Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 26
Heimili og viðhald 15. febrúar 2019KYNNINGARBLAÐ
NÚS/NÚS:
Heiðarlegt handverk og
náttúrulúxus frá Marokkó
Ein skemmtilegasta verslun á Íslandi, NúsNús, býður upp á gull-fallegar vörur frá Marokkó. Versl-
unin er fjölskyldufyrirtæki í orðsins fyllstu
merkingu. „Við erum í samstarfi við
dóttur okkar, Birtu og Othman, mann-
inn hennar, sem búa í Marokkó með
tvenna tvíbura. Við kynntumst handverki
Marokkómanna í gegnum þau og okkur
datt í hug að Íslendingar kynnu einnig að
meta þessa fallegu muni,“ segir Sigríður
Þóra.
Með tvíburana á bakinu
Samstarfið byrjaði fyrir þremur árum
þegar Birta og Othman ferðuðust um
Marokkó þvera og endilanga með eldri
tvíburastelpurnar á bakinu. Þau fóru
á milli framleiðenda og listamanna og
fylgdust með þeim búa til fallega hand-
gerða muni, sem einkenna marokkóska
menningu. Við kolféllum fyrir hand-
bragðinu, gerðum bein viðskipti við
framleiðendurna og hófum innflutning á
þessum dásamlegu vörum.“
Hamingjuverð!
„Allar vörur í versluninni eru handunnar
úr náttúruefnum og það er dásamlegt
að vera umkringdur svona fallegum og
náttúrulegum vörum alla daga,“ segir
Sigríður Þóra. „Okkar metnaður liggur
í því að versla beint við framleiðendur.
Það tryggir að handverksfólkið fái sann-
gjarnt verð fyrir vöruna. Þar sem við
verslum flestallt milliliðalaust og leggjum
eins lítið á og hægt er, þá náum við að
halda verðinu sanngjörnu. Við köllum
þetta „hamingjuverð“ því það er enginn
að okra á neinum.“
100% náttúrulegar snyrtivörur
„Við flytjum einnig inn náttúrulegar olíur
og krem frá Marokkó. Til að mynda 100%
hreina arganolíu (Argania spinosa). Sjálf
nota ég hana óspart enda má skipta
henni út fyrir svo margar aðrar snyrti-
vörur. Hún virkar sem andlitshreinsir,
hárnæring, andlitskrem, líkamskrem
og margt annað. Einnig erum við með
100% hreint sheasmjör, unnið úr hnetu
sheatrésins (Vitellaria paradoxa). Hrein
guðsgjöf fyrir þurra húð og exem.“
Að vökva húðina með kaktusfræjaolíu
„Svo má ekki gleyma kaktusfræjaolíunni.
Hún er unnin úr fræjum kaktustegundar
(Opuntia ficus indica) sem vex í Marokkó.
Það er magnað að kaktusfræjaolían
inniheldur 150% meira E-vítamín en t.d.
arganolía og því hentar hún einstaklega
vel á húð sem er að eldast. Þegar þú
berð olíuna á þig færðu þá tilfinningu
að þú sért að vökva húðina. Þetta er
kannski ekki skrítið þegar maður hugsar
til þess að kaktus er planta sem þarf að
þola sífellda þurrka. Því þarf hann að
vera sérlega rakadrægur.“
Nánari upplýsingar og vefverslun má
finna á nusnus.is
Instagram: nusnusihus
Facebook: nusnusihus
Funahöfði 17a, 110 Rvk.
Sími: 566-8682
Netpóstur: nusnus@nusnus.is n