Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Blaðsíða 54
54 FÓLK - VIÐTAL 14. desember 2018
S
if Sigmarsdóttir er meðal
þekktustu pistlahöfunda
landsins. Hún hefur lengi ver-
ið búsett í Bretlandi og skrif-
ar bækur fyrir börn og unglinga. Ný-
verið gaf hún út bókina Sjúklega súr
saga til að kenna yngri kynslóðinni
sögu Íslands á þeirra forsendum. DV
ræddi við Sif um bókina, æskuna,
stjórnmál og áfallið sem var Brexit.
Fortíðin var súr
„Ég vildi kveikja söguáhuga hjá
krökkum,“ segir Sif. „Ég held að
mjög mörgum krökkum finnist saga
leiðinleg. Það er vel skiljanlegt því að
við förum oft illa með söguna. Þau
sjá þetta sem þurra upptalningu á
atburðum og ártölum. Ég vildi sýna
þeim að sagan er í raun og veru ótrú-
lega skemmtileg.“
Dvínun lestrar hjá börnum og
ungu fólki er alþekkt vandamál og
Sif vill hjálpa til við að sporna við
þeirri þróun. Bækur eru í harðri
samkeppni um tíma barna og ung-
linga við sjónvarp, tölvuleiki og sam-
félagsmiðla.
„Besta leiðin til fá krakka til að
lesa er að bjóða þeim upp á bækur
sem eru skemmtiefni. Eins og góður
sjónvarpsþáttur sem maður gleym-
ir sér yfir. En við höfum hingað til
alltaf verið að segja krökkum hvað
þau hafa gott af því að lesa. Bækur
hafa verið eins og brokkolí. Við troð-
um þeim ofan í kokið á þeim og það
drepur áhugann. Af hverju þurfa
bækur að vera gagnlegar? Ég segi að
markmiðið eigi að vera að börn geti
lesið sér til skemmtunar, þá fylgir
gagnið með.“
Sif fékk skopmyndateiknarann
Halldór Baldursson, samstarfs-
mann sinn af Fréttablaðinu, til að
myndskreyta bókina. Hún segist að-
eins hafa séð bókina fyrir sér með
myndunum hans og ef hann hefði
ekki verið fáanlegur hefði hún aldrei
skrifað hana. Sif segir að bókin sé
fyrir átta ára börn og upp úr. Inni á
milli leynast brandarar sem aðeins
fullorðnir skilja.
Af hverju er sagan sjúklega súr?
„Ég er orðin svo þreytt á fólki sem
segir að allt hafi verið betra í gamla
daga. Svo fallegt og svo saklaust, all-
ir í sauðskinnsskóm og ekkert sjón-
varp á fimmtudögum. En ég held að
ekkert okkar myndi vilja hafa verið
uppi, til dæmis á Sturlungaöld þegar
það ríkti stríðsástand hérna. Ég vildi
setja söguna fram og segja frá því
hvað sagan er í rauninni súr. Í byrj-
un bókarinnar er börnum seld bók-
in sem vopn gegn öllum þeim sem
segja að allt hafi verið betra áður fyrr.
Þetta er gegnumgangandi þema í
bókinni, hvað sagan er súr og hvað
allt var ömurlegt í gamla daga,“ segir
Sif og hlær.
Sif segist einnig hafa viljað setja
Íslandssöguna fram á mannlegan
n Fólk skiptir ekki um stjórnmálaskoðanir n Vændiskona í símaklefa eyðilagði jólin
Nokia 7.1
Með öllu því
nýjasta frá Google
• 12 mp tvöföld
ZEISS myndavél
• full hd+ 5.84” hdr skjár
• 4/64gb minni
ÍMYND
GLÆSILEIKANS
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
Allt var ömurlegt
í gamla daga