Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 14
14 25. jan 2019FRÉTTIR
Þjóðleikhúsið • Hver f isgata 19 • 101 Reyk javík • s . 551 1200 • leikhusid. is
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á LEIKHUSID.IS
„...ég hló og ég grét og svo grét ég úr hlátri“
HELGA VAL A HELGADÓTTIR
M
ér finnst að allur heimur-
inn megi fá að vita hversu
óábyrg íslensk yfirvöld
eru. Það er hneykslan-
legt að yfirvöld á Íslandi séu ekki
að gera neitt til að vernda sinn
helsta og mikilvægasta atvinnu-
veg, sem er ferðamannaiðnaður-
inn. Síðan er verið að auglýsa Ís-
land sem „öruggasta land í heimi,“
segir hin bandaríska Alisa Kreynes
í samtali við DV, en hún og vin-
ir hennar urðu fyrir tilefnislausri
flugeldaárás við Hallgrímskirkju á
nýársnótt á seinasta ári. Ókunnur
einstaklingur skaut flugeldum inn
í hóp fólks sem hafði komið saman
fyrir utan kirkjuna til að fylgjast
með flugeldadýrðinni. Alisa og
fimm aðrir úr hópnum hlutu
margvísleg brunasár en Alisa
gagnrýnir harðlega viðbragðsleysi
lögreglu og yfirvalda hér á landi.
Í áfalli
DV hefur undir höndum tölvupóst
sem Alisa sendi Haraldi Johann-
essen ríkislögreglustjóra þann
4. janúar 2018, en í bréfinu lýsir
hún atburðarás kvöldsins og eft-
irmálum. Í samtali við blaðamann
kveðst Alisa hafa verið stödd í fríi
hér á landi ásamt vinum sínum. Á
gamlárskvöld ákvað hópurinn að
fara upp að Hallgrímskirkju til að
fylgjast með flugeldunum.
„Um það leyti sem klukkan sló
tólf á miðnætti þá henti einhver
flugeldi/sprengiefni að hópnum.
Fimm af vinum mínum urðu fyrir
árásinni og hlutu bruna á fatnaði
og hári. Ég varð fyrir skaða í andliti
og hlaut alvarleg brunasár á eyrum,
nefi og augum.“
Alisa segir að nokkur vitni séu
að árásinni og allir þeir einstak-
lingar hafi staðfest að gerandinn
hefði verið fullorðinn einstakling-
ur. „Á meðan árásin átti sér stað
þá flúðu nærstaddir. Það var engin
lögregla og engin öryggisgæsla sjá-
anleg og við þurftum sjálf að sjá um
að koma okkur í burtu af staðnum.“
Alisa segir hópinn hafa flúið inn
á veitingastaðinn Snaps og beðið
starfsfólk staðarins um að hringja
á sjúkrabíl.
„Lögreglan mætti síðan á stað-
inn. Þeir skráðu niður persónu-
upplýsingarnar mínar af ökuskír-
teininu mínu og horfðu á andlitið
á mér, sem var afskræmt, en samt
minntust þeir ekki einu sinni á
það að fylla út skýrslu. Við sögð-
um þeim hvað hefði gerst og þrátt
fyrir að þetta hafi augljóslega verið
saknæmur verknaður þá fengum
við engin viðbrögð frá þeim. Þeir
sögðu að þetta væri „mjög skrítið“,
en skrifuðu ekkert meira niður,
fyrir utan það hvenær símtalið
barst frá Snaps og upplýsingarnar
sem komu fram á ökuskírteininu
mínu.“
Hún segir lögregluna því næst
hafa hringt á sjúkrabíl og í kjöl-
farið var henni vísað á bráðamót-
töku Landspítalans í Fossvogi. „Á
bráðamóttökunni voru áverkarn-
ir meðhöndlaðir með vaselíni og
svo fékk ég uppáskrifuð sýklalyf og
krem við bleyjuútbrotum. Hjúkr-
unarfræðingurinn sem sinnti mér
var læknanemi. Ég þurfti síðan
að greiða 45 þúsund krónur fyrir
sjúkrabílinn og 62 þúsund krónur
fyrir læknisskoðunina og síðan var
ég útskrifuð. Þetta var um hálf tvö
leytið á nýársnótt. Við erum öll í
áfalli yfir því hvað við fengum lé-
lega aðhlynningu, en það er önn-
ur saga.“
Varanleg lýti
Hún kveðst hafa hringt í 112
daginn eftir og beðið um að fá
samband við lögregluna til þess að
tilkynna um atvikið.
„Á þessum tímapunkti, þá voru
allir í hópnum með brunaáverka
en misalvarlega, annaðhvort á lík-
amanum eða í fötum. Við sáum
það öll þegar flugeldarnir koma
að okkur frá einni hlið og tveir úr
hópnum sáu að það var karlmað-
ur sem skaut þeim í átt að okkur.
Þetta var augljóslega glæpur, og
þetta hefði getað endað ennþá
verr eða jafnvel valdið dauðs-
falli. Það voru lítil börn sem stóðu
þarna rétt hjá okkur. Hvað ef eitt-
hvert þeirra hefði dáið?“
Alisa segir lítið hafa verið um
svör hjá Neyðarlínunni. Henni
hafi verið bent á að leita til lög-
reglu að loknu jólafríi, þann 5.
janúar. „Við erum furðu lostin yfir
því hvað við fengum lítil viðbrögð,
miðað við hversu alvarlegt atvik
var um að ræða.“
Hún kveðst einnig hafa reynt
að ná sambandi við skrifstofu Lög-
reglustjórans á höfuðborgarsvæð-
inu en án árangurs. Á leiðinni heim
til New York hafi hún síðan lent á
spjalli við starfsmann landamæra-
eftirlitsins í Leifsstöð. „Hann sagði
mér þá að hann hefði sjálfur verið
staddur við Hallgrímskirkju þegar
þetta gerðist, og séð manninn sem
henti flugeldunum að hópnum.“
Afleiðingar árásarinnar voru
þær að Alisa hlaut annars til þriðja
stigs bruna í andliti, sprungna
hljóðhimnu og sár við augað. Hún
óttast að áverkarnir séu varanleg-
ir, og bendir á að kostnaðurinn við
lýtaaðgerðir sé himinhár. „Hingað
til þá hefur Íslandsferðin kostað
mig yfir 3 þúsund dollara í læknis-
kostnað, auk þess sem ég gat ekki
sinnt vinnu í rúmlega þrjár vikur,“
segir Alisa en hún starfar sjálfstætt
við viðskiptaþróun og almanna-
tengsl.
Hún segir hópinn vera í áfalli
vegna málsins. Þau vilja síst af öllu
heimsækja Ísland aftur.
„Ég er bara algjörlega gáttuð
á þessu viðbrögðum og þessu
ábyrgðarleysi. Þetta er fyrir neðan
allar hellur.“
Samkoman við Hallgrímskirkju
ekki á vegum borgarinnar
DV hefur einnig undir höndum
tölvupóst sem Alisa sendi á skrif-
stofu borgarstjóra og borgarritara
þann 8. janúar. Í bréfinu vekur hún
athygli á atvikinu, gagnrýnir skort á
viðbrögðum lögreglu og spyr hvert
hún geti leitað vegna málsins.
Í svarbréfi Theódóru Sigurðar-
dóttur, lögfræðings hjá emb-
ættinu, kemur meðal annars fram
að samkoman við Hallgrímskirkju
á gamlárskvöld sé ekki á vegum
Reykjavíkurborgar. Engu að síð-
ur hafi verið gripið til öryggisráð-
stafana, til dæmis með því að tak-
marka umferð bíla um svæðið. Þá
hafi íbúum á svæðinu verið út-
hlutað afmörkuðu svæði til þess
að skjóta upp flugeldum, í hæfi-
legri fjarlægð frá áhorfendahópn-
um við Hallgrímskirkju. Þá hafi
öryggisgleraugum verið dreift,
ásamt upplýsingabæklingum.
Þá segir í svarbréfinu að umrætt
atvik hafi verið embættinu hvatn-
ing til þess að „leggja enn harðar
að sér við að gera gamlárskvöld
í Reykjavík ánægjulegt fyrir alla.“
Þá kemur fram að áhyggjum varð-
andi öryggismál á svæðinu hafi
verið komið á framfæri við lög-
reglu. Einnig kemur fram að afrit
af tölvupósti Alisu hafi verið sent
á Áshildi Bragadóttur, forstöðu-
manns Höfuðborgarstofu, Hjalta
Jóhannes Guðmundsson, skrif-
stofustjóra skrifstofu reksturs og
umhirðu borgarlandsins, verk-
efnastjóra alþjóðamála, og Sæ-
unni Ósk Unnsteinsdóttur, verk-
efnastjóra miðborgarmála.
Alisa svarar umræddum tölvu-
pósti og segist undrast að ekki hafi
verið til staðar löggæsla þetta kvöld
þar sem um var að ræða mikinn
mannfjölda. Þá spyr hún jafnframt
hvers vegna verið sé að dreifa ör-
yggisgleraugum þegar fólk standi
langt í burtu frá því svæði þar sem
flugeldunum er skotið upp.
Þá ritar hún að lokum:
„Ég hef enga ástæðu til að trúa
því að málið hafi verið kannað.
Árásarmaðurinn sem eyðilagði
líf mitt til langs tíma fær að halda
áfram með sitt daglega líf eins og
ekkert hafi í skorist.“ n
Afskræmd í andliti
eftir flugeldaárás við Hallgrímskirkju„sprengiefni að hópnum.
Fimm af vinum mínum
urðu fyrir árásinni og hlutu bruna
á fatnaði og hári. Ég varð fyrir
skaða í andliti og hlaut alvarleg
brunasár á eyrum, nefi og augum.
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
Afleiðingar árásarinnar voru þær að Alisa
hlaut annars til þriðja stigs bruna í andliti,
sprungna hljóðhimnu og sár við augað.
Hún óttast að áverkanir séu varanlegir, og
bendir á að kostnaðurinn við lýtaaðgerðir
sé himinhár.