Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Blaðsíða 74
74 14. desember 2018
S
kák er vinsæl íþrótt þar
sem skákmenn eru felldir
vinstri hægri án blóðbaðs
þó. Íþróttin hefur í gegnum
tíðina tengst nokkrum morðum og
segir sagan að morð hafi markað
upphaf leiksins á 6. öld á Indlandi.
Samkvæmt þeirri sögu bað
konungur einn þar í landi vitran
mann að hanna herkænskuleik
sem myndi styrkja huga her-
manna hans. Þegar upp var stað-
ið var konungurinn yfir sig ánægð-
ur með útkomuna og spurði þann
vitra hvað hann vildi að launum.
„Þú velur,“ sagði sá vísi.
„Annað hvort gefurðu mér mína
eigin þyngd í gulli eða eitt hrís-
grjón fyrir einn reit á borðinu, tvö
fyrir annan reit og fjögur fyrir þann
þriðja og þannig koll af kolli.“
Konunginum leist vel á hrís-
grjónaleiðina og kaus hana. Um
síðir komst hann að því að ekki
voru nógu mörg hrísgrjón til í
heiminum til að uppfylla skilyrðin.
Sá konungur þá ekki annað í stöð-
unni en að láta taka vitra manninn
af lífi.
Tapsár prins
Árið 800 átti Okarius, prins af Bæj-
arlandi son sem dvaldi við hirð
Pippins frankakonungs. Dag einn
tefldi sonur Pippins við son Okari-
us og laut í lægra haldi fyrir hon-
um. Brást Pippinsson hinn versti
við og sló son Okarius í höfuðið
með grjóti með þeim afleiðingum
að hann lést samstundis.
Banvæn ásökun
Um tvö hundruð árum síðar
áttust þeir við Knútur konungur
ríki og Úlfur jarl. Fannst jarli sem
konungur færi helst til frjálslega
með taflmenn sína á borðinu og
sinnaðist þeim félögum. Ekki
hugnaðist konungi að vera borið
á brýn að hafa haft rangt við og lét
bana Úlfi svo lítið bæri á.
Nágrannaslagur
Í september, árið 2009, játaði
30 karlmaður, David Christian,
að hafa orðið nágranna sínum,
Michael Steward, að bana. Það
sem hófst sem saklaus skák breytt-
ist í harmleik þegar David reiddist
við skákborðið. Í staðinn fyrir að
hrókera … eða eitthvað, kyrkti
hann Michael.
Hann reyndi þó að endur-
lífga nágranna sinn en tókst ekki.
Má kannski segja að þar hafi gilt
reglan „snertur maður, hreyfður
maður“.
Skákborðsmorðin
Eitt frægasta málið snertir rúss-
neskan raðmorðingja, Alexander
Yuryevich Pichushkin, sem
fékk viðurnefnið Skákborðs-
morðinginn. Fórnarlömb hans eru
talin vera allt að 62 talsins, myrt
á árunum 1992–2006, og sagt að
markmið Alexanders hafi verið
að ná einu fórnarlambi fyrir hvern
reit skákborðsins. Ekki gekk það
eftir hjá honum og afplánar hann
nú lífstíðardóm í Rússlandi. n
13. júlí, 1955, endaði enska konan Ruth Ellis ævi sína með snöruna um hálsinn í Halloway-fangelsi í London. Hún var sakfelld fyrir að hafa myrt elskhuga sinn, David Blakely,
10. apríl, 1955, en hún hafði verið handtekinn þann sama dag.
Ruth hafði unnið sig upp úr fyrirsætustörfum, þar sem hún hafði
setið fyrir nakin, í að verða þjónustustúlka í næturklúbbum. Hún
lét ekki staðar numið þar því árið 1953 varð hún framkvæmdastjóri
eins slíks. Hún var umkringd aðdáendum sem gáfu henni dýrar gjafir
og var stundum með fleiri en einn í takinu. Blakely fylgdi fordæmi
hennar og varð Ruth Ellis afbrýðisöm mjög og fannst hún afskipt.
Ruth sat fyrir Blakely kvöld eitt og skaut hann fimm skotum. Fyrsta
skotið geigaði, annað skotið særði Blakely þannig að hann skall
á gangstéttina. Þar stóð Ruth yfir honum og skaut hann þremur
skotum til viðbótar. Það dugði. Ruth var síðasta konan sem var tekin
af lífi á Bretlandseyjum.
EIGUM MARGA
LITI Á LAGER
Nánari upplýsingar á
mt.is og í s: 580 4500
HANNAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VEÐURFAR
ÁLKLÆÐNINGAR
& UNDIRKERFI
SKÁK OG MÁT
n Það er eðli skákar að þar eru menn felldir n Stundum hefur mannfallið orðið utan skákborðsins
„Annaðhvort gefurðu
mér mína eigin þyngd
í gulli eða eitt hrísgrjón fyrir
einn reit á borðinu, tvö fyrir
annan reit og fjögur fyrir þann
þriðja og þannig koll af kolli.
Skákborðsmorðinginn Alexander tókst
ekki að fylla skákborð sitt með fórnarlömb-
um.
Knútur konungur Kærði sig ekki um að
vera brigslað um óheilindi.
Pippin af Bæjara-
landi Sonur hans
tapaði skák með ban-
vænum afleiðingum
fyrir andstæðinginn.