Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 21

Mosfellingur - 30.01.2014, Blaðsíða 21
Fréttarit sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ Varmá Heimili: Ásland 3. Starf: Kennari og lýðheilsufræðingur. Fæðingardagur: 19. ágúst 1967. Maki: Sigurður Andrésson byggingameistari. Börn og aldur þeirra: Þorsteinn Már 24 ára, Andrés Leó 17 ára og Snorri Þór 8 ára. Eitt barnabarn. Menntun: Grunn- og framhaldsskólakennari, Mph í lýðheilsufræð- um og diploma í hagnýtri fjölmiðlun. Nemandi í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Félagsstörf: Frá 2010 formaður fjölskyldunefndar og varabæj- arfulltrúi. Bæjarfulltrúi frá janúar 2013. Frá 2008 - 2011 formaður knattspyrnudeildar Aftureldingar. Hugmyndasmiðurinn á bakvið Íþróttafjörið sem er samstarf Ungmennafélags Aftureldingar og Mosfellsbæjar. Einn af stofnendum Erindi - samtaka um samskipti og skólamál, sem hefur farið með verkefnið Ást gegn hatri í fjölmarga skóla landsins. Áhugamál: Fyrir utan stjórnmálin er það fjölskyldan, útivera, ferðarlög, blómlegt mannlíf og skemmtilegur félagsskapur. Tölvupóstur: kolbrunth@mos.is Heimasíða: www.facebook.com/kolbrun3mos Helstu áherslur: Í mínum huga er ekkert sem skiptir okkur Mosfellinga meira máli en að hér verði áfram styrk stjórn sem ber hag Mosfellsbæjar fyrir brjósti og óska ég eftir að fá að vera áfram í þessu góða og trausta liði. Sem formaður fjölskyldunefndar eru áherslur mínar á því sviði, þ.e. að halda áfram að fylgja stefnu Mosfellsbæjar í velferðarmálum. Heimili: Einiteigur 1. Starf: Vöru- og viðskiptastjóri hjá Opnum kerfum ehf. Fæðingardagur: 7. maí 1973. Maki: Bylgja Bára Bragadóttir. Börn og aldur þeirra: Bragi Þór Rúnarsson fæddur 1994 og Birta Rut Rúnarsdóttir fædd 2001. Menntun: Diploma frá Endurmenntun Háskóla Íslands í rekstrar- og viðskiptafræði sem og markaðs- og útflutningsfræði. Félagsstörf: Er formaður þróunar- og ferðamálanefndar Mosfellsbæjar sem og formaður heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis. Sit í stjórn Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi. Hef setið í barna- og unglingaráði hjá ÍR og hjá Aftureldingu. Hef verið formaður þorrablótsnefndar Aftureldingar sl. sjö ár ásamt því að hafa sinnt hinum ýmsu sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið. Áhugamál: Fjöskyldan á hug minn allan í frístundum, sem og flestar íþróttir og útivera eins og t.d. golf, fótbolti og útilegur. Tölvupóstur: runarbg@hotmail.com Helstu áherslur: Ég legg mikla áherslu á það að einstaklingar og fyrirtæki fái að blómsta í Mosfellsbæ. Mosfellsbær þarf að geta þjónað þegnum sínum á þann hátt að þeir geti farið áhyggjulausir í háttinn á kvöldin og vaknað fullir eftirvæntingar til að takast á við daginn. Ferðaþjónustan er sífellt stækkandi og þarf Mosfellsbær að tryggja sýnileika sinn og vera fyrsti kostur yfir áhugaverða staði á Íslandi fyrir ferðamenn. Mosfellsbær er heilsubær og eigum við að gera fólki á öllum aldri kleift að auka heilbrigði sitt og lífsgæði. Ég legg áherslu á að Mosfellsbær verði með bestu skólana, bestu þjónustuna, bestu fyrirtækin og bestu íþróttafélögin. Rúnar Bragi Guðlaugsson gefur kost á sér í 4. sæti Sigurður Borgar Guðmundsson gefur kost á sér í 3. sæti Heimili: Asparteigur 3, 270 Mosfellsbæ. Starf: Sölustjóri hjá Ölgerðinni. Fæðingardagur: 4. janúar 1965. Maki: Gerður Gísladóttir, tónlistarkennari. Börn og aldur þeirra: Karitas 21 árs og Guðmundur Gauti 18 ára. Menntun: Rafiðn og nám í iðnrekstrarfræði. Félagsstörf: Ég hef gegnt eftirfarandi trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn: formaður kjördæmisráðs sjálfstæðisfélag- anna í Suðvesturkjördæmi, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Mosfellsbæ, formaður Sjálfstæðisfélags Mosfellinga, formaður Viljans, félags ungra sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, aðalmaður í íþrótta-, tómstunda- og leikskólanefnd. Áhugamál: Hjólreiðar, skíðamennska, líkamsrækt, garðrækt og ferðalög. Tölvupóstur: sigurdurborgar@gmail.com Helstu áherslur: Ég vil leggja metnað minn í að gera góðan bæ enn betri þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Gæta þess um leið að huga að ólíkum fjölskyldumynstrum og þörfum ólíkra hópa, svo sem ungs fólks og eldri borgara. Tryggja þarf góðan aðbúnað nemenda og kennara í skólum bæjarins. Finna þarf leiðir til að efla íþrótta- og æskulýðsstarf, einkum er snýr að aðstöðumálum. Ég vil efla atvinnustarfsemi í sambandi við sívaxandi fjölgun ferðamanna. Laða að þann mikla fjölda gesta sem fer í gegnum Mosfellsbæ. Það eru ákveðin forréttindi okkar Mosfellinga að búa í nánd við fallegt og einstakt umhverfi. Hlúa þarf að því. Í áframhaldandi skipulagi og uppbyggingu bæjarins þarf að taka mið af þörfum íbúana á hverjum tíma. Viðhalda góðri og skilvirkri stjórnsýslu. Ólöf A. Þórðardóttir gefur kost á sér í 5. sæti Heimili: Brattholt 6e. Starf: Aðalbókari ISS Ísland ehf. Fæðingardagur: 15. október1964. Maki: Pétur R. Pétursson. Börn og aldur þeirra: Björn Hlynur 26 ára og Alexander Glói 18 ára. Menntun: Mannauðsstjórnun í Háskóla Íslands. Félagsstörf: Er í dag formaður Leikfélags Mosfellssveitar sem er eitt öflugasta áhugaleikfélag landsins og ritari BÍL (Bandalag íslenskra leikfélaga). Áður hef ég gegnt hinum ýmsu trúnaðarstörfum fyrir Junior Chamber-hreyfinguna bæði hér á landi og erlendis, m.a. forseti, landsritari og störf í alþjóðlegum verkefnum, hef hlotið senatora- og heiðursfélagaútnefningu frá alþjóðahreyfingunni fyrir mín störf þar. Áhugamál: Fjölskyldan og vinir, leikhúslífið og menning í allri sinni mynd, hönnun og prjón, útivist og ferðalög. Tölvupóstur: lmolof@visir.is Helstu áherslur: Ég legg áherslu á góðan rekstur, skynsamlega uppbyggingu ásamt góðri fjárstýringu. Við búum í bæjarfélagi þar sem haldið hefur verið vel á spöðunum. Menningar-, íþrótta- og tómstunda- starf er í miklum blóma og það er mín einlæga löngun að halda því góða starfi áfram sem hefur verið í gangi undangengin ár. Við þurfum að halda áfram uppbyggingu í öldrunarþjónustu sem við höfum náð að gera svo góð skil. Ég býð mig fram til að leggja hönd á plóg til að gera gott bæjarfélag enn betra. Karen Anna Sævarsdóttir gefur kost á sér í 7. sæti Heimili: Tröllateigur 41. Starf: Nemi og fimleikaþjálfari. Fæðingardagur: 25. júlí 1995. Maki: Ásgeir Elíasson. Börn og aldur þeirra: Engin. Menntun: Nemi við Menntaskólann við Sund. Fimleikaþjálfararéttindi A, B og C. Félagsstörf: Nemendafélag Varmárskóla í 10. bekk. Áhugamál: Hreyfing og flest allt sem tengist íþróttum. Fjölskylda og mannúðarmál o.fl. Tölvupóstur: karenanna95@hotmail.com Helstu áherslur: Ég vil taka þátt í uppbyggingu og vera rödd unga fólksins í bænum okkar. Ég hef mikinn áhuga á að leggja mitt af mörkum til uppbyggingar öflugs íþrótta- og félagsstarfs í bæjarfélaginu sem er nauðsynlegt fyrir börn og unglinga sem eru framtíð okkar Mosfellsbæjar. Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir gefur kost á sér í 3. sæti Auglýsing sjálfstæðisfélag Mosfellinga

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.