Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Blaðsíða 66
66 28. desember 2018 Sjónvarpsería Heru slær í gegn Hera Hilmarsdóttir verður fljót að jafna sig á skellinum, stór­ myndinni Mortal Engines, þar sem hún er í lykilhlutverki. Framundan er sjónvarpsserían See sem framleidd er af þungvigtarfólki fyrir Apple TV. Sú sería mun gera það að verkum að stjarna Heru rís hátt á árinu. Arabískur sigur í Eurovision Undankeppni Eurovision verður umdeild og mótmæli vegna fyrir­ hugaðrar þátttöku Íslendinga í úrslitakeppninni í Ísrael verða hávær. Aðstandendur keppn­ innar munu þó láta gagnrýnina sem vind um eyru þjóta og halda ótrauðir áfram. „Íslenska framlag­ ið mun ekki gera neinar rósir líkt og fyrri ár. Það sem mesta athygli vekur er að sigurvegarinn verður af arabísku bergi brotinn.“ Jóhannes Haukur landar stóru hlut- verki Stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson verður enn stærri á árinu. „Það gengur allt upp hjá Jó­ hannesi Hauki og hann á eftir að vekja verðskuldaða athygli fyrir stórt alþjóðlegt verkefni. Hann er með mörg járn í eldinum og ég skynja að hann iði í skinninu með að upplýsa um eitthvert stórt ver­ kefni,“ segir völvan. OMAM skjót- ast (aftur) upp á stjörnuhimininn Þá sér hún íslenska stórhljóm­ sveit komast aftur í sviðsljósið á árinu. „Það hefur lítið farið fyrir Of Monsters and Men undanfarin ár. Hljómsveitin gefur skyndilega út sína þriðja plötu á árinu og slær enn á ný í gegn. Í framhaldinu er boðað til tónleikaferðalags sem er af óþekktri stærðargráðu fyrir ís­ lenska hljómsveit,“ segir völvan. Smjörið drýpur af hverju strái Dáðasti sonur Kópavogs, Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, fer að reyna fyrir sér á erlendum vettvangi. „Pilturinn þráir að verða moldrík­ ur og hann verður það ekki sem íslenskur tónlistarmaður. Hann fer því að herja utan landstein­ anna. Árangurinn í enskumæl­ andi löndum verður ekki merki­ legur en smjörið mun slá óvænt í gegn í Austur­Evrópu.“ Einstakar RVKDTR Völvan sér einnig fyrir sér mikla velgengni Reykjavíkurdætra á ár­ inu. „Sveitin tekur við stórum al­ þjóðlegum verðlaunum í byrjun árs og í kjölfarið opnast fjölmargar dyr. Það er ekki til nein hljómsveit eins og þær í veröldinni. Ég sé fyrir mér að nýtt lag með sveitinni muni slá í gegn á alþjóðavettvangi á næsta ári.“ Ragnar tekur við konungstign Rithöfundurinn Ragnar Jónsson, sem er lögfræðingur í hjáverkum, skákaði metsöluhöfundunum Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur á metsölulista þessara jóla. Bók Ragnars, Þorp­ ið, seldist í bílförmum og völvan sér fyrir velgengni á erlendri grundu. „Þorpið er langbesta bók Ragnars og mun njóta mikillar velgengni erlendis. Sérstaklega í Bretlandi og Þýskalandi. Þá sé ég fyrir mér að næsta bók Ragnars verði enn betri. Hann er að taka við konungs tigninni af Arnaldi,“ segir völvan. Völvuspáin 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.