Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 59
FÓKUS 5925. jan 2019 Nokia 7.1 Með öllu því nýjasta frá Google • 12 mp tvöföld ZEISS myndavél • full hd+ 5.84” hdr skjár • 4/64gb minni ÍMYND GLÆSILEIKANS Tvíburarnir Ármann og Sverrir Jakobs- synir voru mestu rokkstjörnur mennta- skólasögunnar. Þeir voru báðir nemend- ur í Menntaskólanum við Sund. Árið 1989 sigruðu þeir Hamrahlíðarmenn í úrslitum MORFÍS og árið eft- ir rassskelltu þeir Verzl- inga í úr- slitum Gettu betur. Þetta ár, 1990, útskrifuðust þeir og spurningin var hvor þeirra yrði dúx. Fór svo að Ármann hafði betur með 9,64 í aðaleinkunn en Sverrir varð næstur með 9,40. Ármann og Sverrir eru bræð- ur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráð- herra og hafa þeir báðir starfað innan Vinstri grænna. Þeirra ær og kýr eru hins vegar fræðastörf og skriftir. „Læri ég of lítið veit ég af því sjálfur og fæ samviskubit, þannig að ég veiti sjálf- um mér aðhald,“ sagði Ragnar Jónasson vorið 1996. Þá varð hann dúx í Verzlun- arskóla  Íslands. Sjö sinnum fékk hann 10, átta sinnum 9,5, einu sinni 9 en aðeins 7,5 í leikfimi. Samanlagt gerði þetta 9,62. Þrátt fyrir einkunnina í leikfiminni sagði Ragnar eðlisfræði og stærðfræði vera erfiðustu fögin. Ragnar stefndi á lögfræði en viðurkenndi að íslenskan togaði í hann. Í frístundum og á sumrin þýddi hann glæpa- sögur eftir Agöthu Christie  fyrir útgáfuna Skjald- borg. Auk þess starf- aði hann hjá Rás 2. Ragnar starfar sem yfirlögfræðingur GAMMA en hann er vitaskuld langþekkt- astur fyrir glæpasögur sínar. „Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu,“ sagði Freyja Haralds- dóttir í desember árið 2005. Þá dúxaði hún í Fjölbrautaskólan- um í Garðabæ með 8,4 í meðaleinkunn og kláraði skólann á þremur og hálfu ári. Freyja er með sjaldgæfa fötlun sem kall- ast  osteogenesis imperfecta og hefur verið ein dyggasta talskona fyrir réttindum fatlaðra á undanförnum árum. „Ef það hefur eitthvað þurft að bæta þá hefur það verið gert,“ sagði hún aðspurð um aðgengi fatlaðra í skólanum. Sagði hún það til al- gjörrar fyrirmyndar og að aðstoð stuðningsfulltrúa hafi skipt miklu máli fyrir hana. Eftir skólann hóf hún störf við sérkennslu á leikskóla. Síðar nam hún þroskaþjálfarafræði, hagnýta jafnréttisfræði og kynjafræði í há- skóla. Auður Ava Ólafsdóttir varð dúx Menntaskólans við Sund vorið 1978. Hlaut hún 9,0 í aðaleinkunn. Árið 2012 sagðist hún hafa haft ofboðs- lega gaman í skóla. „Þannig nem- endur verða oft kennarar.“ Eftir þetta lá leiðin til Bologna til að læra ítalskar bókmenntir og síð- an sagnfræði og bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Síðan út til Parísar að læra listasögu. Auður hefur síðan verið áberandi í listfræði en þekkt- ust er hún fyrir verðlaunaskáld- sögur sínar. Ragnhildur Geirsdóttir dúxaði í Mennta- skólanum í Hamrahlíð í des- ember árið 1990. Var árangur hennar talinn sérlega glæsi- legur og einn sá besti frá skól- anum. Eftir það lærði hún vélaverkfræði við Háskóla Ís- lands og í framhaldsnám í Bandaríkj- unum. Ragnhildur hefur verið mjög áberandi í íslensku við- skiptalífi á undanförnum árum. Hefur hún meðal annars verið forstjóri Flug- leiða, FL Group, plastvöru- framleiðandans Promens, framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum og aðstoðarforstjóri hjá WOW Air. Ofboðslega gaman Dúxuðu í skóla og í lífinu Vildi ekki fá samviskubit Rokkstjörnur Aðgengið og aðstæðurnar til fyrirmyndar Einn sá besti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.