Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Side 16
16 MENNING 14. desember 2018 F yrir stuttu voru mótmæli og tilheyrandi óeirð- ir í París þar sem fólk í gulum vestum flykktist út á götu og mótmælti hækk- un verðs dísilolíu. Í mót- mælagöngunni og í nágrenni brutu óeirðaseggir rúður versl- ana á Champs-Élysées, eldar voru kveiktir á götum úti (með hjálp elsneytis?) og fólk framdi fjölda ofbeldisfyllri verknaða en að berja í potta og pönnur. Þegar ég las þetta á fréttasíðu í snjallsímanum hugsaði ég með mér, þar sem ég beið eftir vini mínum, í einkabíl mínum sem ég hafði í lausagangi, af því mér var kalt: „hversu aftengdur nú- verandi ástandi þarf maður að vera til þess að mótmæla hækk- un á eldsneytisverði? Ef eitt- hvað á að vera dýrt þá á það að drepa jörðina að kosta morð- fjár“. Vistarverur er áhugaverð ljóðabók eftir skáldið og dokt- orsnema í íslenskum bók- menntum, Hauk Ingvarsson. Hún er eins og myrkur óður til samtímans og þeirrar af- tengingar sem hefur orðið á milli samfélagsins, mannkyns og ástandsins í umhverfismál- um. Við vitum að plastpokinn sem við kaupum á 20 krónur í matvörubúðinni er ógn við umhverfið. Að sama skapi er það vitað að við munum aldrei geta viðhaldið allri þeirri fram- leiðslu á kjöti sem tíðkast í dag og að á einhverjum tímapunkti verðum við að fara að borða skordýr til þess að geta brauð- fætt (eða maurfætt) alla jarðar- búa. Við vitum líka að bílarnir sem við keyrum brenna elds- neyti sem hefur síður góð áhrif á lofthjúpinn. Sama gildir um allar utanlandsferðirnar okkar. Allt það magn gróðurhúsaloft- tegunda sem slapp við gosið í Eyjafjallajökli 2010, var langt- um minna en það sem hefði sloppið við öll þau áætlunar- flug sem var frestað eða aflýst vegna gossins. Svo höfum við fulla vitneskju um áhrif stór- iðjunnar á umhverfið, lofthjúp- inn, hækkun meðalhita jarð- ar, hækkun sjávarmáls og þau ótvíræðu áhrif sem það hefur í för með sér á Golfstrauminn og fleira. Þetta er allt einn vítahring- ur sem þarf að stöðva, en til þess að gera það þarf að taka í taumana. Pólitíkusarnir gera það ólíklega enda leiðir það síður til vinsælda að banna fólki að flytja matvörurnar sín- ar heim í hentugum plastpok- um á einkabíl og fara til Tene í febrúar. Að sama skapi afl- ar það ekki mikilla peninga- styrkja frá stórum fyrirtækjum að banna þeim að losa gróður- húsalofttegundir út í andrúms- loftið. Hver á þá að stöðva þetta kapítalíska hjól dauða og eyði- leggingar? Einstaklingurinn? Í Vistarverum fjallar ljóð- skáldið á áhugaverðan hátt um magnleysi einstaklingsins til þess að gera nokkuð í málun- um og hvernig maður aftengir sig raunveruleikanum til þess að geta haldið áfram daglegu basli með plastpoka dauðans í farþegasætinu fullan af inn- fluttri matvöru í plastumbúð- um, svínapylsu í kjaftinum að rífast við samstarfsfélaga í símanum um uppgang íslam í Evrópu. Við erum öll haldin kvíða- röskun á háu stigi. Vanda- málunum er sópað undir teppi næsta morguns og enginn ger- ir neitt í málunum. Ljóðskáld skrifa magnlausar ljóðabækur sem ná eyrum þeirra sem eru sammála ljóðskáldinu, aðr- ir deila Youtube-myndbönd- um í von um að einhver annar verði fyrir uppljómun og geri eitthvað. Einhverjir predika fyrir kórnum undir formerkj- um bókagagnrýni og hafa 0,4% áhrif. Enn aðrir skipuleggja mótmæli sem fáir mæta á af því það er rigning í desem- ber. En í Frakklandi er hægt að skipuleggja risastór mót- mæli vegna þess að það á að hækka verðið á þeirri iðju að drepa heiminn. Ef þessi ljóða- bók hefði verið píslarvottur eða bílsprengja þá hefði hún fengið fimm stjörnur. n Ritdómur um Vistarverur:: Hamfaraklám og mín eigin hræsni Jóhanna María Einarsdóttir johanna@dv.is Bækur Vistarverur Höfundur: Haukur Ingvarsson Útgefandi:Mál og menning 85 bls. Verðlaunaskáld Norðurlandaráðs, reyfaraprins og nýliði Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum Opið virka daga kl. 10:00 - 18:00 Laugardaga 12:00 - 16:00 F jölbreytni einkenndi niðurstöðu Bóksalaverð- launanna þetta árið, en starfsfólk bókaversl- ana valdi þrjú bestu skáldverk ársins. Í fyrsta sæti er Auður Ava Ólafsdóttir með Ungfrú Ís- land. Í öðru sæti er nýliðinn Fríða Ísberg með hið áhuga- verða smásagnasafn, Kláði. Spennusagnahöfundurinn vin- sæli, Ragnar Jónasson, er síðan í þriðja sæti með hina kynngi- mögnuðu bók, Þorpið. Úrslitin voru kunngjörð í bókmennaþættinum Kiljunni á RÚV. Erlendar smásögur á flugi Meira um bóksalaverð- launin. Smásögur heimsins er merkilegur bókaflokkur frá Bjarti undir ritstjórn Rúnars Helga Vignissonar. Áður hafa komið út smásögur frá Norður- -Ameríku og Suður-Ameríku í bókaflokknum. Núna er komið að Asíu og Eyjahafi. Bókin hlaut önnur verðlaun í flokki þýddra skáldverka í vali starfsfólks bókabúðanna. Þess má geta að þýðendur margra sagnanna eru nemendur í ritlistardeild HÍ.n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.