Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Page 33
Heimili og viðhald 15. febrúar 2019 KYNNINGARBLAÐ Protektor-þakrennur eru þýsk hágæðavara en þær beygl-ast hvorki né ryðga. Þær eru framleiddar úr pvc-plasti og láta ekki á sjá í rysjóttri íslenskri veðr- áttu. Þessar viðhaldsfríu þakrennur þola UV-geisla og eru höggþoln- ar, þær hafa verið þolprófaðar. Rennurnar eru framleiddar sam- kvæmt DIN-staðli og passa því inn í flest gömul rennustæði. Þ.Þorgrímsson hefur selt Prot- ektor þakrennur í um tíu ár en þessi vara hefur verið á markaðnum í Þýskalandi í um þrjá áratugi. „Þær líta bara út eins og nýmálaðar hvítar rennur og eru alltaf fallegar að sjá,“ segir Þorgrímur Þór Þor- grímsson hjá Þ.Þorgrímsson. Protektor-rennurnar eru til sölu í verslun fyrirtækisins að Ármúla 29. Verslunin er opin virka daga frá kl. 8 til 18. Protektor-þakrennur eru á hagstæðu verði og ávallt til á lager. Laufgildrur koma í veg fyrir skemmdir „Við erum með sýningarrennu hér á staðnum og því geta viðskipta- vinir séð alla fylgihluti. Þar ber hæst laufgildrur sem eru mikið þarfaþing. Það er hvimleitt vanda- mál varðandi þakrennur í dag að þær fyllast af laufi sem fýkur á haustin. Svo liggja laufin í skjóli rennunnar sem fyllist af þeim, síð- an frýs í þessu og skemmdir verða á rennunni, blikkrennur beyglast og plastrennur brotna. En laufgildran liggur á rennunni eins og net yfir henni, þar lendir laufið, það þornar í fyrstu sólarupprás og fýkur síðan burtu. Rennan er því alltaf hrein og fín,“ segir Þorgrímur. Laufgildrurnar er hægt að kaupa sér fyrir Protektor-rennur en þær er geta mögulega passað á aðrar þakrennur með sama sniði og Pro- tektor-rennurnar eru með. Er gildr- an þá einfaldlega klippt til svo hún passi á viðkomandi þakrennu en breidd á rennum er mismunandi. Sjá nánar á vefsíðunni thco. is. Komdu við í Þ.Þorgrímsson að Ármúla 29, fáðu faglega ráðgjöf og nánari upplýsingar um fram- úrskarandi Protektor-þakrennur og laufgildrur. n Viðhaldsfríar þakrennur og laufgildrur sem koma í veg fyrir skemmdir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.