif á þróun þess samfélags sem ég, börn- in mín og barnabörn búum í. Ástæða þess að ég hóf afskipti af bæjarmálum á sínum tíma var það ástand sem ríkti í skólamálum Mosfellsbæjar þá m.a.í húsnæðismálum grunnskólans. Lausnir í þeim málum, til að bregðast við fjölgun grunnskólabarna, fólust í lausum kennslustofum við skólann. Á þeim átta árum sem ég sat í meirihluta í bæjarstjórn var þeim vanda mætt með byggingu varanlegs skólahúsnæðis til að mæta fjölgun nemenda ásamt því að ein- setja grunnskólann. Skólamálin hafa alla tíð verið mér hug- leiknust og hin síðari ár hef ég lagt mig fram um að halda þeim málum á lofti og veita meirihlutanum í bæjarstjórn málefnanlegt aðhald með ábyrgum hætti. Ég get nú ekki sagt annað en að ég hef haft af því nokkrar áhyggjur undanfarin ár hvert stefnir í hús- næðismálum skólanna hér í Mosfellsbæ og er ástandið farið að minna mig óþægilega mikið á það ástand sem ríkti þegar ég hóf afskipti af bæjarmálum.“ Hvað tekur við hjá þér? „Ég óttast ekki að verða í vandræðum með að finna mér verkefni til að verja mín- um frítíma í enda eru hugðarefnin mörg. Ég verð þó að viðurkenna að ég mun dá- lítið sakna þessara starfa sem ég hef sinnt fyrir Mosfellsbæ og íbúa bæjarins. Góðar minningar munu þó fylgja mér frá þessum árum og þá ekki síst viðkynnin við allt það fólk sem ég hef haft samskipti og samstarf við í gegnum árin. Ég hef ekki orðið var við annað en að allt þetta fólk hafi unnið sín störf með hagsmuni bæjarins og íbúa hans að leiðarljósi þó menn hafi ekki alltaf verið sammála um leiðir, forgangsröðun og áherslur. Þó ég ætli ekki að nefna nein nöfn í þessu sambandi þá get ég ekki látið hjá líða að minnast á félaga minn Dunu, Guðnýju Halldórsdóttur, sem var ákaflega skemmtilegt og gefandi að vinna með en hún sat með mér í bæjarstjórninni í átta ár. Einnig félaga Hönnu Bjartmars sem hefur staðið við hlið mér sem klettur undan farin ár ýmist sem bæjarfulltrúi eða varamaður minn í bæjarstjórn.“ Jónas Sigurðsson gefur ekki kost á sér í vor • Skólamálin hafa verið hugleiknust Hættir eftir 20 ára setu í bæjarstjórn Mosfellsbæjar Lífæð samskipta E N N E M M / S ÍA / N M 6 0 10 8 Míla tengir heimili landsins við Ljósveituna. Við nýtum nútímatækni, fyrirliggjandi leiðslur og rými til að koma Ljósveitunni til heimila vítt og breitt um landið. Þannig á mikill fjöldi íslenskra heimila kost á háhraðatengingu á fljótlegan hátt í stað þess að þurfa að bíða í mörg ár eða áratugi eftir kostnaðarsömum framkvæmdum. Kynntu þér stöðugar háhraðatengingar Ljósveitunnar á mila.is Hafðu samband við eftirtalda aðila til að kaupa þjónustu um Ljósveituna: snerpa rétta leiðin

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.