Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Blaðsíða 42
Jólablað 14. desember 2018KYNNINGARBLAÐ NÓNA ICELAND: Gullfallegar hekl- og prjónavörur fyrir barnið Hjá barnafatamerkinu Nóna Iceland má eflaust finna þær allra fallegustu og krúttlegustu prjónaflíkur sem Ísland hefur upp á að bjóða. Flíkurnar eru ætlaðar jafnt strák- um sem stelpum á aldrinum 0–8 ára og fást í fallegum mildum litum úr guðdóm- legri merínoull. „Nafnið Nóna kemur úr fjölskyldunni, en gullið hún amma mín sáluga var mikil prjónakona og var alltaf kölluð Nóna. Mamma mín er sömuleiðis fyrirmyndarprjónakona sem og ég sjálf,“ segir Sif Vilhjálmsdóttir, eigandi Nóna Iceland. Að mörgu að huga Sif hannar sjálf þessar fallegu flíkur. Það er að mörgu að huga þegar kemur að því að hanna prjónaða eða heklaða flík. „Það er enginn að finna upp hjólið þegar kemur að prjónahönnun, en þetta tekur allt mjög langan tíma; allt frá því að ég fæ hugmynd í kollinn þangað til flík er fullkláruð og tilbúin í sölu. Það þarf að finna hvaða garnþykkt hentar, lykkju- fjölda, sentimetra og ýmis smáatriði. Svo þarf að fullklára flík og láta barn máta og helst nota í smá tíma til að sjá eig- inleika vörunnar og vita hvort það megi bæta og breyta,“ segir Sif. Vörurnar eru frá því að vera fyrir allra minnstu krílin og upp í átta ára. Sif segist þó framleiða þónokkuð af sérpöntunum fyrir eldri krakka og stundum fyrir fullorðna. Fjölskyldan hjálpast að Nóna Iceland er sannkallað fjölskyldu- fyrirtæki þar sem allir hjálpast að þegar mikið liggur við. „Ég framleiði mestan hlutann ásamt tengdamóð- ur minni. Tengdamamma hefur verið algjör klettur í þessu öllu saman, enda er þetta sameiginlegt áhugamál okkar. Svo hafa foreldrar mínir staðið þétt við bakið á mér frá því að ég byrjaði, sem er algjörlega ómetanlegt. Einnig virkja ég alla í fjölskyldunni þegar það er brjál- að að gera, til dæmis til sauma merki í, verð- og stærðarmerkja vörur og annað smálegt,“ segir Sif. Mjúk og falleg ull Merínoullin kemur af merínokindum sem eru upprunalega frá Spáni. Ullin er fíngerðari en venjuleg ull og stingur ekki. Þess vegna hentar hún einstaklega vel fyrir litla fólkið. Einangrunareiginleikar merínoullar eru einstakir og þar að auki er hún létt og andar vel. Merínoullin er teygjanleg sem fyrirbyggir að flíkur aflagist og krumpist við notkun og hafa viðskiptavinir talað um að flíkurnar hreinlega stækki með barninu. „Dúsk- arnir sem við notum eru úr gervifeldi enda erum við fjölskyldan miklir dýravin- ir,“ segir Sif. Nánari upplýsingar má nálgast á nonaiceland.is Facebook: nonaiceland Instagram: nonaiceland Sími: 770-8121 Netpóstur: nonaiceland@nona- iceland.is n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.