Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Blaðsíða 27
FÓLK - VIÐTAL 2728. desember 2018 Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is SKILTAGERÐ Ljósakassar Ljósaskil 3D stafir Hönnun Ráðgjöf Uppsetning Svarthöfði verðlaunar þá sem stóðu sig best á árinu Bygging ársins er án efa bragginn í Nauthólsvík. Það var ekkert til sparað við þá framkvæmd. Voru einnig vinargreiðar og lögbrot góð- ur grunnur að byggingu braggans. Bragginn hefur sýnt okkur hversu mikil spilling getur verið á einum stað. Það sem hann hefur einnig sýnt okkur er að það var augljóslega engum að kenna að hundruð milljóna fóru í vaskinn á kostnað skattborgara. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir að við eigum að læra af þessum mistökum. Mælir Svarthöfði með því að næsta kennslustund borgar- stjóra í klúðri 101 verði aðeins ódýrari fyrir skattborgara landsins. Íbúð ársins Í Maríubaugi í Grafarholti er að finna íbúð ársins en um er að ræða 148 fermetra öryrkjaíbúð sem Inga Sæland, sem er lögblind og fyrr- verandi X-Factor stjarna, en starfar í dag sem for- maður Flokks fólksins, býr í ásamt Óla Má Guð- mundssyni. Inga greiddi aðeins 110 þúsund í leigu á mánuði á sama tíma og mikil bið er eftir íbúðum fyrir öryrkja. Var hún þar með tæpar tvær milljónir í laun. Eitthvað hækk- aði leiga eftir fréttaflutning DV sem hefur þó ekki fengið að sjá hinn nýja samning. Í nóvember keypti Inga sér einbýlis hús sem hún notar þegar hún þarf hvíld frá Maríubaugi enda kallar hún ein- býlishúsið sumarhús. Og í Maríu- baugi heldur Inga svo nokkra hunda þvert á allar reglur og enginn segir neitt. Það eru tveir menn sem hafa gert mikið í því að gefa femínisma byr undir báða vængi. Það eru Harmageddonbræðurnir Frosti Loga- son og Máni Pétursson. Þeir hafa barist ötullega fyrir því að vekja athygli á framtakinu #Karlmennskan og baráttu Hildar Lilliendahl Viggósdóttur fyrir heimi án feðraveldis og í hvert sinn sem þeir tala vex femínistum ásmegin. Svarthöfði telur því að Frosti og Máni séu helstu karlfemínistar landsins. Stráin fyrir utan braggann í Nauthólsvík eru án efa svalasti gróður sem hefur sést á Íslandi. Þau eru ekki bara löng og mjó, heldur gefa þau alveg einstakan strandblæ. Stráin eru höfundarréttarvarin og flutt inn frá Danmörku, alls kostaði það 1,4 milljónir að fá þau á staðinn. Því eru þau miklu svalari en þetta auma melgresi sem vex úti um allt. Þeir Björn Leví Gunnarsson og Brynjar Níelsson minna meira á Tomma og Jenna en háttvirta þingmenn. Birni Leví, líkt og músin Jenni, hefur rækilega tekist að espa upp Sjálfstæð- ismenn með tali um spillingu og aksturskostnað. Brynjar, líkt og kötturinn Tommi, eltir mál- flutning Björns Levís á rönd- um og segir honum til synd- anna, kallar hann teknókrata og niðursetning sem vanvirði Alþingi með skóleysi sínu. Það er ekkert fyllerí í Íslandssögunni jafn frægt og umtalað og fylleríið sem fjórir þingmenn Miðflokksins og tveir þingmenn Flokks fólksins fóru á þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Þetta var hópur sem hittist víst reglulega og ætlaði bara aðeins að sumbla á meðan þingið var að tala um eitthvað leiðinlegt. Algjörlega öllum að óvörum byrj- aði allt í einu að heyrast tal um tíkur, kuntur, apa og sendiherrastöð- ur. Þessu náði Soros á upptöku og lak í fjölmiðla. Það var nóg af kosningalof- orðum í sveitarstjórnarkosn- ingunum síðasta vor, enda allt of mikið af flokkum í framboði að mati Svarthöfða. Var það minnst Karlalista ofaukið. Lof- orð ársins var klárlega hraða- myndavélaloforð Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, odd- vita Borgarinnar okkar. Hún lofaði kjósendum að ef hún yrði kosin til valda þá yrði sett hraðamyndavél í Álmgerði. Það mun vera gatan við hliðina á heimili Sveinbjargar Birnu. Það gerist varla herramannslegra en þegar Sigmundur Davíð hringdi í Freyju Haraldsdóttur og útskýrði hvernig hún hefði misskilið upp- nefnið „Freyja Eyja“ sem var endurtekið margoft á fylleríinu fræga á Klaustri bar eða þá að hjólreiðamaður eða stóll hefði verið að gera grín að henni. Freyja tók herramannslega afsökunarbeiðni Sigmund- ar ekki gilda þar sem hann, sem ófatlaður herramaður, hefði verið að útskýra fyrir henni hvað væru fötlunarfordómar og hvað ekki. Flótti ársins Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, á flótta ársins. Eftir að DV birtir fréttir af því að Þórir Stephensen, fyrrverandi dóm- kirkjuprestur, hefði viðurkennt fyrir henni að hafa kynferðislega misnotað barn birtu allir helstu miðlar fréttir um málið. Fjöl- miðlamenn vildu hins vegar heyra í Agnesi en biskup lagði á flótta og neitaði viðtölum. Á flótta sínum gerði hún það góðverk að banna Þóri að starfa fyrir kirkjuna. Búist er við að Agnes komi aftur í leitirnar þegar hún ávarpar þegna landsins um áramót. Bygging ársins Femínistar ársins Herramaður ársins Gróður ársins Óvinir ársins Fyllerí ársins Kosningaloforð ársins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.