Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 6
6 25. jan 2019FRÉTTIR F orsætisráðuneytið hlaut í desember vottun á jafn­ launakerfi ráðuneytisins. Vottunarstofan Vottun hf. gaf staðfestinguna út. Um miðj­ an september í fyrra fjallaði DV um að Einkaleyfastofa hefði svipt fyrir tækið faggildingu sinni á vott­ un stjórnkerfa. Sú faggilding hafði veitt fyrirtækinu undanþágu til þess að votta jafnlaunakerfi. Góð ráð voru dýr því að öll ráðuneyti áttu að hafa fengið jafnlaunavott­ un fyrir árslok 2018. Svo heppilega vildi til að velferðarráðuneytið breytti reglugerð í nóvemberlok sem gerði Vottun hf. kleift að fá leyfi til bráðabirgða til þess að votta jafnlaunakerfi. Nokkrum dögum síðar fékk forsætisráðu­ neytið afhent skírteini sitt. Stærstu eigendur Vottunar hf. eru hags­ munasamtök vinnumarkaðarins á borð við Samtök iðnaðarins, Fé­ lag atvinnurekenda og Viðskipta­ ráð Íslands. Framlengdu frest um tólf mánuði Lög um jafnlaunavottun tóku gildi þann 1. janúar 2018. Þá var stofn­ unum og fyrirtækjum gert skylt að sýna fram á þau greiði jöfn laun fyrir sömu og jafnverðmæt störf. Það áttu þau að gera með því að fá úttekt hjá sérstökum óháðum vottunaraðila á jafnlaunakerfi fyrir tækisins eða stofnunarinnar sem staðfesti að jafnlaunakerfið og framkvæmd þess uppfyllti kröf­ ur staðalsins ÍST 85. Gert var ráð fyrir að öll fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn ættu að fá jafnlaunavottun. Til þess að lagasetningin yrði ekki íþyngjandi var gert ráð fyrir aðlögunartíma og þannig áttu aðeins fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn að hafa hlotið jafnlaunavottun fyrir árs­ lok 2018, auk opinberra stofnana og fyrirtækja. Fyrir árslok 2021 áttu öllu fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn að hafa hlotið jafn­ launavottun. Til að byrja með voru tvö fyrir­ tæki sem gátu vottað jafnlauna­ kerfi. Annars vegar Vottun hf., sem fékk undanþágu til þess á grund­ velli þess að fyrirtækið hafði fag­ gildingu í vottun stjórnkerfa, og BSI á Íslandi, sem er faggilt skoðunar­ stofa. Á síðari hluta ársins bættist síðan vottunarstofan iCert í hóp þeirra sem heimild hafa til vottana á jafnlaunakerfum. Í ljósi þess að hægt gekk hjá stóru fyrirtækjunum að fá jafn­ launavottun var tilkynnt um miðjan nóvember að Ásmundur Einar Daðason, félags­ og jafn­ réttismálaráðherra, hefði ákveðið að framlengja frest fyrirtækja og stofnana til að öðlast slíka vott­ un um 12 mánuði. Aukinn frestur náði þó ekki til opinberra stofn­ ana, sjóða og fyrirtækja sem voru að hálfu eða að meiri hluta í eigu ríkisins með 25 starfsmenn eða fleiri. Jafnlaunavottun ekki útboðsskyld Í svörum frá Ágústi Geir Ágústs­ syni, skrifstofustjóra skrifstofu yfir stjórnar í forsætisráðuneytinu, við fyrirspurnum DV um hvernig staðið var að samningum við vottunaraðila og hvenær úttekt­ ir vegna jafnlaunavottunar fóru fram, kemur fram að ráðuneytið hafi sótt um jafnlaunavottun frá Vottun hf. þann 5. mars 2018 og skrifað hafi verið undir samning þann 19. mars 2018. Ekki hafi verið leitað eftir tilboði frá samkeppnis­ aðila. „Ráðuneytin í Stjórnarráði Íslands hafa átt með sér samvinnu og samráð varðandi innleiðingu jafnlaunakerfa og var af hálfu for­ sætisráðuneytisins meðal annars litið til reynslu velferðarráðuneyt­ isins og umhverfis­ og auðlinda­ ráðuneytisins í þeirra innleiðingu og vottunarferli á árinu 2017. Þess skal getið að endurgjald til vottun­ arstofu er ekki há fjárhæð og því er verkefnið ekki útboðsskylt,“ segir Ágúst Geir. Jafnlaunaúttekt getur tekið drjúgan tíma og því fór úttekt Vott­ unar hf. fram í áföngum á árinu. Babb kom í bátinn þegar Vottun hf. var svipt faggildingu sinni þann 17. september 2019 enda er vott­ un ófaggilds aðila ekki pappírs­ ins virði enda uppfyllir slík vott­ un ekki þær kröfur sem stjórnvöld settu á þeim tíma. „Er ljóst var að starfsleyfi vottunaraðila hafði fall­ ið niður var að höfðu samráði við þáverandi velferðarráðuneyti ákveðið að fresta vinnunni þar til úr hefði verið bætt,“ segir Ágúst Geir enn fremur í svari sínu. Ekkert bólar á faggildingu Vottunar hf. Einkaleyfastofa veittir fyrirtækjum faggildingu til fjögurra ára og leyfið er svo endurnýjað eftir ítarlega skoðun og virkt eftirlit með starfseminni. Á heimasíðu Einkaleyfastofu kemur fram að „Faggilding er formleg viðurkenn- ing þar til bærs stjórnvalds á því að aðili sé hæfur til að vinna til- tekin verkefni varðandi samræm- ismat svo sem að prófa eiginleika efna, skoða ástand tækja og verk- smiðja eða votta stjórnunarkerfi“. Ekki hefur verið gefið upp af hverju Vottun hf. missti faggildingu sína en framkvæmdastjóri félagsins, Kjartan J. Kárason, sagði í stuttu viðtali við DV að faggildingin hefði runnið út og að félagið væri í endurúttektarferli. Fram kom að slík endurúttekt hafi farið fram 26. september en núna, fjórum mánuðum síðar, hef­ ur fyrirtækið ekki enn hlotið fag­ gildingu og ljóst að Einkaleyfastofa telur Vottun hf. enn ekki hæfa til þess að votta stjórnunarkerfi. Að láta faggildingu renna út er þó einkennilegir stjórnarhættir því Einkaleyfastofa, sem veittir fag­ gildingu, er í sambandi við fyr­ irtæki sem þurfa endurúttekt með mjög löngum fyrirvara og hefur virkt eftirlit með starfsemi þeirra. „Það vaknar enginn einn daginn án faggildingar, þetta er langt ferli,“ sagði Elías M. Erlends­ son, sviðsstjóri faggildingarsvið Einkaleyfastofu, í áðurnefndri frétt DV. Hinn möguleikinn er sá að verulegar brotalamir hafi verið í starfsemi Vottunar hf. Í lögum um faggildingu kemur eftirfar­ andi fram: „Þá getur faggildingar- svið fellt niður faggildingu ef skil- yrði fyrir veitingu hennar eru ekki lengur uppfyllt eða faggiltur aðili hefur stórfellt eða ítrekað brotið ákvæði laga, reglugerðar, staðla og reglna sem gilda um fag- gildingu eða skilyrði þau sem sett hafa verið fyrir faggildingu hans.“ Málinu bjargað með reglugerðarbreytingu Þessi faggildingarsvipting kom þó ekki að sök. Þann 30. nóvember skrifaði Ásmundur Einar nefni­ lega undir reglugerðarbreytingu þar sem tiltekið var að nóg væri að vera með bráðabirgðastarfsleyfi frá Jafnréttisstofu til þess að votta jafnlaunakerfi. Það bráðabirgða­ starfsleyfi hlaut Vottun hf. þann 14. desember 2018 og er gildistím­ inn eitt ár. Sex dögum síðar fékk forsætisráðuneytið síðan skírteini frá Vottun hf. um að jafnlaunakerfi ráðuneytisins hefði verið vottað. Þess má geta að um síðustu ára­ mót fluttist málaflokkur jafnréttis­ mála til forsætisráðuneytisins. „Er ljóst var að starfsleyfi vott­ unaraðila hafði fallið niður var að höfðu samráði við þáverandi vel­ ferðarráðuneyti ákveðið að fresta vinnunni þar til úr hefði verið bætt. Þegar tilskilið leyfi vottun­ araðilans lá fyrir að nýju var vinnu við úttekt kerfisins framhaldið og lokið með afhendingu vott­ unarskírteinis til ráðuneytisins í lok desember síðastliðinn,“ sagði Ágúst Geir um þetta ferli. n Reglugerðarbreyting gerði forsætisráðu- neytinu kleift að hljóta jafnlaunavottun„Er ljóst var að starfsleyfi vottunaraðila hafði fallið niður var að höfðu samráði við þáverandi velferðarráðuneyti ákveðið að fresta vinnunni þar til úr hefði verið bætt. Þegar tilskilið leyfi vottunaraðil- ans lá fyrir að nýju var vinnu við úttekt kerfisins fram- haldið og lokið með afhendingu vottunarskírteinis til ráðuneytisins í lok desember síðastliðinn Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðu- neytisstjóri, Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun hf., og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.