Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 27
Veiðileyfi 201925. janúar 2019 KYNNINGARBLAÐ Stutt er síðan laxeldi í opnum sjókvíum við strendur Íslands hófst aftur eftir langt hlé. Um 23 eldisfyrirtæki, auk þjónustu- og stoð- fyrirtækja þeirra, hafa stofnað með sér öflug hagsmunasamtök, Landssamband fiskeldisstöðva. Ekki stunda öll þessi fyrirtæki sjókvíaeldi á laxi en þar eru umsvifin mest í dag og áætlanir um vöxt hvað stórtækastar. Varúðarreglur duga ekki til Til varnar villtum laxastofnum í ám landsins er sjókvíaeldi á laxi einungis heimilt á Vestfjörðum, Austfjörðum og í Eyjafirði. Nýlegar slysasleppingar á eldislaxi hafa þó sýnt að varúðarregl- ur duga ekki til að koma í veg fyrir að strokulax úr sjókvíum ferðist um langan veg og blandist hrygningarstofnum villtra laxa. Þetta getur haft óafturkræf- ar afleiðingar í för með sér. Sérlega lúsugur eldislax Laxalús er sníkjudýr sem lifir í sjó og leggst einkum á laxfisk. Það er alls ekki óalgengt að villtir laxfiskar séu með laxalús í einhverjum mæli. En þegar þúsundum laxa er komið fyrir í opinni sjókví, myndast kjöraðstæður fyrir lúsina til að fjölga sér. Nái hún að fjölga sér um of étur hún fiskinn lifandi. Smávaxin sjó- gönguseiði eru sérlega viðkvæm fyrir lús og eru dæmi um að heilu stofnar villtra laxfiska hafi nær þurrkast út vegna ná- lægðar við opnar sjókvíar. Mengun frá eldiskvíum Einnig geta úrgangsefni sem enda í haf- inu í nálægð við sjókvíar valdið miklum breytingum á efnasamsetningu sjávar, m.a. gert hann svo súrefnissnauðan að einungis ákveðnar lífverur fái þar þrifist. Strokulaxar veiðast víða Þegar hafa veiðst strokulaxar úr kvíaeldi í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu, Eyja- fjarðará og Selá í Steingrímsfirði, auk strokulaxa sem veiðst hafa í ám við Djúp og á sunnanverðum Vestfjörðum. Eld- islaxinn í Eyjafjarðará var meðal annars kominn að hrygningu. Lærum af nágrannaþjóðum! Í Skotlandi hefur ástandið verið miður gott. Tilkynnt hefur verið að minnsta kosti 2.000.000 strokulaxa hafi slopp- ið sl. tíu ár og 1,9 milljónir tíu árin þar á undan. Árið 2016 var uppgefinn fjöldi strokulaxa úr eldi í Skotlandi 311.000 fiskar. Viðurkennd viðmið um tölu á strokulöxum eru þau að margfalda megi töluna með fjórum til þess að fá raun- tölu strokulaxa. Það þýðir að fyrir hvert framleitt tonn 2016 hafi í raun sloppið sjö til átta eldislaxar. Þetta hljómar ekki mikið en í samhengi hlutanna er þetta óviðunandi. Til samanburðar hefur framleiðsla úr norsku laxeldi verið um 1,2 milljónir tonna á ári undanfarin ár og talið er að um- fang slysasleppinga hafi minnkað veru- lega síðustu ár. Opinberar tölur benda til þess að umfang slysasleppinga sé nú um 0,2 strokulaxar á hvert framleitt tonn. Samkvæmt viðurkenndum viðmið- um var strokufiskur árin 2014–2015 þó meira en 10% af heildarfjölda kynþroska laxa í 10–20% af rannsökuðum ám í Noregi. Ef strok eldislaxa við strendur Ís- lands yrði með sama hætti og í Noregi, gæti fjöldi laxa sem sleppur numið allt að 56.000 löxum m.v. 70.000 tonna framleiðslu, eða meira en nemur öllum veiddum, villtum laxi á Íslandi. Ef strok verður hér sambærilegt og í Skotlandi verða strokulaxar margfalt fleiri en allir veiddir villtir laxar úr náttúrulegum íslenskum stofnum. Viljum við í alvöru útrýma villtum laxastofnum á Íslandi? Þrátt fyrir þessar sorgarfréttir, þá er lausn í sjónmáli! Ekki allar eldisaðferðir eru jafn slæmar. Ýmist er talað um opin eða lokuð kerfi í fiskeldi eftir því hvort hægt er að stjórna innstreymi, afrennsli og úrgangi frá eldinu. Lax sem alinn er í lokuðum kerfum á landi eða í lokuð- um kvíum/tönkum í sjó er heilbrigðari en í opnum sjókvíum, lúsafaraldrar heyra sögunni til og heildarmengun frá eldinu er miklu minni. Lokaða leiðin í eldi framleiðir betri matvöru, er ódýrust fyrir umhverfið og hentar prýðilega á Íslandi sem annars staðar. Þótt stofnkostnaður fyrirtækjanna sé örlítið meiri skilar hann sér í betri ávöxtun þegar fram í sækir. Við skorum á stjórnvöld! NASF á Íslandi, Verndarsjóður villtra laxastofna, biður nú fólk um að skora á stjórnvöld um að marka stefnu um sjálfbært fiskeldi í sátt við náttúruna. Því markmiði verður aðeins náð með lokuðum kvíum í sjó eða landeldi. Fiskeldi í opnum kvíum er ósjálfbær aðferð. Fiskurinn sleppur reglulega og ógnar villtum stofnum auk þess sem sníkjudýr, mengun og úrgangur berst óhindraður út í náttúruna. Þá skaðar fiskeldi í opnum sjókvíum orðspor, ímynd og náttúru Íslands. Sýndu stuðning þinn með því að fara inn á amotistraumnum.is/taktu-af- stodu og skrifaðu undir. Það er til mikils að vinna eða öllu að tapa! Nánari upplýsingar má nálgast á amotistraumnum.is n Á MÓTI STRAUMNUM: Framtíðin felst í lokuðum sjókvíum og landeldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.