Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Blaðsíða 42
42 28. desember 2018Völvuspáin 2019 Elska að vera þingmenn Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason eru ekki af baki dottnir og munu freista þess að setjast aftur á Alþingi. „Ég finn það sterkt að þeir elska báðir að sitja á þingi, sérstak­ lega Bergþór sem hefur stefnt að því leynt og ljóst allt sitt líf. Það mun því reynast hon­ um erfitt að segja sig frá þingstörfum. Í febrúar/mars munu þeir snúa aftur og treysta á að þjóðin sé farin að hugsa um annað. Ég sé þó fyrir mikil mótmæli vegna endurkomu þeirra, en þeir munu reyna að standa það af sér,“ segir völvan. Liðstyrkurinn sem allir sáu fyrir Miðflokkurinn mun síðan fá liðstyrk næsta haust. Þá munu Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson tilkynna að þeir hafi róið á árabát út í eyðieyju Sigmundar Davíðs, glaðir í bragði. „Það telst þó varla vera spádómur, heldur forms­ atriði,“ segir völvan kímin Vigdís versta martröð borgar- stjórnar Þá mun vegur Vigdís- ar Hauksdóttur vaxa á nýju ári. Hún mun vera óþreytandi að djöflast í borg­ arstjórnarmeirihlutanum og með því vinnur hún sér smátt og smátt inn virðingu pólitískra and­ stæðinga. „Það er mikil orka og dugnaður í kringum Vigdísi þó að hún sé helst til hvatvís og átakasinnuð. En hún er akkúrat það sem borgarstjórn þurfti á að halda og hún mun verða óþreytandi í að velta upp hverjum steini til þess að koma Degi frá völdum. Henni mun takast það að lokum,“ segir völvan. Fjármál vekja upp spurningar Inga Sæland heldur glöð inn í nýtt ár. Klaustursmálið kom á heppilegum tíma fyrir hana. Karl Gauti og Ólafur voru við það að yfirgefa Flokk fólksins en þess í stað gat hún nýtt fárið til þess að sparka þeim kónum á eigin forsendum og skora póli­ tískt snertimark í leiðinni. „Gleði Ingu verður þó skammvinn. Það mun blossa upp gagnrýni á hana í tengslum við fjármál flokks­ ins sem enginn hefur yfirsýn yfir nema hún. Hún mun verða fyr­ ir mikilli gagnrýni vegna þess að hún neitar að láta prókúru flokksreikninganna af hendi. Hún kann vel að meta hinn nýja lífsstíl sinn sem fylgir setunni á Alþingi og í lok árs, þegar fylgi Flokks fólksins verður komið í nýjar lægðir, fer hún að örvænta mjög,“ segir völvan. Hún segist ekki sjá fyrir sér að Inga verði langlíf í pólitík. Vont að skipta engu máli Völvan segir að ládeyða muni einkenna Viðreisn á næsta ári. „Það hefur enginn áhuga á Evrópusambandinu í þessu árferði og flokkurinn á því erfitt með að láta til sín taka. Það versta fyrir stjórnmálaflokk er að skipta engu máli. Úttekt á störfum þingmanna á næsta ári mun verða til þess að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, verður sökuð um að mæta illa og svíkjast þannig um í vinnunni," segir völvan. BILASALA REYKJAVIKUR BILASALA REYKJAVIKUR SÍMI: 587 8888 / BÍLDSHÖFÐI 10 / WWW.BR.IS LEXUS CT200H. Árgerð 2013, ekinn 73 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 2.390.000. Rnr.436005. JAGUAR F-PACE R-SPORT Árgerð 2018, NÝR BÍLL , dísel, sjálfskiptur 8 gírar. Verð 9.390.000. Rnr.435826. LAND ROVER RANGE ROVER SE DYNAMIC Árgerð 2017, ekinn 19 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 9 gírar. Verð 6.900.000. Rnr.435077.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.