Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Blaðsíða 51
Jólablað 14. desember 2018 KYNNINGARBLAÐ
Vandaðar og persónulegar
jólagjafir frá Purkhús
H já Purkhús fást fallegar og vandaðar vörur sem gaman er að gefa ástvinum í jóla-
gjöf.
Vinsæl keramikdýr
Purkhús selur til dæmis skemmti-
legar keramikvörur í dýrsmyndum
frá Quail Ceramics. Þetta eru vand-
aðar og einstakar vörur handmál-
aðar í Bretlandi. „Ég byrjaði á að
taka þessar vörur inn núna í haust
og þær hafa verið mjög vinsælar og
selst hratt upp. Til dæmis erum við
með blómavasa, veggvasa, salt- og
piparstauka, ýmiss konar ílát, könn-
ur og smjördiska með loki.
Einnig er mikið úrval af salt- og
pipar staukunum, þar á meðal
ýmsar hundategundir og kettir.
Vörurnar hafa verið mjög vinsæl-
ar í jólagjafir enda eru þær mjög
skemmtilegar og öðruvísi. Það er
tilvalið að gefa vini sem á labrador-
hund, salt- og piparstauka sem
eru eins og labradorhundar,“ segir
Sara Björk Purkhús. Quail Ceramics
vörurnar má nálgast á vefsíðu
Purkhús.
Stórskemmtileg kindaveggspjöld
Kostulegu kindaveggspjöldin frá
ByOlafsdóttir eru færeysk hönnun.
Harriet Olafsdóttir er bóndi í Fær-
eyjum og hefur hún tekið myndir af
kindum á bænum sínum og unnið
þær. Hún útbjó einnig blómakórón-
urnar sem kindurnar skarta sjálfar.
Veggspjöldin eru prentuð í Færeyj-
um á afar fallegan og vandaðan
pappír og afhendast í fallegum
pappahólkum og eru því tilvalin
gjöf.
„Það eru líka mjög skemmtilegar
sögur á bak við hverja kind. Bambi
er til dæmis blind kind sem býr á
litla bænum hjá Harriet og fjöl-
skyldu. Áður en hún kom þangað
fannst hún í skurði, öll úti í mold og
varla með lífsmarki. Nú nýtur hún
lífsins sem gæludýr fjölskyldunnar á
Æðuvík í Færeyjum,“ segir Sara. Öll
veggspjöldin má sjá á vefsíðunni.
Veglegir vinningar í boði
Vefverslunin Purkhús heldur úti
stórsniðugu
jóladagatali
fyrir netklúbb-
félaga sína.
Það eina sem
þarf að gera
er að skrá sig í
netklúbbinn og
eru svo dregn-
ir út veglegir
vinningar daglega alveg fram að
jólum. Skráðu þig í netklúbb Purk-
hús á vefsíðu Purkhús og eigðu kost
á að vinna veglega vinninga.
Nánari upplýsingar má nálgast á
purkhus.is
Purkhús er með vörurnar sem
minnst er á í greininni og margt
fleira til sýnis og kaups í glæsilegu
sýningarrými að Ármúla 19, 2. hæð.
Opnunartíma má finna á vefsíðunni
purkhus.is.
Facebook: www.facebook.com/
purkhus/
Instagram: www.instagram.com/
purkhus/ n