Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Blaðsíða 58
Sérblað völvunnar 28. desember 2018KYNNINGARBLAÐ Fyrsta skiptið hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda Hver man ekki eftir fyrsta kossinum? Fyrsta deitinu? Runkinu? Eða kynlífinu? Það mun eflaust margt skemmtilegt (eða óskemmtilegt) rifjast upp fyrir áhorf- endum á sýningu leikritsins Fyrsta skiptið, en eins og nafnið gefur til kynna þá fjallar sýningin um fyrstu skiptin og allt það vandræðalega sem fylgir þeim. Leiksýningin Fyrsta skiptið, sem sýnd er í Gaflaraleikúsinu í Hafnar- firði, hefur fengið frábærar viðtökur áhorfenda og hefur selst upp á hverja sýningu á fætur annarri. Uppselt er nú á allar sýningar í desember. Gafl- araleikhúsið heldur áfram sýningum á Fyrsta skiptinu á nýju ári og er nú þegar farið að seljast upp á sýningar í janúar. Sýningin hefur einnig hlotið einróma lof gagnrýnenda og er ekki seinna vænna að næla sér í miða á þessa margrómuðu og fyndnu leik- sýningu! „Fyndnasta sýningin á höfuð- borgarsvæðinu.“ Silja Huldudóttir, Morgunblaðið. „Áhorfendur emjuðu af hlátri og sýningin er sett fram á einstak- lega einlægan og opinskáan hátt.“ Olga Björt Þórðardóttir, Fjarðar- pósturinn „Beinlínis dásamleg leiksýning.“ Silja Aðalsteinsdóttir, TMM. „Fyrsta skiptið er ekki beint þessi Hollywood-sena. Það er mjög óraun- hæft að búast við að allt muni ganga fullkomlega upp í fyrsta sinn sem þú gerir eitthvað,“ segir í viðtali við að- standendur sýningarinnar sem birtist á Babl.is. Leikararnir í sýningunni eru þau Arnór Björnsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Inga Steinunn Henn- ingsdóttir, Mikael Emil Kaaber og Óli Gunnar Gunnarsson. Leikstjóri sýn- ingarinnar er Björk Jakobsdóttir. Verðlaun fyrir að vera skrýtnar Leikararnir hafa allir unnið hörðum höndum að sýningunni í allt sumar frá því þau útskrifuðust úr menntaskóla. Í sýningunni eru þrjú frumsamin lög sem bera titlana Fyrsta skiptið, Þú veist þú ert hrifinn og Sambandsslit. Lögin eru eftir Mikael, Óla og Hall Ingólfs sem pródúsaði lögin. Mikael og Óli hafa áður samið tónlist saman, og Berglind og Inga hafa mikið flippað saman í gegnum tíðina. „Við vorum alltaf með einhver atriði í grunnskóla. Oft mættar upp á svið saman með frumsamin lög um kennara og nemendur.“ Fyrir það fengu stelpurnar verðlaun frá skóla- stjóranum. „Það voru sem sagt verð- laun fyrir að vera skrýtnar. Við erum að leika okkur sjálf í sýn- ingunni, og hoppum svo af og til í leikn- ar senur. Leikritið er byggt á sögum frá okkur og góðum vinum eða sögur sem við höfum heyrt.“ Í sýningunni má til dæmis sjá fyrsta skiptið sem Mikael losaði um brjóstahaldara sem var víst mjög stressandi. „Það er mjög hratt flæði í sýningunni. Við hoppum frá því að vera að spjalla við áhorfendur og yfir í fólk í miðri senu. Við erum líka með abstrakt senur eins og að túlka sleik í dansi eða kynlíf í íþróttum.“ Kynlíf í íþróttum? „Þessar sögur fæða svo af sér leik- rænar senur, það eru ekkert mjög margar senur sem eru beinar reynslu- sögur, þetta er miklu frekar við að taka reynslusögurnar fyrir og gera grín að þeim. Þetta á fyrst og fremst að vera fyndið. Við viljum ekki að fólk haldi að það sé að fara að sitja í tveggja klukku- tíma jafningjafræðslu. Þótt jafningja- fræðslan sé náttúrulega mjög næs.“ Björk leikstjóri segir að hugmyndin hafi komið upp þegar hún safnaði saman krökkunum og bað þau um að byrja að skrifa. „Ég sagði þeim að skrifa bara eitthvað og ekki vera að hugsa textann sem leikrit. Þá komu fram senur sem fjölluðu um þetta, og okkur fannst geggjað að hafa þetta sem heildarkonsept.“ Þegar leikararnir voru fyrst að opna sig um sín fyrstu skipti þá var víst ekki slegist um að fá að byrja. „Við vorum alveg smá hikandi fyrst. Það var alla- vega ekki jafn auðvelt og það er núna.“ En hvað ef „fyrsta skiptið“ mætir á sýninguna? „Fyrsti kossinn hennar Beggu er að vinna í sýningunni. Hann er grafískur klippari. En hann hefur alveg húmor fyrir þessu.“ Fyrsti koss Óla mætti á frumsýninguna. „Það verður bara gaman.“ Fyrsta skiptið sem Arnór stundaði kynlíf er tekið fyrir í sýningunni „en ég er ennþá með þeirri stelpu þannig að ég ætla rétt að vona að hún mæti á sýninguna. Svo er litla frænka mín að fara að mæta á sýninguna og er eitthvað smá stressuð, en þetta verður bara gleði.“ Mikael segir að hann sé hins vegar ekki með neinn úti í sal sem hann þarf að hafa áhyggjur af. „Við erum samt auðvitað öll með ömm- ur og afa að horfa en það eru öðruvísi áhyggjur. Við gerum bara brandara úr því, og segjum alltaf „hæ amma“ þegar við erum nýbúin að gera eitthvað skrýtið og ógeðslegt.“ Voru stressuð yfir að salurinn yrði fullur af reiðum ömmum Nú voru leikararnir og höfundar sýningarinnar augljóslega taugatrekktir áður en þeir vissu hversu góð viðbrögð hún fengi í kjölfarið, en gagnrýnendur hafa keppst við að lofa Fyrsta skiptið. Því það erfiða við að setja upp grínsýn- ingu er að sjálfsögðu að vita ekki hvort hún sé fyndin fyrr en á aðalæfingunni. „Maður vill ekki „jinxa“ eins og Mikki gerir alltaf með því að segja að við þurf- um að taka góða pásu eftir einhvern brandara því það verður hlegið svo mikið. Síðan er Begga alltaf fljót að bæta við „já, eða það verður ekkert hlegið“. Það væri leiðinlegt að fatta daginn fyrir frumsýningu að sýningin er ekkert fyndin. Allir yrðu bara ógeðslega móðgaðir og salurinn fullur af reiðum ömmum.“ Gaflaraleikhúsið sýnir fjölda leik- sýninga ár hvert og er um að gera að næla sér í miða á Fyrsta skiptið, eða fjárfesta í bestu jólagjöf sem hugs- ast getur og kaupa gjafabréf handa einhverjum vel völdum vini eða fjöl- skyldumeðlimi. Nánari upplýsingar um sýningar Gaflaraleikhússins má nálgast á vefsíðu Gaflaraleikhússins, gaflaraleik- husid.is Hvort sem þú ætlar að hlæja að móðgast út af Fyrsta skiptinu þá er hægt að kaupa miða á sýninguna á tix. is eða í síma 565-5900. Gaflaraleikhúsið er að Víkingastræti 2, 220 Hafnarfirði. Netpóstur: midasala@gaflaraleik- husid.is n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.