Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Blaðsíða 27
FÓLK - VIÐTAL 2714. desember 2018 þættirnir verða tíu talsins. Hera lofar því að velgengnin á erlendum vettvangi verði ekki til þess að hún hætti að taka við hlut- verkum hérlendis. Hún segir það skipta sig gríðarlegu máli að halda í heimaræturnar og það standi ekki til að það breytist. Skype-símtalið sem breytti öllu Hera segir tilhugsunina um að fá að leika í ævintýramynd frá Peter Jackson hafa verið svo langsótta að hún hafi ekki einu sinni leitt hugann að því. Hún var meðvituð um að framleiðendur myndarinn- ar voru búnir að leita eftir annarri leikkonu til að leika Hester. Hermt er að ráðningarferli Heru hafi verið hið óvenjulegasta, en að endingu hafi fyrri frammistaða leikkonunnar gert að verkum að aðstandendur stórmyndarinn- ar heilluðust af henni og ákváðu að ráða hana. Eins og fréttaveitur hafa greint frá fékk hún hlutverk- ið í gegnum símaforritið Skype í afslöppuðu spjalli, sem leikkon- unni þótti hið undarlegasta. „Þau voru aðallega að selja mér hlutverkið og söguna, á með- an ég bjóst við því að ég væri sú sem þyrfti að sannfæra þau um að ég væri rétta manneskjan,“ segir Hera. „Ég held að þau hafi skoðað það sem ég hafði gert áður og heyrt í fólki sem ég hafði unnið með. Nokkrum dögum síðar var ég svo komin með handritið og til- boð um hlutverkið. Þá þurfti ég allt í einu að ákveða hvort ég ætlaði að hrökkva eða stökkva.“ Kona í karlmannshlutverki Hera segir það vera hægara sagt en gert að samþykkja hlutverk í kvikmynd af þessari stærðargráðu. „Þegar þú tekur að þér svona hlutverk ertu að skuldbinda þig í langan tíma, og hinum megin á hnettinum í þessu tilfelli,“ segir hún. „Þetta er nógu stór ákvörðun ef myndin væri aðeins ein, hvað þá ef þær yrðu fleiri. En á endan- um blasti það við að tækifærið var of stórt til að sleppa því, auk þess þegar ég las handritið og meira um persónuna Hester og bækurn- ar sjálfar gat ég ekki annað en sagt já.“ Leikkonan bætir við að það sé fágætt að túlka jafn margslungna persónu í leiðandi kvenhlut- verki og ekki síður í „blockbust- er“ mynd, sem hún segir ekki ger- ast oft. Hún segir söguþráð Hester Shaw vera í raun vera týpískan og karllægan, í þeim skilningi að erkitýpa af þessari gerð er nær undantekningarlaust leikin af karlmönnum. Aðspurð hvaða helstu áskor- anir hafi fylgt hlutverkinu seg- ir hún þær hafa verið margvís- legar. „Í fyrsta lagi snerist þetta um að skilja hvernig Hester líður og hvernig það er að bera jafn mik- inn andlegan farangur hvert sem maður fer,“ segir Hera. „Einnig var mikilvægt fyrir mig að átta mig á því hvernig er að lifa með einhvers konar útlitsgalla.“ Leikkonan segir þá tilbreytingu kærkomna að stórmynd bjóði upp á aðalpersónu sem er afmynduð í framan. Venjan hefur yfirleitt verið sú að glansinn í bransanum fyrirbyggi slíkt. Hún tekur þó skýrt fram að hún vilji ekki tala um að þetta sé galli heldur í raun og veru karaktereinkenni. „Hester hins vegar upplifir sig sem gallaða og fólk dæmir hana út frá útliti hennar,“ segir Hera. „Ég vildi skilja hvernig það er að lifa án mannlegra samskipta eins og hún gerir og hvaða áhrif það hefur á viðkomandi.“ Hópur með sterkar skoðanir Frá því að fyrsta sýnishorn myndarinnar birtist á veraldar- vefnum hafa aðdáendur skáld- sagnanna verið duglegir að láta í sér heyra varðandi útlit leikkon- unnar. Áðurnefnd ör aðalpersón- unnar hafa þar verið til mikillar umræðu og þær raddir hafa verið háværar að Hera sé einfaldlega of falleg fyrir hlutverkið. Í bókunum er Hester lýst með andlitslömun sem veldur varan- legu hæðnisglotti og lítið er eftir af nefi hennar. Örið fer þvert yfir vinstra auga og hefur mörgum þótt útkoma örsins í kvikmyndinni fara aðeins of fínt í hlutina. Bæði Peter Jackson og Christian Rivers hafa svarað þessari gagnrýni aðdáenda og segja kvikmyndir vera sjónræn- an miðil þar sem ör af þessu tagi eru ekki alltaf áhorfendum bjóð- andi. Leikstjórinn vonast til þess að áhorfendur geti séð myndina fyrst til þess að skilja hvaðan sú ákvörðun, að tóna örið niður, kom. Hera er spurð hvort hún finni fyrir aukinni pressu bókaaðdá- enda og hvernig sú tilfinning sé að takast á við persónu sem fjöldi fólks hefur séð fyrir sér. Hún segist vera alveg meðvituð um þrýstinginn, en henni þyki jafnframt gefandi að vinna að einhverju sem stór hópur fólks á heimsvísu hlakkar til að sjá. „Auðvitað er þetta hópur sem hefur sterkar skoðanir, en við gerðum okkar besta við að halda tryggð við bækurnar. Til dæmis kom höfundur bókanna á sett og var algjörlega hluti af verkefninu frá byrjun,“ segir Hera. Tilfinningin í maganum Hera er ekki mikil áhættuleikkona en hún var hörð á því að líta ekki út eins og þrautþjálfuð hetja sem kynni að berjast eða drepa, heldur venjuleg ung kona sem væri hel- tekin af reiðinni, ofar öllu öðru. „Það var mikilvægt fyrir mig að hún liti þannig út líkamlega, að hún væri manneskja sem gerði mistök þegar kæmi að þessum kúnstum og þess háttar.“ Hera bendir á að í hvaða fagi sem er sé mikilvægt að leyfa sér að vera hræddur. Hjá henni gildi þetta bæði um leikinn og lífið. „Það er sama hversu absúrd heimurinn er, því raunveruleik- inn getur verið fáránlegur, en „Raunveru­ leikinn getur verið fáránlegur Hera bauð fjölskyldunni í bíó. „Það skipt­ ir öllu að vera tengdur við augnablikið Hera með andlitsörið umtalaða.MYND HANNA/DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.