Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Qupperneq 42
42 28. desember 2018Völvuspáin 2019
Elska að vera
þingmenn
Gunnar Bragi Sveinsson og
Bergþór Ólason eru ekki af
baki dottnir og munu freista
þess að setjast aftur á Alþingi.
„Ég finn það sterkt að þeir elska
báðir að sitja á þingi, sérstak
lega Bergþór sem hefur stefnt
að því leynt og ljóst allt sitt líf.
Það mun því reynast hon
um erfitt að segja sig
frá þingstörfum.
Í febrúar/mars
munu þeir snúa
aftur og treysta
á að þjóðin sé
farin að hugsa
um annað. Ég
sé þó fyrir mikil
mótmæli vegna
endurkomu
þeirra, en þeir
munu reyna að standa
það af sér,“ segir völvan.
Liðstyrkurinn
sem allir sáu
fyrir
Miðflokkurinn mun
síðan fá liðstyrk
næsta haust. Þá
munu Karl Gauti
Hjaltason og Ólafur
Ísleifsson tilkynna að
þeir hafi róið á árabát út í
eyðieyju Sigmundar Davíðs,
glaðir í bragði. „Það telst þó varla
vera spádómur, heldur forms
atriði,“ segir völvan kímin
Vigdís versta
martröð
borgar-
stjórnar
Þá mun vegur Vigdís-
ar Hauksdóttur vaxa á
nýju ári. Hún mun vera
óþreytandi að djöflast í borg
arstjórnarmeirihlutanum og
með því vinnur hún sér smátt og
smátt inn virðingu pólitískra and
stæðinga. „Það er mikil orka og
dugnaður í
kringum
Vigdísi þó
að hún sé
helst til
hvatvís og
átakasinnuð.
En hún er
akkúrat það sem
borgarstjórn þurfti á að halda og
hún mun verða óþreytandi í að
velta upp hverjum steini til þess
að koma Degi frá völdum. Henni
mun takast það að lokum,“ segir
völvan.
Fjármál vekja upp
spurningar
Inga Sæland heldur glöð inn
í nýtt ár. Klaustursmálið kom
á heppilegum tíma fyrir hana.
Karl Gauti og Ólafur voru við
það að yfirgefa Flokk fólksins en
þess í stað gat hún nýtt fárið til
þess að sparka þeim kónum á
eigin forsendum og skora póli
tískt snertimark í leiðinni. „Gleði
Ingu verður þó skammvinn. Það
mun blossa upp gagnrýni á hana
í tengslum við fjármál flokks
ins sem enginn hefur yfirsýn yfir
nema hún. Hún mun verða fyr
ir mikilli gagnrýni vegna þess
að hún neitar að láta prókúru
flokksreikninganna af hendi.
Hún kann vel að meta hinn nýja
lífsstíl sinn sem fylgir setunni á
Alþingi og í lok árs, þegar fylgi
Flokks fólksins verður komið í
nýjar lægðir, fer hún að örvænta
mjög,“ segir völvan. Hún segist
ekki sjá fyrir sér að Inga verði
langlíf í pólitík.
Vont að skipta
engu máli
Völvan segir að ládeyða muni
einkenna Viðreisn á næsta
ári. „Það hefur enginn áhuga
á Evrópusambandinu í þessu
árferði og flokkurinn á því erfitt
með að láta til sín taka. Það
versta fyrir stjórnmálaflokk er
að skipta engu máli. Úttekt á
störfum þingmanna á næsta ári
mun verða til þess að Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, formaður
Viðreisnar, verður sökuð um að
mæta illa og svíkjast þannig um í
vinnunni," segir völvan.
BILASALA
REYKJAVIKUR
BILASALA
REYKJAVIKUR
SÍMI: 587 8888 / BÍLDSHÖFÐI 10 / WWW.BR.IS
LEXUS CT200H. Árgerð 2013, ekinn 73
Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 2.390.000.
Rnr.436005.
JAGUAR F-PACE R-SPORT Árgerð 2018,
NÝR BÍLL , dísel, sjálfskiptur 8 gírar. Verð
9.390.000. Rnr.435826.
LAND ROVER RANGE ROVER SE
DYNAMIC Árgerð 2017, ekinn 19 Þ.KM,
dísel, sjálfskiptur 9 gírar. Verð 6.900.000.
Rnr.435077.