Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Page 24
Heimili og viðhald 15. febrúar 2019KYNNINGARBLAÐ LED HÚSNÚMER: Geta bjargað lífum! Hefur þú einhverntíma keyrt tvisvar sinnum framhjá húsi sem þú varst að leita að af því að það var svo illa merkt, jafn- vel alveg ómerkt? Það er enginn vafi á að hús eru mun verr merkt í dag en þau voru hér áður fyrr. Hagur allra að húsið sé vel merkt Það er líkt og einhver tíska hafi komist í landann að eyða ekki tíma eða fjármunum í merkingar, tíska sem hefur ekki náð að vinna nægi- lega vel gegn. Því það geta flestir verið sammála um að vel merkt hús eru grundvöllur þess að það sé auðvelt að rata. Ekki síst þegar kemur að því að panta leigubíl eða biðja um sjúkrabíl. Það segir sig sjálft að það er í hag sérhvers manns að húsið hans sé vel merkt. Sérsmíðuð LED-húsnúmer LED-húsnúmer er fyrirtaks lausn á þessu vandamáli. „Skiltin eru upp- lýst þannig að húsnúmerið sést úr töluvert meiri fjarlægð en á hefð- bundnum skiltum. Svo skemmir alls ekki fyrir hvað skiltin eru flott. Ég sérsmíða LED-ljósaskilti út frá ósk- um viðskiptavinarins. Ég geri bæði lítil skilti og stór skilti sem henta t.d. íbúðarhúsum og blokkum. Einnig er hægt að hafa nafnið á götunni með og húsnúmerið í tölum eða stafsett,“ segir Böðvar Sigurðsson. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðunni LED Húsnúmer Sími: 775-6080 Netpóstur: ledhusnumer1@ gmail.com n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.