Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Blaðsíða 89
8928. desember 2018 TÍMAVÉLIN
Hafnargata 19a Keflavík S. 421 4601
Óskar þér og þínum
farsældar á nýju ári
31. desember næstkomandi
klukkan 23.00 - 04.30
verður dansað
inn í nýja árið
GAMLÁRS
PARTÝ
DJ adamis adammix
sér um að halda ykkur dillandi
S
umarið 1967 varð mikil ólga
innan íslensku Þjóðkirkj
unnar þegar hjónavígsla að
sið bahaía fór fram í Árbæjar
kirkju. Sigurbjörn Einarsson bisk
up setti sig upp á móti athöfninni
og Sigurður Pálsson vígslubiskup
sagði að kirkjan væri vanhelguð.
Falleg en framandi athöfn
Þann 17. ágúst árið 1967 greindi
Morgunblaðið frá því að hjón hefðu
verið gefin saman að sið bahaía í
Árbæjarkirkju. Voru þetta Svava
Magnúsdóttir og Fabio Tagliavia
frá Palermo í Ítalíu. Blaðamenn
voru kallaðir til til að vera viðstadd
ir athöfnina og var Ásgeir Einarsson
forstöðumaður til svara um þessi
framandi trúarbrögð sem taldi þá
átján einstaklinga á Íslandi.
Spurðu blaðamenn út í réttar
stöðuna og þótti þeim með mikl
um ólíkindum að parið hefði fengið
heimild fyrir þessu frá Þjóðkirkj
unni. Ásgeir svaraði því að biskup
Íslands hefði sýnt þessum trúar
brögðum mikinn skilning en þjóð
kirkjur annarra landa hefðu minni
samúð með þeim. Hefði biskup til
dæmis veitt góða umsögn þegar
bahaíar sóttu um löggildingu sem
trúfélag.
Um 40 voru viðstaddir athöfn
ina. Fyrst var Fabio leiddur inn og
síðan Svava. Þá lásu þrír tilkvadd
ir upp úr spámannaritum bahaía,
Ásgeir fór með bæn og brúðhjónin
fluttu vitnisburð hvort á sínu tungu
málinu, íslensku og ítölsku. Lásu
þau upp heitorðin og settu upp hr
ingana í kjölfarið. Falleg athöfn og
öll eftir kúnstarinnar reglum.
En það voru ekki allir með bros
á vör þennan dag. Fyrir utan stóð
Lárus Sigurbjörnsson, kirkjuvörður
í Árbæ. Hann sagði við blaðamenn
að sóknarpresturinn hefði gefið
leyfi og tilvonandi hjón sýnt alla til
skilda pappíra. Þrátt fyrir þetta hafi
hann reynt að ná tali af biskupi til
að láta vita en án árangurs. Lár
us hafi því orðið að gefa grænt ljós
á þetta en hafði miklar efasemd
ir enda voru bahaíar taldir skyldari
múslimum en kristnum.
Kirkjan sögð vanhelguð
Degi eftir að giftingin fór fram fékk
Sigurbjörn Einarsson, biskup Ís
lands, að frétta af málinu. Kom þetta
honum algerlega í opna skjöldu.
Sagði hann að ef hann hefði vit
að þetta fyrir fram hefði hann ekki
leyft athöfninni að fara fram innan
veggja kirkjunnar. Hann sagði:
„Bahaítrúflokkurinn er ekki
kristinn trúflokkur og það fólk, sem
í þennan flokk gengur, hefur ekki
aðeins sagt skilið við þjóðkirkjuna
í skipulagslegu tilliti, heldur sagt
skilið við kristna trú. Það hefur full
komið frelsi til þess að sjálfsögðu,
en gerir sér væntanlega grein fyrir,
hvað það er að gera.“
Enn fremur:
„Kirkja, sem er Kristi vígð, verður
ekki léð til athafna á vegum trúar
bragða, sem ekki viðurkenna Krist
eins og kristin kirkja játar hann og
boðar.“
Sigurður Pálsson, vígslubiskup
í Skálholti, var svo miður sín þegar
hann frétti af athöfninni að hann
taldi Árbæjarkirkju vanhelgaða.
Hann sagði:
„Skoðun mín á þessu miðast við
það, hvernig vígslan er skilgreind
en mín tilfinning er sú, að það ætti
að endurvígja kirkjuna. Þetta mál
ber að leggja undir úrskurð bisk
ups Íslands, en ég teldi ástæðu til
að stöðva allar helgiathafnir í kirkj
unni á meðan sá úrskurður liggur
ekki fyrir.“
Einnig voru til þeir prestar sem
sáu ekkert að vígslunni og lýstu
þeir sinni skoðun bæði í blaða
skrifum og úr predikunarstóln
um. Gaf biskup þá út aðra yfirlýs
ingu og sagði Árbæjarkirkja yrði
ekki endurvígð og athöfnin hefði
ekki óhelgað húsið. Slíkt yrði að
eins gert ef eitthvað kæmi upp sem
ógilti upprunalegu vígsluna og væri
matsatriði í hvert skipti. Jafnframt
ítrekaði hann að athöfnin hefði ver
ið „slys“, „vangá“ og „hugsunarleysi“
sem mætti ekki endurtaka sig en
ekki „syndsamlegt athæfi.“ n
BISKUP SAGÐI KIRKJU
VANHELGAÐA VEGNA GIFTINGAR
PENINGAR RUNNU ÚR SKOLPRÆSINU Á ÍSAFIRÐI
n Bahaíapar gift í Árbæjarkirkju
á gólfið til að gera það hálara, en
hún er stórvarasöm. Gunnlaug
ur taldi að færni á borð við hans
væri að deyja út.
„Ákveðin dansstjórn skapar
engin leiðindi. Fólk bara held
ur að því finnist leiðinlegt. Þegar
góður dansstjóri gengur á und
an, skemmtir fólk sér mun bet
ur, og þú mátt skjóta því inn í frá
eigin brjósti að danshúsin eigi
að temja sér notkun dansstjóra
til að allir geti verið ánægðir.“
Gunnlaugur sparaði ekki
stóru orðin um eigið ágæti.
„Þó eru þrír eða fjórir menn,
sem eru eins góðir og ég. Ég
hef fengið orð fyrir að vera takt
fastur, þannig að dömur, sem
ég hef dansað við, hafa sagt það
við mig og ég finn líka undir
eins hvort þær hafa dansað
við einhvern, sem kann gömlu
dansana, eða ekki.“
Eina helstu áskorunina sem
steðjaði að gömlu dönsunum
taldi hann einnig vera aukna
brennivínsdrykkju á skemmtun
um.
„Mér þykir fyrir því að sjá
meira að segja kvenfólkið rorra
um hálffullt. Læknarnir hafa
sagt að gömlu dansarnir séu
besta íþrótt, en það þýðir ekk
ert að iðka íþróttir undir áhrif
um víns.“
Gunnlaugur kom einnig fram
í sjónvarpsviðtali þetta sama ár.
Það var í þættinum Anna í Hlíð
hjá Helga Péturssyni, úr Ríó
Tríó. Sagði hann þar marga unga
menn öfunda sig.
„Það hafa margir ungir menn
komið til mín og óskað þess að
vera orðnir eins og ég. Þess
ir yngri, þó þeir spili gömlu
dansana, þá eru þetta ekki reglu
legir gömlu dansar sem þeir
spila,“ sagði hann með áherslu.
Hvarf sporlaust eftir
læknisheimsókn
Skömmu eftir að Gunnlaugur
kom fram í þessum tveimur
eftirminnilegu viðtölum hvarf
hann sporlaust. Þann 26. nóv
ember (HVAÐA ÁR?) var greint
frá því að leit væri hafi að Gunn
laugi, sem var þá sjötugur og
búsettur í Barmahlíðinni ásamt
öðrum manni.
Fimmtudaginn 25. nóvember
hafði hann komið við á
Landspítalanum. Eftir það fór
hann út að ganga og sást ekki
meir. Um kvöldið fór sá sem
með honum bjó að ókyrrast og
tilkynnti hvarfið. Sagði hann frá
því að Gunnlaugur væri sykur
sjúklingur og hætt við yfirliði.
Væri hann klæddur í gráa úlpu
og með köflóttan hatt.
Björgunarsveitir leituðu
á öllu höfuðborgarsvæðinu,
með fram strandlengjunni og á
slöngubát. Gunnlaugur fannst
hins vegar ekki og var dánar
dagur hans skráður 26. nóvem
ber. Hann var ókvæntur og barn
laus. n
Gunnlaugur Guðmundsson
Kokhraustasti maður landsins.
sem hefði orðið hræddur og
viljað losa sig við þýfi. Um
veturinn var einmitt 3.000
krónum stolið af elliheimili
bæjarins. Seinna var sú hug
mynd slegin út af borðinu því
að sú upphæð sem fannst var
langtum hærri en stolið var
þaðan.
Þá kom önnur hugmynd
fram. Að hér væri á ferðinni
„ruglaður maður“ sem sturt
að hefði peningunum nið
ur í kasti. Lögreglan hóf
rannsókn og leit í húsum
en það reyndist erfitt í ljósi
þess hversu mörg hús áttu
frárennsli að skolpræsinu.
Frekari frásögn af málinu var
ekki reifuð. n