Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Blaðsíða 22
22 14. desember 2018VERÖLD UMHVERFISVÆNI RUSLAPOKINN www.igf.is SEGÐ U NE I VIÐ P LAST I Þörungar geta drepið hunda H undaeigendur vita vel að það eru margar hættur sem leynast þar sem hundar eru á ferð enda eru þeir gjarnir á að vilja éta ýmis legt. Það er erfitt að hafa al- gjöra stjórn á hvað þeir láta ofan í sig þegar verið er úti með þá og sérstaklega ef þeir eru ekki í taumi. David O’Connor leyfði Springer Spaniel-hvolpinum sínum, Bell, einmitt að hlaupa lausum um á strönd í Skotlandi þar sem hann býr. Tíkin Bell var níu mánaða og eins og vænta má af hundum á þessum aldri var hún forvitin um umhverfi sitt og hljóp fram og til baka til að skoða það og rannsaka. En hún át líka blá- græna þörunga sem hún fann í fjöruborðinu en þeir geta verið lífshættulegir. Sú var einmitt raunin í þessu tilfelli og aðeins liðu 30 mínútur þar til Bell var dauð. Vefmiðill- inn 24blekinge hefur eftir Ylva Trygger dýralækni að það sé nokkuð algengt að hundar drep- ist úr þörungaeitrun. Blágrænir þörungar innihaldi eitur sem hafi áhrif á taugakerfið og lifrina. David birti færslu á Facebook þar sem hann varar hunda- eigendur við hættunni sem get- ur stafað af þörungum. Trygger segir að gott sé að vera alltaf með vatn meðferðis og gæta þess að hundurinn drekki aðeins ferskvatn en ekki saltvatn og alls ekki éta þang eða fara út í óhreint vatn. n Gluggaþvottamaður hrapaði til bana úr hóteli í eigu Donalds Trump G luggaþvottamaður hrapaði til bana á miðvikudaginn, 12. desember, þegar hann var að þrífa glugga á Trump International-hótelinu í Las Vegas. Hótelið er 64 hæðir og vitni sá manninn hrapa til jarðar og kall- aði eftir hjálp. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úr- skurðaður látinn að sögn Fox News. Ekki liggur ljóst fyrir hversu hátt uppi hann var þegar hann hrapaði. Nú tekur við rannsókn öryggis- eftirlits ríkisins þar sem rannsakað verður hvort öllum öryggisákvæð- um og reglum hafi verið fylgt við vinnu mannsins. Rannsóknin get- ur tekið allt að sex mánuði. n ÞETTA ER NÚ HÆTTU- LEGASTA FÍKNIEFNI BANDARÍKJANNA Þ eim sem deyja í Banda- ríkjunum eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og má að einhverju leyti rekja það til vaxandi vinsælda einnar ákveðinnar og stórhættu- legrar tegundar. Hér er um að ræða ópíóíða- lyfið Fentanyl en nýbirtar töl- ur frá Bandaríkjunum sýna að 18.335 manns dóu árið 2016 eft- ir að hafa tekið of stóran skammt af lyfinu. Ekkert eitt fíkniefni dró fleiri einstaklinga til dauða það ár. Þetta er í fyrsta sinn sem Fentanyl er á toppi þessa skelfi- lega lista en árin 2012 til 2015 var heróín það fíkniefni sem dró flesta til dauða í Bandaríkjun- um. Oxycodone var á toppnum árið 2011. Eins og að framan greinir hafa vinsældir lyfsins farið mjög vaxandi á undanförnum árum. Lyfið er gríðarlega sterkt, marg- falt sterkara en morfín og heróín og örlítill skammtur getur dreg- ið fólk til dauða. Árið 2011 mátti rekja fjögur prósent dauðsfalla af völdum of stórs fíkniefna- skammts til Fentanyl en 29 pró- sent árið 2016. Á listanum, sem nýlega var birtur, kemur fram að tæplega 16 þúsund manns létust af völd- um ofneyslu heróíns og 11 þús- und af völdum kókaíns. n Facebook- færsla Davids. Trump International Hotel Las Vegas. Mynd:Wiki- media Commons
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.