Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Síða 29
Heilsa KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is Á bak við snyrtivöru-merkið Nature Sense er ilmkjarnaolíu- fræðingurinn Jackie Cardoso. Jackie er brasilísk af indíána- ættum og hefur búið á Íslandi síðan árið 1992. Hún hefur frá unga aldri notað og fræðst um lækningarmátt jurta. Árið 2002 fór Jackie af stað með framleiðslu á nátt- úrulegum snyrtivörum undir nafninu Yndisseiður. Jackie hefur einnig menntað sig í nuddi, ilmkjarnaolíufræði, reiki og ýmsum öðrum náttúru- legum meðferðum ásamt því að sækja námskeið erlendis í tengslum við þróun og fram- leiðslu á snyrtivörunum. Vörurnar nutu mikilla vin- sælda og árið 2006 opnaði Jackie verksmiðju ásamt Spa í Kópavogi. Verksmiðjunni var lokað árið 2010 í kjölfar hrunsins. Árið 2012 flutti Jackie til Vestmannaeyja. Upphaflega ætlaði Jackie bara að nudda heima hjá sér en vegna eftirspurnar frá viðskiptavinum hófst fljótlega framleiðsla heima í eldhúsi. Þegar það fór að spyrjast út reyndist eldhúsið heima ekki nóg og smám saman fór framleiðslan að aukast og er í gangi af fullum krafti í dag. Síðustu ár hefur Jackie haldið áfram að þróa og aðlaga vörurnar samkvæmt niðurstöðum nýjustu rann- sókna um hráefni og ný efni og getur nú loksins kynnt fyrir ykkur nýja línu. „Vörurnar er 100% náttúru- legar með engum aukaefnum. Því miður höfum við ekki enn öðlast vegan-vottun en verið er að vinna í því, öll okkar hráefni eru þó vegan og hafa vottun. Því er óhætt að segja að vörurnar okkar séu 100% vegan. Þar sem við erum ennþá lítið fyrirtæki höfum við ekki efni á að nota vistvænar umbúðir, en í stað þess bjóð- um við upp á áfyllingu á allar okkar vörur í verslun okkar í Heilsueyjunni Spa í Vest- mannaeyjum. Við erum að vinna að því að bæta við fleiri sölustöðum, í Reykjavík. Einnig má senda okkur umbúðir til áfyllingar í gegnum póst.“ Í dag er Nature Sense selt í Heilsueyjunni Spa sem stað- sett er í hjarta Vestmanna- eyjabæjar. Þar er hægt að kaupa vörur og áfyllingu eða fá andlits- og líkamsmeðferð þar sem notaðar eru Nature Sense-vörur. Einnig er hægt að kaupa vörurnar í netversl- un sem finna má á heimasíð- unni heilsueyjanspa.is. Heilsueyjan Spa er að Vestmannabraut 28, Vest- mannaeyjum. Sími: 481-1513 Netpóstur: heilsueyj- anspa@gmail.com Fylgstu með á instagram og facebook n NATURE SENSE: Fyrir náttúrulega fegurð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.