Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Blaðsíða 94

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Blaðsíða 94
94 SPORT 28. desember 2018 Bjóðum uppá frítt söluverðmat Grensásvegi 13, 108 Reykjavík / S: 570 4800 Næsti kafli hefst hjá okkur Hetjur og skúrkar ársins 2018 Þ að getur verið stutt á milli hláturs og grátur í fót- bolta, líkt og í öðrum íþrótt- um. Smáatriði geta skorið úr um hvort þú verður hetja eða skúrkur. Knattspyrnuárið hef- ur verið skemmtilegt að flestu leyti, íslenskir aðdáendur fengu að upplifa heimsmeistaramótið í fyrsta sinn, úrslitin hefðu mátt vera betri en flestir taka það með sér í sumarlandið að hafa upplifað stærsta sviðið. Erlendis gekk mik- ið á en eins og alltaf, er íslenskt knattspyrnuáhugafólk mikið að fylgjast með enskum fótbolta, þar hefur margt og mikið gerst. Hetj- ur og skúrkar verða til á hverju ári, hverjir sköruðu fram úr og hverjir áttu vont ár. Það er ekki hægt að líta yfir þetta knattspyrnuár án þess að horfa í frammistöðu Kylian Mbappe, leikmanns PSG og franska lands- liðsins. Þrátt fyrir ungan aldur er Mbappe orðinn einn allra besti knattspyrnumaður í heimi, frammistaða hans á heimsmeistara- mótinu var geggjuð þar sem Frakkar unnu þennan eftirsótta titil. Það er ekki langt í að Mbappe taki fram úr Cristiano Ronaldo og Lionel Messi og verði besti knattspyrnumaður í heimi, árið 2019 gæti verið árið þar sem það gerist. Sagan mun dæma hann sem einn ótrúlegasta íþróttamann sögunnar. Ronaldo er 33 ára gamall en hann var besti leik- maður Real Madrid þegar liðið vann meistaradeildina þriðja árið í röð. Hann fór svo á heimsmeistaramótið með Portúgal og setti upp sýn- ingu fyrir alla í fyrsta leik gegn Spáni. Flestir á hans aldri eru hræddir við nýja áskorun en í sumar gekk Ronaldo í rað- ir Juventus og þar hefur hann haldið áfram að vera einn besti leikmaður heims. Ný deild, ný áskorun en samt heldur Ron- aldo áfram að sigra heiminn. Magnaður íþróttamaður. Framherjinn knái hefur að einhverju leyti átt erfitt ár. Meiðsli hafa hrjáð hann en þegar heilsa hans hefur verið í lagi, hefur frammi- staðan verið í heimsklassa. Með Augsburg í Þýskalandi hefur Alfreð raðað inn mörkum þegar heilsan hefur leyft honum það og með ís- lenska landsliðinu hefur uppskriftin verið eins. Alfreð glímdi við meiðsli fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi en þangað mætti hann og stimplaði sig inn með látum. Mark Alfreðs gegn Argentínu er merkilegasta augnablikið á þessu íþróttaári á Íslandi, stærsta sviðið er fyrir stærstu stjörnurnar. Markvörðurinn frá Þýskalandi átti eitt eftirminnilegasta atvik ársins 2018 í fótboltanum. Ætla má að Karius sé enn að hugsa um mistök sín fyrir Liverpool í úrslitum meistaradeildarinnar í maí. Þar gerðist markvörðurinn sekur um dómgreindarleysi sem reyndist Liverpool dýrkeypt. Liverpool hefur ekki unnið stóran titil í mörg ár og þarna sáu stuðningsmenn félagsins möguleika á einum slíkum. Karius var orðinn fyrsti kostur í mark Liverpool en þessi mistök urðu til þess að honum var sparkað burt frá félaginu í sumar, dýrkeypt mistök fyrir alla aðila. Byrjunin fyrir sænska þjálfarann með íslenska landsliðið hefur verið hreint hræðileg, sex leikir og ekki einn sigur. Svakalegur skellur í hans fyrsta leik gegn Sviss og liðið hefur ekki jafnað sig af því. Ham- ren hefur hins vegar verið óheppinn. Honum hefur aldrei tekist að fá alla bestu leikmenn liðsins saman og það munar um það. Hamren fékk erfiða byrjun og frammistaðan á köflum var afar slæm. Ham- ren þarf að eiga góða byrjun á nýju ári ef hann ætlar að ekki að missa starf sitt nokkuð fljótt og örugglega. Bikaróði Portúgalinn missti tökin á sínu liði, Manchester United, árið 2018. Það gerði hann svo rækilega að hann var rekinn seint í desem- ber eftir hörmulega spilamennsku hjá sigursælasta félagi Englands. Mourinho var í vondu skapi stærstan hluta ársins. Liðið féll úr leik í 16 liða úrslitum meistaradeildarinnar gegn Sevilla, tapaði í bikar- úrslitum gegn Chelsea og eftir það fór allt í vitleysu. Mourinho var í stríði við bestu leikmenn liðsins og örlög hans voru ráðin. Mourinho getur þó huggað sig við uppsagnarbréfið en með því fylgdu nokkrir milljarðar í vasa hans. Hetjur ársins 2018: Skúrkar ársins 2018: Kylian Mbappe Cristiano Ronaldo Alfreð Finnbogason Lloris Karius Erik Hamren Jose Mourinho Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.