Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Blaðsíða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Blaðsíða 80
14. desember 2018 48. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Já, en er hann ekki farinn út? FAGLEG ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF! ÖLL ÞJÓNUSTA Á SAMA STAÐ · SMÍÐAVINNA · MÚRVINNA · MÁLNINGARVINNA HÚSAVIÐGERÐIR ENDURBÆTUR OG NÝSMÍÐI LÓÐAFRAMKVÆMDIR HELLULAGNIR · JARÐVINNA · DRENLAGNIR · HELLULAGNIR · ÞÖKULAGNIR 788 8870 eind@eind.is Nylon-stjarna gengin út E milía Björg Óskarsdóttir er tekin saman við Inga Örn Gíslason. Emilía gerði garðinn frægan á árum áður með stúlkna­ poppsveitinni Nylon. Emilía var með frá stofnun en hætti árið 2007, töluvert á undan hinum meðlimunum. Hún var áður gift flugmanninum Pálma Sigurðssyni og bjó í Reykjanes­ bæ. Þau voru saman frá árinu 2003 og gengu í hjónaband árið 2007. Nú er hún flutt í Norð­ lingaholtið. Ingi Örn er annar tveggja framkvæmdastjóra Íslenskrar verkmiðlunar sem sérhæfir sig í að útvega fyrir­ tækjum starfs­ menn. Líkt og Emilía á hann fortíð í tónlist og gaf út plötu undir lista­ mannsnafn­ inu Ingi. Lítt þekkt ættartengsl Lögfræðingurinn og hjartaskurðlæknirinn Í vikunni var greint frá því að saksóknari í Gautaborg í Svíþjóð hefði ákveðið að hefja rannsókn á máli Paolo Macchiarini skurðlæknis, sem fyrstur framkvæmdi plastbarka­ aðgerð á mönnum. Málið verð­ ur rannsakað sem sakamál en eins og frægt er tengdist Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlækn­ ir málinu. Skjólstæðingur hans, Andemiram Beyene, var sá fyrsti sem lagðist undir hnífinn hjá Ítalanum. Einnig hefur gustað um systur Tómasar, Ingibjörgu Guð­ bjartsdóttur, en þó með óbein­ um hætti. Ingibjörg var á árum áður framkvæmdastjóri gjald­ eyriseftirlits Seðlabanka Íslands og bar meðal annars ábyrgð á umfangsmikilli rannsókn sem beindist gegn meintum svikum Samherja. Bankinn beitti fyrir­ tækið stjórnvaldssekt en sú sekt var dæmd ógild í Hæstarétti á dögunum. Reiði forsvarsmanna Samherja hefur opinberlega beinst gegn Má Guðmundssyni seðlabankastjóra en bak við tjöldin eru þeir ekki síður ósátt­ ir við framgöngu Ingibjargar í málinu. Leigusalinn vill bera Jóhann í Já iðnaðarmönnum út E igendur atvinnuhúsnæðis að Þverholti 18 í Reykja­ vík hafa höfðað mál gegn Jóhanni Jónasi Ingólfssyni, eiganda Já iðnaðarmanna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í þeim tilgangi að fá Jóhann borinn út úr fasteigninni. Jóhann hefur leigt húsið undanfarið undir skrifstofu Já iðnaðarmanna en fram kemur að leigusamningnum hafi verið rift vegna vanefnda. DV hefur fjallað um tvö gjaldþrot rekstrar­ félaga Já iðnaðarmanna undanfar­ in misseri en reksturinn er núna á þriðju kennitölunni. Ekki hefur tekist að birta Jóhanni stefnuna en í Þjóðskrá er hann skráður með óþekkt heimilisfang í Danmörku. Eigendur umrædds húsnæðis í Þverholti eru hjónin Friðrik Skúla­ son og Björg Marta Ólafsdóttir í gegnum félagið Friðrik Skúla­ son ehf. Fasteignin er rúmlega 1.000 fermetrar að stærð, rúmlega 600 fermetra skrifstofurými og 400 fermetra bílakjallari. Skrifað var undir leigusamningin við Jó­ hann í júlí 2017 og var leiguverðið 1.650.000 krónur mánuði. Fast­ eignin var þó aðeins að litlu leyti notuð sem skrifstofa félagsins, þar gistu einnig erlendir verkamenn sem komu til starfa hjá Já iðnaðar­ mönnum. DV fjallaði um alvar­ lega uppákomu í húsnæðinu í júlí í sumar en þá dró egypskur hælis­ leitandi upp hníf í húsnæðinu í kjölfar þess að hann taldi sig vera svikinn um laun. Var sérsveit lög­ reglu kölluð til og handtók mann­ inn. Afbrotaferill Jóhanns er langur. Hann var fyrst dæmdur fyrir þjófn­ að árið 1975 og hefur hlotið á þriðja tug dóma fyrir margs kon­ ar brot, meðal annars nauðgun og fíkniefnainnflutning. Þverholt 18 í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.