Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Blaðsíða 64
64 14. desember 2018 Tímavélin Á fyrri hluta níunda áratugar­ ins gekk yfir snifffaraldur á Íslandi. Voru það mest­ megnis unglingar sem not­ uðu lím, gas, bensín og fleira til þess að komast í vímu. Afleiðingar sniffs­ ins gátu hins vegar verið lífshættu­ legar og sumir hlutu varanlegan heilaskaða af því. Sniffið hefur aldrei horfið algerlega en hefur þó aldrei náð jafn mikilli útbreiðslu og þá. Að sniffa eter var algeng iðja á bannárunum Bandaríkjunum. Á sjötta áratugnum fór fólk frekar að nota lím, málningu og bensín til að komast í vímu. Á áttunda áratugnum var sniff orðið nokkuð algengt í Skandinavíu og í kringum 1980 var sniffið orðið nokkuð vinsælt hér á Íslandi. Ógerningur að banna Árið 1979 var farið að skrifa um það í íslenskum blöðum að fjórtán ára unglingar væru að sniffa lím. Á níunda áratugnum jókst umfjöll­ unin til muna og náði hápunkti árið 1982. Þann 20. janúar það ár var greint frá því að fjórtán ára ungling­ ur lægi þungt haldinn á gjörgæslu­ deild Borgarspítalans eftir að hafa misst meðvitund við að sniffa. Ekki var vitað hvaða efni hann sniffaði en talið að um lím hefði verið að ræða. Í þeirri frétt var sagt að far­ aldur gengi yfir og ung­ lingar notuðu meðal annars lím, bensín, frostlög, kveikjara­ gas og þynni til þess að kom­ ast í vímu. Var efnið sett í poka og honum haldið upp að vitum. „Þetta er ákaf­ lega erfitt vanda­ mál. Efnin eru svo mörg að það er ógern­ ingur að grípa inn í útbreiðslu þeirra með bönnum. Sniffæði hefur skotið upp kollinum af og til en dettur upp fyrir eins og önnur tískufyrirbæri. Það eina sem hægt er að gera er að auka fræðsluna í þessum efnum og sýna unglingunum fram á að þetta sé stórhættuleg iðja,“ sagði Skúli John­ sen borgarlæknir. Það var einmitt vandamálið. Ung­ lingarnir vissu hreinlega ekki hversu hættulegt þetta var. Í þeirra hugum voru efni ekki eiturlyf ef hægt var að kaupa þau úti í næstu bensínstöð. Í Vikunni þann 11. febrúar þetta sama ár sögðu tvær ungar stúlkur: „Við höfum verið að lesa í blöð­ unum að það geti verið hættulegt að sniffa af gasi og við höfum heyrt að það væri jafnhættulegt og eiturlyf. Er satt að maður geti orðið aumingi eða dáið ef maður sniffar? Við þekkjum nokkra krakka sem sniffa, en höfum eiginlega aldrei gert það sjálfar.“ Bjarni Móhíkani Vorið 1982 kom út kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Rokk í Reykja­ vík. Í frægu viðtali við Bjarna Þóri Þórðarson, Bjarna Móhíkana, ræð­ ir hann sniff. Hann var þá í pönk­ hljómsveitinni Sjálfsfróun, fimmtán ára gamall. Í viðtalinu segir Bjarni frá því hvernig hann útvegaði sér lím og notaði það. „Sniffið byggist eiginlega upp á því að komst í vímu af mismunandi tegundum. Bensíni, þynni, lími. Að­ allega bótalími. Það er hættuleg­ ast en gott að sniffa það. Maður fór næstum yfir um á þessu en núna er ég hættur“ og „Það eru dáldið margir sem eru í gasinu aðallega. Þeir dæla því bara beint ofan í sig. Mér fannst vont að sniffa gas af því að það hafði svo leiðinleg áhrif, líka þynnirinn. Leiðinleg eftirköst. Mað­ ur verður svo ruglaður daginn eftir af þynninum og bensíninu. Maður get­ ur séð ofsjónir af gasinu. Við vorum einu sinni að sniffa og einum okkar fannst eins og það kæmi hlaupandi kall í gegnum augað á sér og ofan í magann. Hann náði honum ekki út en þegar rann af honum sá hann að þetta var bara rugl sem stafaði af sniffinu.“ Í viðtalinu kvartaði hann jafn­ framt yfir því að lögreglan hefði gert lím upptækt þegar hann og félagar hans voru að sniffa á Hlemmi. Þegar þeim hafi gengið illa að útvega sér sniffefni og allar bensínstöðvar lok­ aðar þá hafi þeir gripið til þess ráðs að stela bensíni af bílum. Sniff var gjarnan fyrsta fíkniefnið sem krakkar komust í kynni við, áður en þeir byrjuðu að drekka, reykja og jafnvel leiðast út í harðari eiturlyf. Skýringin var hversu aðgengilegt og ódýrt þetta var. Engu að síður var sniffið gríðarlega alvarlegt út frá heilsufarslegum ástæðum. Margir leituðu frekar í sniffið en áfengi þar sem þeim fannst drykkjan ekki gefa nógu mikla vímu. Ofskynjanir voru miklar hjá krökkunum sem sniff­ uðu. En einnig urðu þeir skapstyggir og uppstökkir. Þeir áttu einnig í sí­ fellt meiri erfiðleikum með að halda einbeitingu og hugsa skýrt. Súrefnis­ skorturinn getur valdið bilunum í öðrum líffærum, svo sem hjarta­ og æðakerfinu. Varanleg áhrif á vitræna getu Snifffaraldurinn rénaði um miðjan níunda áratuginn og hefur komið í smærri bylgjum eftir það. Um miðj­ an tíunda áratuginn og miðjan fyrsta áratug 21. aldarinnar var nokkuð um þetta. Þó aldrei jafn mikið og á árun­ um 1979 til 1986. DV ræddi við Valgerði Rúnars­ dóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ, sem segir að sem betur fer sé sniff óalgengt í dag. „Það eru notuð lífræn leysi­ efni, með sterkri lykt, sem geta ver­ ið róandi og vímugefandi. Þessi efni eru sérstaklega hættuleg fyrir mið­ taugakerfið og heilann. Þetta get­ ur valdið heilaskaða og haft varan­ leg áhrif á vitræna getu. Þetta hefur haft sorglegar afleiðingar í gegnum tíðina.“ Valgerður bendir á að við sniff geti fólk misst meðvitund og þetta geti verið lífshættulegt. Reglulega komi upp tilvik þar sem gaskútur spring­ ur vegna þess að verið sé að sniffa. Í október árið 2008 varð til dæm­ is mikil sprenging í verkfæraskúr í Grundargerði. Þar brenndust fimm unglingar, þrettán til sextán ára, illa og voru færðir á gjörgæsludeild. Höfðu þau kveikt á kveikjara inni í skúrnum eftir að hafa skrúfað frá gasinu. „Það er mjög sjaldgæft að það komi fólk inn til okkar í dag vegna þessarar neyslu,“ segir Valgerður. „Ég man samt eftir einstaka sjúkling­ um hér sem hafa verið með þennan vímuefnavanda.“ n Gamla auglýsingin Vísir 27. febrúar 1937 Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is SNIFF VARÐ AÐ FARALDRI HJÁ UNGLINGUM n Lím, gas og þynnir til að komast í vímu n Heilaskaði og eldhætta „Maður verður svo ruglaður daginn eftir af þynninum og bensíninu Suðurlandsbraut 14 • 108 Reykjavík • Sími 588 0188 • slysabaetur@slysabaetur.is VIÐ SÆKJUM BÆTURNAR Ekki flækja málin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.