Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 27

Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 27
Söngkeppni Bólsins var haldin föstudag- inn 17. janúar en það var hún Emma Kam- illa Finnbogadóttir sem vann með laginu Grenade. Í öðru sæti var Aníta Rut Ólafs- dóttir með lagið Your song og í þriðja sæti var Hilmar Þór Björnsson með lagið Svartur Afgan. Krakkarnir fengu frábæra dómara til þess að dæma keppnina, þær Gretu Salóme, Maríu Ólafsdóttur og Sigríði Maríu. Emma Kamilla fer fyrir hönd Bólsins í undan- keppni Samfés sem haldin verður í Garða- bæ. Þar keppir hún við fulltrúa annarra fé- lagsmiðstöðva úr landshlutanum. Sá sem sigrar í þeirri keppni fer svo í aðalkeppni Samfés sem haldin verður 8. mars. M yn d/ Ra gg iÓ la Fer fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar í undankeppni Samfés Emma Kamilla sigraði söngkepnni Bólsins Emma, aníta og hilmar lEntu í þrEmur Efstu sætunum www.mosfellingur.is - 27 Prófkjör SjálfStæðiSflokkSinS 8. febrúar Kæru Mosfellingar Um leið og ég þakka ómetanlegan stuðning í störfum mínum sem bæjarstjóri, óska ég eftir áframhaldandi umboði til að leiða framboðslista sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Með góðri kveðju Haraldur Sverrisson Sigrún Harðardóttir er að ljúka masters- námi í fiðluleik frá Lamont School of Music, University of Denver núna í vor. Sigrún fékk styrk frá nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2013 til að útsetja íslensk þjóðlög fyrir einleiksfiðlu og fiðl- udúó. Árleg velur stjórn nýsköpunarsjóðs námsmanna 5-6 verkefni sem öndvegis- verkefni sjóðsins og hljóta þau tilnefningu til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Verðlaunin verða afhent í febrúar á Bessa- stöðum af herra Ólafi Ragnari Grímssyni. Útsetningar á íslenskum þjóðlögum Um verkefni sitt segir Sigrún: „Með út- setningum á íslenskum þjóðlögum fyrir einleiksfiðlu og fiðludúó er leitast við að vekja áhuga á íslenskri þjóðlagahefð og glæða hana nýju lífi. Lítið hefur verið út- sett af íslenskum þjóðlögum fyrir þessa hljóðfærasamsetningu og er því hér ver- ið að auka fjölbreytni og gefa fiðluleikur- um tækifæri til að leika fjölbreytta tónlist byggða á íslenskum menningararfi. Með þessum nýju útsetningum er gamla íslenska menningararfinum blandað saman við nútíma tónsmíðar og fiðlutækni. Hald- ið er í hefðina, en þjóðlögin útsett á nýjan, spennandi, fjölbreyttan og heillandi hátt. Útsetningarnar voru kynntar og leiknar í Þjóðmenningarhúsinu þann 13. septem- ber 2013 af Sigrúnu Harðardóttur, höfundi útsetninganna og Sigrúnu Eðvaldsdóttur, leiðbeinanda verkefnisins“. Sigrún er fædd og uppalin í Mosfellsbæ og hefur stundað fiðlunám frá þriggja ára aldri. Hún hefur margsinnis komið fram í bænum, meðal annars haldið tónleika á Gljúfrasteini. Verkefni Sigrúnar eitt af fimm öndvegisverkefnum þessa árs Tilnefnd til Nýsköpunar­ verðlauna forseta Íslands

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.