Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Blaðsíða 88

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Blaðsíða 88
88 28. desember 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginMorgunblaðið 18. desember 1913 Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Ég hef verið talinn einn besti dansstjóri sem völ er á Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt KONUNGUR GÖMLU DANSANNA HVARF SPORLAUST S jálfsagt hefur aldrei verið uppi kokhraustari maður á Íslandi en Gunnlaugur Guðmundsson, meistari gömlu dansanna. Gunnlaugur kom frá Vopnafirði og stýrði döns- um á skemmtistöðum í Reykjavík um áraraðir. Hann hafði sterkar skoðanir á dönsunum og þróun þeirra til hins verra. Jafnframt var hann ákaflega sannfærður um eigið ágæti og viðraði það í viðtöl- um. Gunnlaugur hvarf sporlaust einn daginn. Hætt kominn póstburðarmaður Gunnlaugur Guðmundsson var fæddur milli jóla og nýárs árið 1905 ásamt tvíburabróður sínum Ásgeiri. Þeir ólust upp á bænum Ásbrandsstöðum við Vopnafjörð. Ásgeir og önnur systkini Gunn- laugs tóku við búskapnum á bænum og Gunnlaugur bjó þar framan af. Gunnlaugur stundaði hefðbundin bústörf en var einnig bifreiðarstjóri. Bifreiðar voru fá- tíðar á Íslandi á þessum árum, sérstaklega á Austurlandi. Gunnlaugur sinnti meðal annars póstþjónustu í sveitinni og það gat verið hættulegt starf. Stundum fór hann á hestbaki eða gangandi á milli staða. Í eitt skipt- ið munaði litlu að Gunnlaugur yrði úti í stórhríð nálægt bænum Hlíðarhúsi í Jökulsárhlíð. Frá Ásbrandsstöðum kom þjóðlegt fólk og gegnheilt Fram- sóknarfólk. Gunnlaugur var þar engin undantekning. Hann var mikill samkvæmismaður og eld- heitur í gömlu dönsunum. Ekki leið á löngu þar til hann var far- inn að stýra gömlu dönsunum í félagsheimilum á Austurlandi. Árið 1942, þegar Gunnlaugur var 36 ára gamall, fluttist hann að bænum Hjarðarhaga í Jökuldal. Hann átti þá nýja bifreið og sinnti akstri þar í alls þrettán sumur. Þennan tíma starfaði hann jafn- framt sem meðhjálpari og hringj- ari í Hofteigskirkju. Vandræðaástand í gömlu dönsunum Árið 1957 fluttist Gunnlaug- ur á mölina og starfaði aðallega við byggingarvinnu í nokkur ár. Eftir það starfaði hann hjá Blikk- smiðjunni Gretti og á sjötugs- aldri fór hann að starfa á Laugar- dalsvellinum. Gunnlaugur hætti ekki að dansa eftir að hann kom til Reykjavíkur heldur miðlaði kunnáttu sinni og reynslu á því sviði til borgarbúa. Á sjöunda áratugnum stýrði hann reglulega gömlu dönsun- um í Góðtemplarahúsinu og Framsóknarhúsinu. Á áttunda áratugnum í Þórscafé. Einnig á skemmtunum í nágrenni Reykja- víkur, svo sem Félagsgarði í Kjós. Undir spiluðu tónlistarmenn á borð við Guðmund Hansen, Guð- jón Matthíasson, Sigmund Júlíus- son, Aage Lorange og Poul Bern- burg. Gunnlaugur hafði sterkar skoðanir á gömlu dönsunum og var ekki bjartsýnn fyrir hönd þeirra á efri árum. Viðraði hann þessar skoðanir sínar bæði í ræðu og riti. Í nóvember árið 1975 var hann í viðtali hjá Dagblaðinu. Þar sagði hann: „Gömlu dansarnir eru orðnir stórskemmdir vegna þess að búið er að bæta inn í þá alls konar toppfígúrum, sem allir taka upp þannig að þessir oflátungar halda að þetta sé fyndið.“ Máli sínu til stuðnings nefndi hann Vínarkrúsinn. Í stað þess að taka hin venjulegu spor til beggja hliða var búið að setja inn milli- snúninga sem ekki áttu heima þar. Taldi hann þetta vandræðaá- stand fyrst og fremst vera hljóm- sveitarstjórunum að kenna og sinnuleysi þeirra gagnvart dans- stjórunum. Væri samskipta- og stjórnleysið orðið svo mikið að pörin dönsuðu ekki einu sinni sama dansinn. Eitt par dansaði kannski vals, annað marsúrka og það þriðja ræl, allt undir sama laginu. Þetta skapaði eitt allsherj- ar öngþveiti á dansgólfinu. Meira að segja kvenfólkið farið að drekka „Ég hef verið talinn einn besti dansstjóri, sem völ er á og vil nefna sem dæmi að fyrir þremur árum stjórnaði ég dansi sjö kvöld í röð í Ingólfskjallaranum og fólk er enn þá að hæla mér fyrir mína stjórn. Góður dansstjóri eins og ég gengur á undan með góðu fordæmi, dansar á undan fólk- inu svo það sjái hvað á að dansa og hann á að sjá um að fólk dansi ekki annað en það sem sagt er fyr- ir,“ sagði hann. Að mati Gunnlaugs var það hlutverk dansstjórans að sjá um að fólk skemmti sér vel og færi ánægt heim. Undirstöðuatriði í því væri röggsöm dansstjórn, kunnátta fólks og hált gólf. Stýrði hann danspörum með harðri hendi og setti grófmalaða bórsýru n Setti bórsýru á gólfið n Ómögulegt að dansa undir áhrifum Í búar á Ísafirði voru gátt- aðir þegar peningaseðlar tóku að streyma út um skolpræsi bæjarins og út í fjöruna. Þjóðviljinn greindi frá því að börn hefðu fund- ið seðlana og lögregla væri að rannsaka málið. Annaðhvort væri um að ræða hræddan þjóf eða ruglaðan mann. Mörg þúsund krónur Það var í marsmánuði árið 1961 sem börn á Ísafirði fundu fyrstu peningaseðlana. Þeir höfðu verið rifnir áður en þeim hafði verið sturtað niður. Börnin fóru með tætta seðla til yfirlögregluþjóns og sögðu hvar þau hefðu fund- ið þá, í fjörunni fyrir neðan Tanga. Við nánari athugun fund- ust fleiri seðlar, aðallega 500 krónu seðlar af eldri gerð. Nam þetta mörg þúsund krónum og voru menn gátt- aðir að einhver hefði sturt- að þeim niður í klósett. Mátti gera ráð fyrir að fleiri seðlar hefðu endað í ræsinu en þeir sem fundust, að einhverjum hefði skolað út í sjó. Lögreglan lagði hald á þá seðla sem hún komst yfir. Ætla mátti þó að börnin hefðu haldið einhverju eftir sjálf. Fyrstu grunsemdir lög- reglunnar voru þær að hér hefði þjófur verið á ferðinni PENINGAR RUNNU ÚR SKOLPRÆSINU Á ÍSAFIRÐI Tvíburar Gunnlaugur og Ásgeir Guðmundssynir frá Ásbrandsstöðum. n Mörg þúsund krónur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.