Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Blaðsíða 16
16 MENNING 14. desember 2018 F yrir stuttu voru mótmæli og tilheyrandi óeirð- ir í París þar sem fólk í gulum vestum flykktist út á götu og mótmælti hækk- un verðs dísilolíu. Í mót- mælagöngunni og í nágrenni brutu óeirðaseggir rúður versl- ana á Champs-Élysées, eldar voru kveiktir á götum úti (með hjálp elsneytis?) og fólk framdi fjölda ofbeldisfyllri verknaða en að berja í potta og pönnur. Þegar ég las þetta á fréttasíðu í snjallsímanum hugsaði ég með mér, þar sem ég beið eftir vini mínum, í einkabíl mínum sem ég hafði í lausagangi, af því mér var kalt: „hversu aftengdur nú- verandi ástandi þarf maður að vera til þess að mótmæla hækk- un á eldsneytisverði? Ef eitt- hvað á að vera dýrt þá á það að drepa jörðina að kosta morð- fjár“. Vistarverur er áhugaverð ljóðabók eftir skáldið og dokt- orsnema í íslenskum bók- menntum, Hauk Ingvarsson. Hún er eins og myrkur óður til samtímans og þeirrar af- tengingar sem hefur orðið á milli samfélagsins, mannkyns og ástandsins í umhverfismál- um. Við vitum að plastpokinn sem við kaupum á 20 krónur í matvörubúðinni er ógn við umhverfið. Að sama skapi er það vitað að við munum aldrei geta viðhaldið allri þeirri fram- leiðslu á kjöti sem tíðkast í dag og að á einhverjum tímapunkti verðum við að fara að borða skordýr til þess að geta brauð- fætt (eða maurfætt) alla jarðar- búa. Við vitum líka að bílarnir sem við keyrum brenna elds- neyti sem hefur síður góð áhrif á lofthjúpinn. Sama gildir um allar utanlandsferðirnar okkar. Allt það magn gróðurhúsaloft- tegunda sem slapp við gosið í Eyjafjallajökli 2010, var langt- um minna en það sem hefði sloppið við öll þau áætlunar- flug sem var frestað eða aflýst vegna gossins. Svo höfum við fulla vitneskju um áhrif stór- iðjunnar á umhverfið, lofthjúp- inn, hækkun meðalhita jarð- ar, hækkun sjávarmáls og þau ótvíræðu áhrif sem það hefur í för með sér á Golfstrauminn og fleira. Þetta er allt einn vítahring- ur sem þarf að stöðva, en til þess að gera það þarf að taka í taumana. Pólitíkusarnir gera það ólíklega enda leiðir það síður til vinsælda að banna fólki að flytja matvörurnar sín- ar heim í hentugum plastpok- um á einkabíl og fara til Tene í febrúar. Að sama skapi afl- ar það ekki mikilla peninga- styrkja frá stórum fyrirtækjum að banna þeim að losa gróður- húsalofttegundir út í andrúms- loftið. Hver á þá að stöðva þetta kapítalíska hjól dauða og eyði- leggingar? Einstaklingurinn? Í Vistarverum fjallar ljóð- skáldið á áhugaverðan hátt um magnleysi einstaklingsins til þess að gera nokkuð í málun- um og hvernig maður aftengir sig raunveruleikanum til þess að geta haldið áfram daglegu basli með plastpoka dauðans í farþegasætinu fullan af inn- fluttri matvöru í plastumbúð- um, svínapylsu í kjaftinum að rífast við samstarfsfélaga í símanum um uppgang íslam í Evrópu. Við erum öll haldin kvíða- röskun á háu stigi. Vanda- málunum er sópað undir teppi næsta morguns og enginn ger- ir neitt í málunum. Ljóðskáld skrifa magnlausar ljóðabækur sem ná eyrum þeirra sem eru sammála ljóðskáldinu, aðr- ir deila Youtube-myndbönd- um í von um að einhver annar verði fyrir uppljómun og geri eitthvað. Einhverjir predika fyrir kórnum undir formerkj- um bókagagnrýni og hafa 0,4% áhrif. Enn aðrir skipuleggja mótmæli sem fáir mæta á af því það er rigning í desem- ber. En í Frakklandi er hægt að skipuleggja risastór mót- mæli vegna þess að það á að hækka verðið á þeirri iðju að drepa heiminn. Ef þessi ljóða- bók hefði verið píslarvottur eða bílsprengja þá hefði hún fengið fimm stjörnur. n Ritdómur um Vistarverur:: Hamfaraklám og mín eigin hræsni Jóhanna María Einarsdóttir johanna@dv.is Bækur Vistarverur Höfundur: Haukur Ingvarsson Útgefandi:Mál og menning 85 bls. Verðlaunaskáld Norðurlandaráðs, reyfaraprins og nýliði Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum Opið virka daga kl. 10:00 - 18:00 Laugardaga 12:00 - 16:00 F jölbreytni einkenndi niðurstöðu Bóksalaverð- launanna þetta árið, en starfsfólk bókaversl- ana valdi þrjú bestu skáldverk ársins. Í fyrsta sæti er Auður Ava Ólafsdóttir með Ungfrú Ís- land. Í öðru sæti er nýliðinn Fríða Ísberg með hið áhuga- verða smásagnasafn, Kláði. Spennusagnahöfundurinn vin- sæli, Ragnar Jónasson, er síðan í þriðja sæti með hina kynngi- mögnuðu bók, Þorpið. Úrslitin voru kunngjörð í bókmennaþættinum Kiljunni á RÚV. Erlendar smásögur á flugi Meira um bóksalaverð- launin. Smásögur heimsins er merkilegur bókaflokkur frá Bjarti undir ritstjórn Rúnars Helga Vignissonar. Áður hafa komið út smásögur frá Norður- -Ameríku og Suður-Ameríku í bókaflokknum. Núna er komið að Asíu og Eyjahafi. Bókin hlaut önnur verðlaun í flokki þýddra skáldverka í vali starfsfólks bókabúðanna. Þess má geta að þýðendur margra sagnanna eru nemendur í ritlistardeild HÍ.n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.