Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Blaðsíða 8
8 14. desember 2018FRÉTTIR
LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM
Greiðslulausnir tengdar
helstu afgreiðslukerfum
Sjálfstandandi greiðslulausnir
og handfrjálsir posar
Hlíðasmára 12 201 Kópavogi verifone@verifone.is S: 544 5060
Frost í sölu fasteigna í miðbænum
M
ikið framboð er af nýjum íbúðum til sölu
í miðbæ Reykjavíkur og bendir ýmislegt
til að markaðurinn sé mjög hægur, jafn-
vel frosinn. Samkvæmt lauslegri talningu
DV eru um 150 nýjar íbúðir óseldar á fasteignasíð-
um og enn fleiri á leiðinni. Í Hagsjá Landsbankans
í vikunni birtust vangaveltur um hvort verið væri að
byggja of mikið af íbúðum hérlendis, eina ferðina
enn. Margt virðist þó benda til þess að of mikið hafi
verið byggt á röngum stað á höfuðborgarsvæðinu.
74% íbúða óseld
DV tók saman stöðuna á sölu nýrra íbúða í miðbæ
Reykjavíkur. Samkvæmt fasteignasíðum eru fjöl-
margar íbúðir til sölu í alls tíu nýbyggingum, Geirs-
götu 2 og 4, Tryggvagötu 13, Frakkastíg 8C, 8D og
8E, Hverfisgötu 58A, 58B og 94 auk Arnarhlíðar 1
sem tilheyrir Valssvæðinu svokallaða. Alls hafa
217 íbúðir í þessum húsum verið boðnar til sölu
undanfarna mánuði en aðeins 56 eru seldar, ef mið
er tekið af þinglýstum eigendum í Fasteignaskrá.
Það þýðir að 74% íbúðanna eru óseld. Nokkrar
vikur getur tekið að þinglýsa kaupsamningum á
nýjar íbúðir og því eru þessar tölur birtar með þeim
fyrir vara.
Flestir virðast sammála um að mikil umfram-
eftirspurn sé eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu
og nærliggjandi svæðum. Það er því augljóst að
ástæðan fyrir því að íbúðirnar seljast ekki er aðeins
eitt, verðið.
Markaðurinn fyrir fasteignir í miðbænum er
takmarkaður. Út af verðinu er ólíklegt að ungt fólk
sem er að leita að sinni fyrstu eign eigi möguleika
á að kaupa eignir. Þá eru minni líkur en meiri á að
barnafólk hafi áhuga á að búa í slíkum eignum í
miðbænum. Meginuppistaða markaðarins er því
barnlaust fólk í eldri kantinum sem kannski er að
minnka við sig og hugnast það vel að búa í hringiðu
miðborgarinnar.
Fermetraverð eignanna í þessari úttekt DV er frá
rúmlega 600 þúsundum króna og allt upp í tæplega
eina milljón króna. Til samanburðar þarf að leita í
skamma stund til þess að finna nýbyggingar í Graf-
arholti fyrir rúmlega 400 þúsund krónur á fermetr-
ann.
Þá hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir fjárfesta að
talsvert magn af nýbyggingum á enn eftir að koma
inn á markaðinn. Þar má nefna glæsilegar íbúð-
ir við Austurbakka sem og mörg hundruð íbúð-
ir á Valssvæðinu. Þar hafa íbúðir í fjölbýlishúsi við
Arnarhlíð 1 verið í sölu í tæpa átta mánuði en að-
eins 25 af 46 íbúðum hafa selst. n
Arnarhlíð 1. Eigandi: B-reitur ehf.
Hverfisgata 94. Eigendur:
Hverfisstígur ehf. og SA
Byggingar ehf.
Frakkastígur 8C, 8D og
8E. Eigandi: Blómaþing ehf.
Tryggvagata
13. Eigandi: T13
ehf.
Geirsgata 2
og 4. Eigandi:
Reykjavik
Development ehf.
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Geirsgata 2: Ein íbúð seld af 22. Fermetraverð:
780–947 þúsund krónur.
Geirsgata 4: Engin íbúð seld af 28. Fermetraverð:
790–946 þúsund krónur.
Tryggvagata 13: Níu íbúðir seldar af 38. Fermetra-
verð 630–793 þúsund krónur.
Frakkastígur 8C: Fimm íbúðir seldar af 22. Fer-
metraverð 614–787 þúsund krónur.
Frakkastígur 8D: Þrjár íbúðir seldar af 21.
Frakkastígur 8E: Fjórar íbúðir seldar af 8.
Hverfisgata 58A og 58B: Átta íbúðir seldar 16.
Fermetraverð 604–791 þúsund krónur.
Hverfisgata 94: Ein íbúð seld af 16. Fermetraverð
um 620 þúsund krónur.
Arnarhlíð 1: Tuttugu og fimm íbúðir seldar af 46.
Fermetraverð á bilinu 650–740 þúsund krónur.