Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Blaðsíða 16
16 28. desember 2018ANNÁLL - APRÍL
Kosningabarátta,
eldsvoði og flótti Sindra
Sturla Sigurgeirsson, karlmaður
á sextugsaldri, er dæmdur í fimm
mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir að hafa fróað sér í gestamót
tökunni á Hótel Sögu við Hagatorg
í nóvember 2016.
Greint er frá stórbruna í atvinnuhúsnæði
í Garðabæ. Í húsinu er fataverslunin
Icewear til húsa sem og geymsluleigan
Geymslur.is. Húsið brennur til kaldra
kola og fjölmargir Íslendingar tapa
verðmætum sem þeir höfðu kom
ið fyrir í geymslu í húsnæðinu.
Meðal þeirra sem glata verð
mætum eru Björgvin Hall-
dórsson og Sigríður
Beinteinsdóttir.
Ágúst Guðmundsson lýsir
því í viðtali við DV hvernig
honum tókst að
smygla sér út
úr Taílandi og
sleppa þar með
við áratuga
langan fangelsis
dóm. Ágúst átti allt
að þrjátíu ára fangelsisdóm
yfir höfði sér fyrir að ráð
ast á starfsmenn þarlendrar
verslunar með piparúða og
stela sígarettum og freyðivíni.
Ágúst sætti slæmri meðferð
ytra á meðan hann þurfti að
dúsa þar í haldi og var hann
beittur margs konar ofbeldi.
Lögreglan lýsti eftir Sindra
Þór Stefánssyni
sem strauk frá
Sogni þar sem hann sat í gæsluvarð
haldi vegna gagnaversmálsins svokallaða. Um var
að ræða þjófnað á um 600 tölvum. Verðmæti þeirra
var um 200 milljónir króna og eru tölvurnar enn
ófundnar. Flótti Sindra Þórs vakti mikla athygli,
innanlands sem og erlendis, og sérstak
lega sú staðreynd að hann náði að
flýja land í sömu flugvél og Katrín
Jakobsdóttir, forsætisráðherra Ís
lands. Sindri var síðan gripinn í
Amsterdam en réttarhöld yfir hon
um og öðrum sakborningum í mál
inu hafa staðið yfir. Sindri Þór hefur
játað aðild að málinu og er farið fram
á fimm ára fangelsisdóm yfir honum.
Birgitta Jónsdóttir tilkynnir að hún
sé hætt í Pírötum. „Vonsvikin með
stjórnmálin, almenning, kerfið
almennt og Píratar eru ekkert
undanskildir.“
DV birtir umfjöll
un um fjörtíu fjöl
kæra Íslendinga
sem mættu í
swingpartí á ótil
greindum stað
á höfuðborgar
svæðinu.
Fréttir af kosningabaráttu til sveitarstjórna um allt land heltekur apríl
mánuð. Sjálfstæðismenn saka Dag B. Eggertsson og félaga hans í Sam
fylkingunni um að dæla út óhróðri og lygum um Eyþór Arnalds á sam
félagsmiðlum. Á meðan er Dagur brjálaður yfir óvinsældakönnun
Fréttablaðsins. Vilborg Hansen hættir þátttöku í pólitík, þátttöku sem
aldrei hófst út af samskiptaörðugleikum hjá Miðflokknum. Biggi lögga
fer í fýlu því hann fær ekki sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnar
firði og bylting gegn Elliða bæjarstjóra kraumar í Eyjum. Á meðan syngja
Sósíal istar hástöfum: „Hosanna, Hey Sanna Sanna Sanna Hosanna, Hey
Sanna Hosanna.“
Sími. 4524272 / vilko.is
Hafa bakað með
íslendingum
frá 1935