Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2018, Blaðsíða 14
14 14. desember 2018FRÉTTIR
Bjóðum uppá frítt söluverðmat
Grensásvegi 13, 108 Reykjavík / S: 570 4800
Næsti kafli
hefst hjá okkur
Herbergi hans tæmt án hans vitundar
S
vo virðist sem undirskrifta-
listi 12 starfsmanna hjúkr-
unarheimilisins Kirkjuhvols
hafi nægt bæði stjórnend-
um heimilisins og sveitarstjórn
til að vísa Tryggva Ingólfssyni af
heimilinu þann 27. mars síðast-
liðinn. Samkvæmt yfirlýsingu sem
sveitarfélagið sendi frá sér vegna
málsins kemur fram að sveitar-
félagið beri rekstrarlega ábyrgð á
Hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli
en tekið sérstaklega fram að það
hafi engar faglegar forsendur til
að grípa inn í einstök mál skjól-
stæðinga þess, þó svo að þeir beri
skýra lagalega ábyrgð á að veita
íbúum þjónustu sína.
Í samtali við Ísólf Gylfa Pálma-
son, fyrrverandi sveitarstjóra
Rangárþings eystra gat hann
ekki svarað DV hvort eða hvenær
Landlæknisembættið hafi í sam-
ráði við sveitarfélagið og stjórn-
endur hjúkrunarheimilisins
ákveðið að neita Tryggva um
vistun á hjúkrunarheimilinu.
Samkvæmt yfirlýsingu sveitarfé-
lagsins var sagt að ekki hefði ver-
ið hægt að tryggja öryggi hans og
var því neitað að taka við honum.
Þarna stemma dagsetningar ekki
og virðist Tryggva því hafa verið
vísað ólöglega út af hjúkr-
unarheimilinu án nokkurra
faglegra forsendna eða með vit-
neskju fagaðila. Virðist því sem
undirskriftir starfsmannanna hafi
verið einu forsendurnar fyrir því
að neita Tryggva aftur um vist eftir
meira en tíu ára búsetu þar.
Tryggvi Ingólfsson, sem er
lamaður fyrir neðan háls, hefur í átta
mánuði þurft að dúsa í litlu herbergi
á Landspítalanum í Fossvogi. Áður
hafði hann dvalið við gott atlæti á
dvalar- og hjúkr unarheimilinu á
Kirkjuhvoli á Hvols-
velli í ellefu ár. Í byrjun árs þurfti
Tryggvi að fara í aðgerð á Landspít-
alanum. Á meðan hann var fjarver-
andi skrifaði starfsfólk heimilisins
undir undirskriftalista þess efnis
að það myndi ganga út ef Tryggvi
sneri aftur á Kirkjuhvol. Hefur fjöl-
skylda Tryggva fengið mismun-
andi skýringar á þessum aðgerð-
um starfsfólks, allt frá því að Tryggvi
væri erfiður í samskiptum og ylli
miklu álagi á starfsfólk, yfir í að ekki
væri hægt að tryggja öryggi hans á
Kirkjuhvoli. Hjúkrunarheimilið gat
þó í 11 ár veitt honum þjónustu án
þess að nokkurn tímann hafi verið
rætt að öryggi hans væri ógnað með
veru hans þar.
Í stað þess að dvelja í rúmlega
500 metra fjarlægð frá eiginkonu
sinni þá aðskilja rúmlega 100
kílómetrar þau. Tryggvi dvelur
einn og yfirgefinn á lungnadeild
Landspítalans í Fossvoginum og
getur ekki hitt ástvini sína eins oft
og hann langar. Hann segist upp-
lifa sig sem einskis nýtan pappa-
kassa sem sé hent í geymslu. Fjöl-
skyldumeðlimir telja að um gróft
mannréttindabrot sé að ræða en
engin lausn virðist í sjónmáli.
Kostnaðurinn við dvöl Tryggva
í Fossvoginum er ærinn eða um
350 þúsund krónur á dag.
Tæmdu herbergi hans án hans
samþykkis eða vitundar
Starfsfólk Kirkjuhvols tók sig
saman um miðjan október og
tæmdi herbergi Tryggva án þess
þó að láta hann vita eða fjölskyldu
hans. Aldrei á neinum tímapunkti
var beðið um leyfi hjá Tryggva eða
fjölskylda hans spurð hvort hún
vildi nálgast eigur hans. DV reyndi
ítrekað að hafa samband við for-
stöðumann Kirkjuhvols til að fá
skýr svör um hvort fyrir hafi legið
heimild frá Tryggva til að tæma
herbergið hans. Erfitt var að ná í
forstöðumann Kirkjuhvols, Sól-
veigu Unni Eysteinsdóttur, og
reyndi DV í rúma viku að ná sam-
bandi við hana. Þegar það tókst
var hún spurð hvort Tryggvi hefði
veitt heimild þar að lútandi. „Þarf
ég þess,“ sagði Sólveig.
Mun verða fluttur nauðugur á
hjúkrunarheimili í Reykjavík
Búið er að tilkynna Tryggva að
hann verði fluttur af lungnadeild
Landspítalans þann 3. janúar
næstkomandi á hjúkrunarheim-
ilið Droplaugarstaði í Reykjavík.
Tryggvi segist alls ekki vilja fara
þangað því hann vilji vera nær
fjölskyldu sinni. Samkvæmt ör-
uggum heimildum DV er velferð-
arráðuneytið í samningaviðræð-
um við hjúkrunarheimilið Lund á
Selfossi um að þjónusta Tryggva.
Þær samningaviðræður virð-
ast hafa siglt í strand vegna þess
að upphæðin sem ráðuneytið er
tilbúið að borga vegna Tryggva
er mun lægri en var greitt með
honum á hjúkrunarheimilinu
Kirkjuhvoli. n
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
bjartmar@dv.is
Tryggvi verður fluttur
nauðugur á hjúkrunar-
heimili í Reykjavík
Elísabet,
eiginkona
Tryggva.