Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Blaðsíða 58
58 FÓLK - VIÐTAL 14. desember 2018 K jartan Þór Kjartansson eða Kjartan á Múla, er vel þekktur meðal hunda- eigenda í Facebook-hópn- um Hundasamfélagið. Þar deilir hann myndum af Bellu sinni sem er glaðlyndur Golden Retriever. Bella er hamingjusamur hundur og Kjartan er umhyggjusamur eigandi. En sagan af því af hverju Kjartan ákvað að fá sér hund og hvaða stefnu líf hans tók eftir þá ákvörðun er hvort tveggja sorgleg og falleg. Sjómaður frá Vestmannaeyjum lendir í slysi Kjartan Þór Kjartansson kemur úr Vestmannaeyjum. Hann er kennd- ur við heimabæinn sinn þar, Múla, Kjartan á Múla, eins og faðir hans á undan honum, og afi hans þar á undan. Kjartan var sjómaður hjá útgerðinni Ós ehf. á skipinu Þór- unni Sveinsdóttur VE í um tuttugu ár. „Ég var sjómaður þar til ég slas- aðist í janúar árið 2014.“ Kjartan var á sjó þegar hann lenti undir grandarakeðju. „Þarna lá ég undir og man eftir að reyna að grípa klemmdu höndina með hinni því ég hugsaði: „Ég verð að ná að ná höndinni svo þeir geti saumað hana aftur á“.“ Höndin var þó enn föst. Kjartan var vel klæddur, enda kaldur janúar á sjó, og fékk hann aðeins nokkrar skrámur útvortis og að auki voru beinin óbrotin. En inn- vortis var önnur saga. „Þar fór allt í sundur. Allt sogæðakerfið ónýtt, allar taugar og vöðvinn. Ég gat ekki hreyft fingurna í ár.“ Stöðugur sársauki Skaðinn var mikill og þótt Kjartan geti í dag hreyft fingurna þá finnur hann stöðugt fyrir miklum sárs- auka. „Í 59 mánuði hef ég ekki fengið einn einasta dag þar sem ég er verkjalaus. Ég er búinn að fara í svo margar aðgerðir og meðferðir að þær eru örugglega orðnar á þriðja eða fjórða tug í heildina. Þær voru all- ar gerðar til að reyna að létta verk- ina. Þegar slysið varð þá sprakk taugastöð og frá þeirri stöð kem- ur sársaukinn, þó að ég finni fyrir honum frá höndinni. Allt tauga- kerfið er brenglað. Ég upplifi til dæmis kulda sem bruna, og ef ég held á hlut í einhvern tíma þá finn ég útlínur hans eftir smá stund í höndinni, sem bruna. Ég á erfitt með að vera í fötum því ég finn til þegar þau nuddast við mig og á dögum eins og þessum þá verð ég einfaldlega að taka ákvörðun um hvort ég vilji finna til vegna þess að fötin nuddast við mig, eða klæða mig minna og finna þá til vegna kulda. Ég finn til á meðan ég VERÐ FRá: 29.900,- JÓLAGJÖFIN í ár? arc-tic Retro Kjartan Þór: „Bella bjargaði lífi mínu“ n Kjartan lenti í sjóslysi n Finnur alltaf til, og skynjar kulda sem bruna n Hundurinn Bella bjargaði lífi hans Erla Dóra erladora@dv.is MYNDIR: HANNA DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.