Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Qupperneq 8
8 15. feb 2019FRÉTTIR Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt SÁTU FYRIR NÍÐINGI DÓTTUR SINNAR Erfitt að vita af honum úti í samfélaginu É g hef of velt fyrir mér hvað væri hægt að gera við svona menn. Hef oft séð fólk koma með alls konar yfir- lýsingar eins og að það myndi stúta þeim sem gerði eitthvað við þeirra börn. Það er mjög auðvelt að segja svona þegar fólk hefur ekki lent í þessum aðstæðum,“ segir Sædís Hrönn Samúels dóttir, móðir stúlku sem varð fyrir kynferðislegri mis- notkun af hálfu fjölskylduvin- ar frá 4 ára til 6 ára aldurs. Ger- andinn hafði áður hlotið dóm fyrir að kynferðisbrot. „Eldri dóttir mín var misnot- uð af vini og skipsfélaga þáver- andi mannsins míns. Hann kom inn í líf okkar á erfiðum tíma og við þökkuðum guði fyrir þenn- an engil í mannsmynd sem okk- ur hafði verið sendur því hann var svo hjálpsamur og tilbúinn að gera margt til þess að hjálpa okkur. Við vorum grunlaus um að hann hefði aðrar ástæður fyr- ir hjálpseminni,“ segir Sædís. Nokkrum dögum fyrir 6 ára afmæli dóttur Sædísar kom í ljós að maðurinn hafði verið að mis- nota nokkrar barnungar stelpur. „Hann endaði svo með að fá dóm fyrir að misnota þrjár af þessum stelpum og dóttir mín var ein af þeim. Hann hlaut fimmtán mánaða dóm fyrir það sem hann sjálfur viðurkenndi að hafa gert þeim. Okkur var sagt á sínum tíma að þegar svona menn viðurkenndu að þeir gerðu börnum eitthvað, þá væri það til að sleppa auðveldlega og að þeir viðurkenndu bara lítið brot af því sem þeir raunveru- lega hefðu gert.“ Meðan á dómsferlinu stóð kom upp úr krafsinu að maður- inn hafði áður hljótið dóm fyrir hrottalegt kynferðisbrot. Þol- andinn í því máli var þroskaskert stúlka sem var búsett í heimabæ hans. „Okkur fannst mjög erfitt að komast að þessu og við urð- um mjög reið. Við hugsuðum um að ef við hefðum vitað af þessum dómi þá hefðum við að sjálfsögðu aldrei leyft honum að koma nálægt börnunum okkar,“ segir Sædís jafnframt. Eftir að maðurinn losnaði úr fangelsi áttu Sædís og þáverandi eiginmaður hennar, og foreldrar hinna þolendanna, erfitt með að vita af honum úti í samfélaginu. Telur vönun ekki duga „Við, og nokkrir aðrir foreldrar, vöktuðum hann í mörg ár og sát- um fyrir honum. Við hringdum í foreldra barna sem við fréttum að hann væri að umgangast. Við urðum létt geðveik.“ Verandi foreldri barns sem hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun, hvað finnst þér að eigi að gera við þessa einstak- linga? Eigum við að læsa þá inni að eilífu eða eigum við að veita þeim meðferð og leyfa þeim að vera úti í samfélaginu? „Það myndi, held ég, lítið stoða að vana þá, því ég held að þetta sé að mestu leyti í hausn- um á þeim. Þeir gætu vel haldið uppteknum hætti. Talaði Kári Stefánsson ekki um að það þyrfti að brennimerkja þá? Ég held að einhvers konar opinbert eftirlit og skrásetning myndi örugglega vera af hinu góða, alla vega hvað varðar raðníðinga.“ n VITUM AÐ 100 PRÓSENT ÖRYGGI ER EKKI TIL Sálfræðingurinn Anna Kristín Newton veitir barnaníðingum meðferð A nna Kristín Newton sál- fræðingur hefur með- al annars veitt dæmdum barnaníðingum meðferð á Litla-Hrauni og sinnt einstakling- um sem leita sér aðstoðar vegna óviðeigandi kynferðislegra hugs- ana og hegðunar. Hún segir miklu máli skipta hvernig rætt er um brot af þessum toga og þau úrræði sem kunna að gagnast. „Virðing fyrir þeim sem að þessum málum koma er lykilatriði í mínum huga. Þá vitum við að einstaklingar sem brjóta gegn börnum eru misleitur hópur og erfitt að leggja hreinar línur í þessum efnum, með tilliti til hvort og þá hvers konar inngrip dregur úr líkum á frekari brotum. „Almennt aðhyllist ég ekki að fólki sé haldið ótímabundið inni á stofnunum fyrir „hugsanleg“ brot, en ég get haft skilning á því að undir sumum kringumstæðum sé það nauðsynlegt. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem er haldið inni á þeim forsendum að þeir kunni að vera hættulegir eru oft á tíðum ranglega metnir. Ég hef meiri trú á að hægt sé í mörgum, þó kannski ekki öllum, tilvikum að mæta þeim með öðruvísi aðhaldi sem heldur þeim og öðrum örugg- um. En við vitum að 100 prósent öryggi er ekki til. Stuðningur, að- hald og eftirlit er almennt fýsilegri kostur.“ Margir hafa einnig kynferðis- legar langanir til fullorðinna Anna Kristín bendir á að barna- girnd sé í eðli sínu talin til hneigð- ar og því erfitt að ætla að lækna hana. „En það skal tekið fram að það er ekki samasemmerki á milli þess að vera með barnagirnd og þess að brjóta gegn barni – við höfum dæmi þess og rannsóknir leiða líkur að því, að mun fleiri hafa kenndir til barna en við héldum, og að það er ekki hægt að sjá að allir þeir einstaklingar séu hættu- legir, það er að segja að þeir brjóti gegn öðrum. Ég vil taka fram að þetta er stór og mikil umræða. Þá má einnig hafa í huga, þegar við erum að tala um þá sem brjóta kynferðislega gegn börnum, að þeir eru haldnir mismikilli barna- girnd. Margir ef ekki flestir sem brjóta gegn börnum hafa líka kynferðis- legar langanir til fullorðinna. Í mínum huga, og annarra held ég sem vinna á þessu sviði, eru þeir ekki allir jafn hættulegir. Rann- sóknir benda til að um það bil 30 prósent kynferðisbrotamanna hafa orðið fyrir kynferðislegri mis- notkun sem börn. En ég vil taka það sérstaklega fram að það er ekki samasem- merki þarna á milli þeirra ung- menna sem verða fyrir misnotkun og þess að verða kynferðisbrota- maður seinna meir. Þá er heldur ekki samasemmerki á milli þess að sýna af sér skaðlega kynhegðun á unglingsárum og þess að verða kynferðisbrotamaður á fullorðins- árum.“ n „Við hringdum í foreldra barna sem við fréttum að hann væri að umgangast Anna Kristín Newton. Ljós- mynd/Skjáskot Youtube. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.