Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Blaðsíða 90

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Blaðsíða 90
90 28. desember 2018TÍMAVÉLIN F yrri heimsstyrjöldin var blóðug og mannskæð í Evrópu og hafði mikil áhrif á atburði næstu áratuga. Í henni tókust mörg Evrópuríki á og bárust á banaspjót. En það vita kannski ekki allir að um 2,4 millj­ ónir asískra hermanna börðust á evrópsku vígstöðvunum og að 300.000 til 500.000 þeirra féllu, margir þeirra frá Kína. Kínverjar lögðu því sitt af mörkum til að stríðið ynnist en í kjölfar stríðsins töpuðu þeir hinu diplómatíska stríði. Kína, Japan og Indland léku stórt hlutverk í fyrri heimsstyrj­ öldinni sem var háð í Evrópu. Margir Asíubúar og Evrópu búar vita hins vegar ekki um þessa þátttöku Asíuríkjanna í „stóra stríðinu“ eins og það var kallað í Asíu. Stuðningur Asíuríkjanna við Vesturveldin hafði mikil áhrif á þróun Asíu og hvernig hún er í dag. Árið 1917 bauð hið nýja kín­ verska lýðveldi Bretum að senda 96.000 Kínverja til Evrópu til að styrkja breska herinn. Bretar þáðu þetta boð með þökkum og það sama gerðu Frakkar þegar þeim voru boðnir 40.000 Kínverjar til styrktar franska hernum. Kín­ verjarnir voru þó ekki hermenn heldur voru þeir einhvers konar stuðningssveitir við herina, þeir sáu um ýmis störf sem þurfti að sinna til að hermennirnir gætu barist. Þeir fengu laun fyrir störf sín og þeir sáu um þvotta, hlúðu að særðum, sáu um birgðaflutn­ inga og héldu innviðum herjanna gangandi. Þeir sóttu særða og látna á vígvöllinn og fluttu skot­ færi til vígstöðvanna. Japan var rísandi veldi á þess­ um tíma en landið hafði skotist inn í klúbb stórveldanna þegar japanski sjóherinn sigraði þann rússneska 1905 og með því að gera Kóreu að nýlendu 1910. Á síðustu árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var mikilvægt að hafa yfir öflug­ um sjóher að ráða en Bretar voru komnir í þá stöðu að geta ekki lengur varið skip sín fyrir þýskum kafbátum. Japanir sendu því her­ skip til Miðjarðarhafs til að fylgja breskum kaupskipum og það sama var uppi á teningnum á Atl­ antshafi og Kyrrahafi. Skorti reynslu Þegar friður komst á í Evrópu í nóvember 1918 voru bæði Kín­ verjar og Japanir í liði sigurvegar­ anna. En það kom Kínverjum illa að þá skorti reynslu og herstyrk til að koma vel út úr þeim samninga­ viðræðum sem þá hófust. Hers­ höfðingjar og pólitíkusar komust að þeirri niðurstöðu að það væri mikilvægara til langs tíma litið að hafa Japani góða heldur en Kín­ verja. Menn óttuðust að Japan­ ir myndu standa utan við Þjóða­ bandalagið, forvera SÞ, og ekki taka fast sæti í öryggisráði þess ef kröfum þeirra yrði ekki mætt. Það var því gengið að þeim kröfum Japana að þeir fengju að halda þeim svæðum sem Þjóðverjar höfðu hernumið á meginlandi Kína. Þetta varð síðar stuðpúðinn í hernámi Japan á norðurhluta Kína. Kínverjar töpuðu þessu diplómatíska spili því vestræn ríki, þar á meðal Bandaríkin, litu með réttu á Japan sem nýtt her­ veldi á heimsvísu sem væri mikil­ vægt að eiga góð samskipti við. Japanir stóðu stórveldum þessa tíma fyllilega á sporði hvað varð­ aði tækni, stjórnmál, diplómat­ íska hæfileika og getu. Kína var á hinn bóginn veikburða ríki, þar ríkti ringulreið og samfélagið var óskipulagt og í augum Evrópu­ manna líktist það ekki væntan­ legu stórveldi. Þetta var í hróp­ legu ósamræmi við hugmyndir kínversku elítunnar á kínversku samfélagi en hún taldi það vera ævafornt menningarsamfélag sem ætti eðlilega að vera á toppi fæðukeðju hins þekkta heims. Versalasamningurinn hafði því miklar afleiðingar í Kína. Þegar innihald hans lá fyrir brutust út mikil mótmæli í Peking og öðr­ um stórborgum Kína. Í Shanghaí var ráðist á bresku ræðismanns­ skrifstofuna og byggingar sem tengdust Japan á einhvern hátt. Biturleiki og sárindi vegna mis­ heppnaðrar taktíkur í Evrópu varð til þess að þetta nýja, brothætta lýðveldi lét undan og hrundi til grunna. Ný uppreisnarhreyfing leit dagsins ljós og út frá henni urðu síðan til pólitískar hreyfingar sem hafa sett mark sitt á Kína alla tíð síðan. Má þar nefna þjóðernis­ sinnann Chiang Kai­Shek og Mao Zedong með kommúnistana. Samhliða grimmdarlegu fram­ ferði Japana braust blóðugt borg­ arastríð út. Það stóð til 1949 þegar kommúnistar sigruðu og þjóð­ ernissinnar flúðu til Taívan þar sem þeir sitja enn þann dag í dag. En fyrri heimsstyrjöldin hafði ekki aðeins áhrif í Kína því her­ menn frá Indlandi, Víetnam, Kambódíu og fleiri ríkjum börð­ ust í henni. Þeir upplifðu því hryll­ inginn með eigin augum og frétt­ ir bárust til Asíu af átökunum svo almenningur gat fylgst með því sem gekk á. Fram til þessa höfðu nýlenduþjóðirnar verið álitnar yfirburðaþjóðir og eiginlega fyr­ irmyndir elítunnar í Asíu. En nú snerist dæmið við og pólitískir vindar fóru að blása sem kröfðust frelsis frá evrópsku nýlenduherr­ unum. Upp úr þessum jarðvegi varð til hugmyndafræði og stjórn­ málamenn sem mynduðu sjálf­ stæðishreyfingarnar sem kröfðust sjálfstæðis eftir síðari heimsstyrj­ öldina. Versalasamningurinn og fyrri heimsstyrjöldin höfðu því mikil áhrif á þróun mála í Asíu. n „Samhliða grimdar- legu framferði Japana braust blóðugt borgarastríð út Áskriftarklúbbur DV Meðlimir áskriftarklúbbs DV framvísa aðildarkorti sem er í gildi hverju sinni til að nýta sér þau tilboð og fríðindi sem eru í boði hverju sinni fyrir áskrifendur DV. Áskriftarklúbbur Áskriftarklúbbskorti ð gildir til 31.12.201 8 Wizar lock Wizar lock Leður 239.900 kr. Áskriftarklúbbsverð 179.925 kr. Wizard lock Tau 199.900 kr. Áskriftarklúbbsverð 149.925 kr. T I L B O Ð DV O G VO G U E ÁSKRIFTARKLÚBBA- Tilboðið gildir til áramóta. F Y R I R H E I M I L I Ð Síðumúla 30 - Reykjavík / Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri / Sími 462 3504 Kínverjar lögðu sitt af mörkum til að stríðið myndi vinnast n Töpuðu um leið friðnum Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is „Samhliða grimdar- legu framferði Japana braust blóðugt borgara- stríð út Fyrri heimsstyrjöldin Kínverskir túlkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.