Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 49
TÍMAVÉLIN 4925. janúar 2019
„Yfirheyrði sá þau stoppa miðja
vegu milli bílsins og rauða hússins,
sem er þar í námunda, og sneri Jós-
efína þar við og hvarf bakvið rauða
húsið, en kom brátt aftur og sá þá
yfirheyrði ekki betur en að Jósefína
gengi til mannsins og spenntist þá
frakkabarmur mannsins út, líkt og
væri verið að láta eitthvað í vasa
hans. Fylgdi svo Jósefína manni
þessum, sem var mjög drukkinn, að
bifreiðinni, opnaði hana fyrir hann
og sagði yfirheyrða að aka honum
að Laugavegi 33B.“
Skúli sagði jafnframt að Svein-
björn hefði ekki fundið neina pen-
inga á sér til að greiða fargjaldið,
sem var þrjár krónur. Hafi hann þá
beðið Skúla að keyra sig aftur að
Sauðagerði til að fá lánaða peninga
og skipti engu þó það kostaði aðrar
þrjár krónur. Þegar þangað var kom-
ið fór Sveinbjörn bak við hið téða
rauða hús en Skúli beið í alls klukku-
tíma.
„Kom þá Halldór rukkari neðan
úr bæ og piltur með honum, og kall-
aði yfirheyrði til hans og sagðist bíða
hér manns, sem mundi vera á heim-
ili hans og sagði honum jafnframt
aðdraganda þess. Fór þá Halldór
burtu og kom aftur litlu seinna og
sagði, að vegurinn lægi í kringum
Sauðagerði og maður þessi mundi
hafa farið þann veg að Meistara-
völlum því þar ætti hann heima í
kjallaranum.“
Sagðist Halldór ekki vita hvað
Sveinbjörn héti en Skúli ók að Meist-
aravöllum þar sem hann hitti fyrir
Hjalta. Hjalti sagði Skúla þá að Svein-
björn hefði ekki skilað sér þangað.
Jarpur, rúnnvaxinn og með
ljóta húfu
Leið nú fram á kvöldið og Hjalti
fór að ókyrrast. Gekk hann áleið-
is að Sauðagerði og leitaði á þeim
stöðum sem Sveinbjörn gæti
hafa lognast út af í ölæði, bæði
úti í mýrunum og í húsum í ná-
grenninu. Þegar Sveinbjörn hafði
ekki skilað sér heim um morgun-
inn tilkynnti Hjalti hvarfið til lög-
reglunnar. Einnig fór hann og beið
við höfnina þar sem Esja lá bundin
við bryggju. Allur farangur Svein-
bjarnar var enn þá á Meistaravöll-
um. Hjalti lýsti Sveinbirni svo fyrir
lögreglunni:
„Lágur vexti og rúnnvaxinn,
jarphærður með jarpt yfirskegg,
frekar rauður í andliti og þreytu-
legur, augun blágrá. Aldur 45.
Klæddur í blá chiviot föt og grá-
an rykfrakka með ljóta gráa húfu,
sem fór honum illa.“
Bætti Hjalti því við að Sigríður,
kona hans, hafi fundið að drykkju
föður síns og hirt hann fyrir það.
Jafnframt að hann hefði tekið því
svo illa að við vinslitum lá. Einnig
bætti Hjalti því við að Sveinbjörn
hefði verið í tygjum við konu
að nafni Hrefna Einarsdóttir að
Laugavegi 128 og að hún hafi haft
af honum peninga.
Sögðust ekki hafa séð
Sveinbjörn aftur
Jósefína og Halldór í Sauðagerði
voru bæði yfirheyrð vegna hvarfs-
ins. Hvorugt þeirra sagðist hafa
séð Sveinbjörn eftir að Skúli keyrði
hann til baka að Sauðagerði. Sagði
Halldór að Sveinbjörn hefði komið
í alls þrjú skipti að Sauðagerði,
en sagðist engu að síður ekki vita
nafn hans. Þegar hann hafi komið
um miðjan dag þann 9. október
hafi hann verið mjög drukkinn,
með „Sherry flösku fulla óátekna
og slatta á annarri.“ Sagðist hann
ekki vita hvort Sveinbjörn hafi ver-
ið með peninga á sér. Eftir að Hjalti
kom til þeirra hefði hann leitað að
Sveinbirni á túnunum og einnig
síðar um kvöldið.
Jósefína sagði að Sveinbjörn
hefði fyrst komið til þeirra þann
8. október eftir að hún sendi eftir
honum. Vildi hún þá fá neftóbak
frá Sveinbirni því hún vissi að hann
tæki í nefið. Var hann þar í kaffi
og mjög ölvaður. Morguninn eftir
hefði hann komið alls gáður um
morguninn og beðið hana um að
fara í ríkið fyrir sig. Hann hafi farið
þegar hún neitaði en komið aftur
síðar um daginn, talsvert ölvaður
og með tvær flöskur af Spánarvíni.
Hafi hann setið lengi og drukkið,
en Jósefína síðan hringt á bíl fyrir
hann. Ætlaði hann þá að Lauga-
vegi 33. Þegar bíllinn kom hafði
hann gleymt annarri flöskunni
sem hún segist hafa sótt fyrir hann.
Þegar Skúli kom hefðu þau
hvorugt séð hann koma til baka.
Ágústa, systir Jósefínu, hefði hins
vegar séð bíl koma að Sauða-
gerði og mann ganga fram hjá
húshorninu hjá Sauðagerði og í
áttina að Skálholti. Það var bær í
Sauðagerðis landinu, nú Grenimel-
ur 46. Var leitað þar um kring.
„Kl. 11 um kvöldið fór yfir-
heyrða (Jósefína) til Hjalta og Sig-
ríðar, og voru þau þá bæði hátt-
uð. Eggjaði yfirheyrða þau á að
klæða sig og leita Sveinbjarnar, því
leitt væri, ef hann hefði kannske
eitthvað farið sér að voða, eða
sofnað einhvers staðar úti. Neitaði
Hjalti að leita, en Sigríður sagði
ekkert um það, en sagði að Svein-
björn hefði verið með peninga, og
giskaði á, að hann mundi hafa
lent hjá einhverri stelpu.“
Sagðist Jósefína ekkert vita um
hvort að Sveinbjörn hefði haft pen-
inga eða ekki.
Bréf frá Las Vegas
Við rannsóknir á höfuðkúpunni
sem fannst í Faxaskjóli kom fram
að tvær miðframtennur hefur vant-
að í lifanda lífi og gómurinn hefði
verið skakkur. Einnig að höfuðkúp-
an hefði verið brotin sem gæti hafa
orsakað dauðsfallið. Rannsókn
lögreglunnar beindist því að því að
komast að upplýsingum um tenn-
ur Sveinbjarnar.
Skúli og Halldór voru báðir látn-
ir árið 1975 og Jósefína sagðist ekki
muna hvort tennur hafi vantað í
Sveinbjörn. Sendi lögreglan bréf
út til Sigríðar, dóttur Sveinbjarnar,
sem þá var búsett í Las Vegas í
Bandaríkjunum.
Í svarinu sagði Sigríður að faðir
hennar hefði verið með falskar
tennur og mundi hún ekki eftir því
að hann hefði haft skakkt bit. Hún
myndi hins vegar ekki allt og hefði
ekki verið í miklum samskiptum
við hann. Í bréfinu segir:
„Ég get ekki gefið miklar upplýs-
ingar af föður mínum, meiri en við
gáfum þá. Ég hafði lítið af honum
að segja. Ég var heima í Reykjavík
fyrir þremur árum og reyndi þá
að fá allar þær upplýsingar sem
ég hélt að kannski fyrir mig lagð-
ar af þeim sem áttu að vita. Bæði
í Ólafsvík og Stykkishólmi. Enginn
vissi neitt.“
Dularfullur haugur
Áður hefur komið fram að gryfjan
sem beinin fundust í hafi verið tóm
eftir að bandaríski herinn fór það-
an og fram til ársins 1951. Þegar
hverfið byggðist upp þarna um
kring hafi gryfjan smám saman
fyllst af garðaúrgangi. Í skjölum
lögreglunnar kemur fram að tveir
sem yfirheyrðir voru hafi sagt að
haugur hefði komið þarna einn
daginn, áður en að aðrir fóru að
setja þar niður úrgang.
Adolf Bjarnason hafði búið í
Faxaskjóli 12 frá árinu 1948 og
þekkti vel til svæðisins. Í yfir-
heyrslu segir:
„Mættur kveðst vera viss um
að gryfjan var algerlega tóm fram
á árið 1951, að minnsta kosti.
Mættur segir að einhvern tím-
ann á árunum 1951 til 1955 hafi
hann einu sinni veitt því eftirtekt
að komin var moldarhrúga í einu
horni gryfjunnar og telur mættur
að það sé einmitt á þeim stað þar
sem beinagrindin er núna. Þetta
var það mikil mold að þar sem
hrúgan var hæst nam hún við
gryfjubarminn, sem mun vera 70–
80 cm hár.“
Jón Árnason, læknir frá Vest-
mannaeyjum og sonur íbúa í Faxa-
skjóli 10, sagði sömu sögu.
„Einn daginn er hann kom að
sá hann að moldarhrúga var kom-
in í skurðinn á þeim stað er beina-
grindin fannst og kvaðst hann
muna það mjög vel að ekkert var
rótað úr hrúgu þessari. Jón kvaðst
viss um að hrúgan hefði komið
þarna til á árunum 1952 til 1955.“
Báðir héldu þeir að borgar-
starfsmenn væru þarna að fylla
upp í gryfjuna en samkvæmt upp-
lýsingum frá Reykjavíkurborg voru
engar framkvæmdir á svæðinu
fyrr en árið 1967. Á árunum 1951
til 1955 voru miklar framkvæmd-
ir og rask hjá íbúum á Melunum,
þar á meðal í landi Sauðagerðis.
Hús voru rifin og reist, görðum
og matjurtagörðum komið fyrir
og braggar jafnaðir við jörðu.
Hugsan lega hefur einhver þurft að
færa líkamsleifarnar í því raski. n
Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202
Ryðga ekki
Brotna ekki
HAGBLIKK
Álþakrennur & niðurföll
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt
Lögregluskýrsla Rissmynd af
aðstæðum á fundarstað.
Faxaskjól 1975 Bærinn
Austurkot til vinstri.
Djöflaeyjan Halldór og Jósefína voru
fyrirmyndirnar að Tómasi og Karólínu.