Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Blaðsíða 98
98 28. desember 2018FRÉTTIR - UMMÆLI ÁRSINS
Svefn og heilsa óskar
landsmönnum gleðilegs nýs árs
Sjáumst úthvíld
á nyju ári
Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum
GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBUÐ
Opið virka daga kl. 10:00 - 18:00
Laugardaga 12:00 - 16:00
UMMÆLI ÁRSINS 2018
Árið er senn á enda og ýmislegt eftirminnilegt fékk að
flakka í fjölmiðlum. Sumt til að stuða. Sumt í hálf-
kæringi. Sumt átti aldrei að fréttast. Hér eru nokkur af
eftirminnilegustu ummælum ársins 2018.
„Mér finnst lagið alveg ótrúlega leiðinlegt, því miður“ – Jóhannes
Þór Skúlason
Framlag Íslands til Eurovision fór misvel í landann. Flestir voru sam
mála um að Ari Ólafsson flytti lagið af stakri snilld og ekkert væri upp
á hann að klaga. Hins vegar voru margir á því að lagið væri einfald
lega grútleiðinlegt og ætti engan séns á að komast upp úr riðlinum.
Það reyndist rétt.
„Ég ek á guðs vegum“ – Ásmundur Friðriksson
Akstursmál Ásmundar hafa verið mikið í umræðunni á árinu. Hefur
mörgum fundist þingmaðurinn aka full langt á kostnað skattborgar
anna og skrifað á sig bílferðir sem koma þingstörfunum ekki við. Ás
mundur sagðist aldrei hafa lent í óhappi á ferðum sínum, æki eftir
aðstæðum og væri laginn við það.
„Partýið er búið“ – Vigdís Hauksdóttir
Vigdís lýsti þessu yfir þegar hún boðaði innkomu sína í borgarmálin.
Var hún, sem oddviti Miðflokksins, kjörin borgarfulltrúi í vor. Vigdís
er þekkt fyrir að líða ekkert bruðl með almannafé og hefur hún látið
mikið fyrir sér fara í braggamálinu sem upp kom í sumar.
„Ég vil ekki vera húsþræll“ –
Sanna Magdalena Mörtu-
dóttir
Sanna, frambjóðandi Sós
íalistaflokksins, vakti mikla
athygli fyrir borgarstjórn
arkosningarnar í vor. Þótti
nálgun hennar hispurslaus
og vitnaði hún til að mynda
í Malcolm X máli sínu til
stuðnings. Sanna fékk glimr
andi kosningu og náði örugg
lega sæti í borgarstjórn.
„Eftir flokkinn liggur ekkert“ –
Össur Skarphéðinsson
Össur hefur þótt beittur á rit
vellinum eftir að hann hætti
formlega þátttöku í stjórnmál
um. Þegar ljóst var að Björt
framtíð myndi ekki bjóða fram
krafta sína í sveitarstjórnar
kosningunum í vor ritaði hann
ófagra grafskrift flokksins. Lýsti
hann þessari sögu sem hinni
sorglegustu í síðari tíma stjórn
málum.
„Ókídókí bæjó“ – Garð-
ar „Gæi“ Viðarsson
Þetta voru einu við
brögð Snapchat
stjörnunnar Gæja eft
ir að eiginkona hans,
Anna Björk Erlings
dóttir, var dæmd fyrir
fjárdrátt, skilasvik og
fleira. Gæi er ein vin
sælasta samfélags
miðlastjarna landsins
og kallar sig Icered
neck á Snapchat. Hann
sjálfur var ekki kærður
vegna málsins.
„Konur reyna alltaf að troða
sér þar sem karlmenn vinna“ –
Kristinn Sigurjónsson
Lektor við Háskólann í Reykja
vík olli miklum usla í haust eftir
miður skemmtileg ummæli um
konur á vinnustöðum. Var hon
um í kjölfarið vikið frá störfum.
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is