Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 2
2 25. jan 2019FRÉTTIR Fæstir áttu von á því að málverk Gunnlaugs Blöndal af berbrjósta konu gæti sært blygðunarkennd neins. Ekki frekar en Venus frá Míló eða Sistínska kapellan. Engu að síður raungerðist það í Seðla- bankanum fyrir skemmstu. DV tók saman fimm önnur listaverk sem særðu blygðunarkennd Íslendinga. Sjálfsfróun á Kjarvalsstöðum Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson vakti furðu og hneykslun margra vegna sýn- ingar sem hann tók þátt í á Kjarvalsstöð- um árið 1998. Í einum salnum var sjónvarp þar sem mátti sjá Egil iðka sjálfsfróun og á einum vegg hékk stór mynd af kynfær- um hans. Berir hippar í Glaumbæ Rokkóperan Hárið var sett upp í Glaumbæ árið 1971. Fullt var út úr dyrum öll kvöld og margir spenntir fyrir að sjá ungu leikarana kviknakta í einu at- riðinu. Ríkisútvarpið veitti þessu „klámi“ enga umfjöllun og Freymóður Jóhanns- son listmálari sagði sýninguna „afar óheppilega fyrir þjóðina.“ Missti reisnina Hafpulsan, stytta eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur, var afhjúpuð í Reykja- víkurtjörn í október síðastliðnum sem framlag til hundrað ára fullveldisafmælis Íslands. Tengdu margir verkið við reistan lim og urðu foj yfir því. Ekki var liðinn mánuður þar til skemmdarverk voru unnin á pulsunni og missti hún þar með reisn sína. Ekki klámmynd Veggfóður erótísk ástarsaga, kvikmynd Júlíusar Kemp frá árinu 1992, fannst mörgum Íslendingum ansi djörf enda eru þar naktir líkamar sýndir á lostafullan hátt. Þurfti Júlíus að koma fram í fjölmiðlum og útskýra að ekki væri um klám- mynd að ræða. Grófur rapptexti Hljómsveitin Tennurnar hans afa gerði garðinn frægan á níunda áratugnum og var brautryðjandi í ís- lensku rappi. Sumarið 1989 gerði lag þeirra La Barna allt vitlaust enda fjallaði það á ónærgætinn hátt um þungun. Eftir að það var spilað í útvarpi loguðu línurnar vegna reiðra innhringjenda sem kröfðust þess að lagið yrði bannað. listaverk sem særðu blygðunarkennd Íslendinga Á þessum degi, 25. janúar 1533 – Hinrik VIII. Englandskonungur kvænist annarri eiginkonu sinni, Önnu Boleyn, á laun. 1858 – Brúðarmarsinn, eftir Felix Mendelssohn, er fluttur í brúðkaupi Viktoríu, dóttur Viktoríu Englands- drottningar, og Friðriks, krónprins Prússlands, og verður í kjölfarið vinsæll við slíkar athafnir. 1890 – Blaðamaðurinn Nellie Bly (Elizabeth Cochrane Seaman) lýkur 72 daga ferð sinni umhverfis jörðina. 1971 – Charles Manson og þrjár konur úr „fjölskyldu“ hans eru sakfelld fyrir Tate-LaBianca morðin sem framin voru 1969. 1732– Snjóflóð féll á bæinn Brimnes við Seyðisfjörð og níu manns fórust. Var þessi vetur nefndur Brimnesvetur eftir það. 1996 – Billy Bailey nýtur þess vafasama heiðurs að verða síðasti glæpamaðurinn sem hengdur er í Bandaríkjunum. 1952 – Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands, lést sjötugur að aldri. Hann er eini forsetinn sem hefur látist í embætti. Síðustu orðin „Ég legg brátt upp í mína hinstu för, heljarmikið stökk inn í myrkrið.“ – Enski rithöfundurinn Thomas Hobbes (1588–1679) Bjóðum uppá FRÍTT SÖLUVERÐMAT Grensásvegi 13, 108 Reykjavík / S: 570 4800 Næsti kafli hefst hjá okkur Æsingur vikunnar: Brjóstamyndin í Seðlabankanum Æ singur vikunnar var í háfleygari kantinum, en það snerist um lista- verk af nakinni konu eftir málarann Gunnlaug Blön- dal. Verkið hafa fáir Íslendingar barið augum en það hékk á vegg í Seðlabankanum. Málið byrjaði síðasta sumar með frétt Frétta- blaðsins um að kvörtun hefði borist frá starfsmanni vegna listaverks sem innihéldi nekt. Á laugardaginn kom svo önnur frétt í Fréttablaðinu um að verkið hefði verið sett í geymslu. Málið olli nokkrum titringi innan Seðlabankans, þá helst hláturtitringi meðal starfsmanna á gólfi. Ofar í valdastiganum var mönnum minna skemmt enda er Samherjamálið nýbyrjað að koðna niður. Málið skapaði mikla hneykslun, þá sérstaklega hjá þeim sem telja sér trú um að vera hafnir yfir að taka þátt í hvers- dagslegum æsingi. Kolbrún Berg- þórsdóttir, menningarritstjóri Fréttablaðsins, skammaðist yfir þeirri ákvörðun Seðlabankans að taka mark á „væli“. Fleiri einstak- lingar úr stétt hinna borgaralegu afla gáfu í skyn að um væri að ræða óþarfa blygðunarsemi og var víða á samfélagsmiðlum gef- ið sterklega í skyn að málið væri ritskoðun runnin undan rifjum femínista. Málið tók svo aðra stefnu á þriðjudaginn þegar Nanna Hermannsdóttir, einn forkólfa brjóstabyltingarinnar og dóttir aðstoðarseðlabankastjóra, benti á að #freethenipple-byltingin snúist ekki um að karlar megi nú skreyta skrifstofur sínar með brjóstamyndum. Eftir hádegi sama dag var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra krafin svara, þá sjaldan sem æsingur vikunnar ratar svo hátt í valdastigann. Sagðist hún vera hlynnt listrænu frelsi en starfsfólk ætti ekki að þurfa að vinna í umhverfi sem því þætti óþægilegt. Umræðan hélt áfram rúlla á samfélagsmiðl- um, þá helst í formi brandara og dæma um önnur nektarlistaverk. Þetta var ekki eini æsingurinn í vikunni. Á sunnudagskvöldið létu „sérfræðingar“ í körfuboltaþætti ýmis ummæli falla ótengd körfu- bolta, grænkerar og þeir sem glíma við kulnun í starfi fengu það óþvegið. Á fimmtudeginum sneru þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason aftur á þing fyrir Miðflokkinn, notuðu margir tæki- færið til að rifja upp ummælin á Klaustri sem urðu til þess að þeir fóru í leyfi. n Það var nokkuð á reiki hvaða mynd eftir Gunnlaug Blöndal var um að ræða, líklegast er það þessi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.