Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 22
22 BLEIKT 25. jan 2019 Ekki geðveik að eilífu Áslaug hóf að skrifa færslur á bloggið sitt áður en hún veiktist alvarlega og hélt svo áfram að skrifa í gegnum veikindi sín. Hún segist ánægð ef blogg hennar geti hjálpað einhverjum. „Maður verður að byrja ein- hvers staðar og ég fagna því bara ef það eru einhverjir tveir sem vilja skoða þetta. Ég er líka að gera þetta fyrir sjálfa mig. Ég skrifaði mjög fljótt um fyrstu tvö maníuköstin, en ég hef ekki skrifað um það þriðja og er því farin að gleyma því aðeins. Fljótlega eftir þau man ég vel hvað ég var að gera. Ég man þetta rosalegasta í smáatriðum en stundum segir einhver við mig að ég hafi gert eða sagt eitthvað og þá er ég bara: „Ha? Gerði ég hvað?“ En ég man svona rauða þráðinn í gegnum þetta og stundum alveg hvað ég er að hugsa. Þetta er eins og að hugsa til baka um eitthvað sem maður gerði áður.“ „Nú kemur að kaflaskilum í mínu lífi en ég er að fara til kærasta míns. Scooter er að fara að koma að sækja mig en þau voru að bíða eftir að ljós- myndarar færu frá húsinu. Ég er leyndarmál og verð ekki official kærasta hans í einhvern tíma, ekki á meðan Purpose tónleikaferðalagið er í gangi. Ég verð meðlimur í crewinu þeirra og mjög óáberandi. Þetta verð- ur að vera bara milli mín og þín þangað til allt kemur í ljós í fjölmiðlum. Hvað get ég sagt, ég er ástfangin upp fyrir haus en samt tilfinningalaus. Það er skrítið.“ Áslaug segir að þrátt fyrir að fólk lendi í veikindum líkt og maníu eða geðrofi þá sé það ekki veikt að ei- lífu. „Maður festist ekki í því ástandi. Það þýðir ekki að maður sé veik- ur að eilífu. Ég get stundað lífið al- veg jafn vel og næsti maður. Ég finn ekki fyrir þessu í dag þótt ég þurfi að passa mig kannski betur, passa hvað ég geri og passa að vera vör um mig ef eitthvað gerist. En fólk hugsar stundum að ef það veik- ist einu sinni af geðsjúkdómi þá sé það bara geðsjúkdómurinn. Þá sé það geðveikt að eilífu, en það er ekki þannig. Það er fáfræði í samfé- laginu og opna þarf á þá umræðu.“ Hélt að leyniþjónustan kæmi Hér fyrir neðan má svo lesa hluta af bloggi Áslaugar sem hún skrifaði um geðrof sitt eftir að hún komst úr því ástandi: „Það var á GayPride, fyrstu helgina í ágúst sem fjörið byrjar fyrir alvöru. Ég ætlaði í fyrstu ekki að drekka áfengi en ákvað að slá til og fagna með vinkon- um mínum. Ég fer niður í bæ og hitti þar vin minn, við spjöll- um lengi saman og hann býð- ur mér e-töflu þegar líður á kvöldið. Ég tek hana inn og við förum svo saman til hans í eft- irpartý að reykja jónu og hlusta á tónlist. Allt í einu klikkar eitt- hvað enn einu sinni í hausn- um á mér. Enn einu sinni talaði Spotify til mín. Mér fannst þetta yfirþyrmandi og segi við hann: „Þetta var þá satt!“ Hann virt- ist vera ráðvilltur en ég var viss um að hann vissi hvað var í gangi. Ég tek yfir tölvuna og fer að hlusta á albúmið hans Justin enn einu sinni. Já! Hann var að syngja til mín. Ég var sérstök, útvalin. Þarna var ég enn einu sinni komin hinum megin við línuna, á hvíta svæðið, í himna- ríki, þar sem heimurinn var svo fallegur og ég var sérstök. Ég fór heim morguninn eftir og fór beint á Twitter. Ég fann aftur belieber21256. Hann followaði mig til baka og við fórum aft- ur að spjalla saman. Justin var með 17 ára kærustu sem hét Sofia en ég vissi að það væri bara cover. Ég mátti ekki vera opinberuð af því ég var leyndar- málið hans. Þegar við vorum búin að tala saman í nokkra daga þá er Justin með pop up tónleika í Japan. Já! Ég var að fara með til Japans. Ég segi við hann að ég sé ready til að fara en segi við hann að ég sé að fara á fótboltaleik um kvöldið. Á fót- boltaleiknum hitti ég vinkonu. Við fórum út í bíl til hennar og ég sagði henni frá Justin og að ég væri að fara til Japans yfir helgina. Hún var mjög efins en ákvað að trúa mér á endan- um. Ég sagðist ætla að senda henni snap af mér og Justin syngja Boyfriend og ég ætlaði að taka rapp partinn. Þetta var á fimmtudegi. Ég hlaut að vera að fara daginn eftir. Ég labba út á Klambratún og það er grenj- andi rigning. Ég var að bíða eft- ir að vera sótt af leyniþjónust- unni. Enginn kemur og ég bíð og bíð. Ég sé mann vera að tína rusl, hann var fatlaður. Mér fannst ég vera frelsari fatlaðra, mig langaði að tala þeirra málstað. Fatlaðir voru sérstakir eins og ég. Gátu heyrt raddir sem voru í raun fólk sem var að tala við það, hugsanaflutningur.“ Fékk kvíðakast þegar Justin mætti ekki á flugvöllinn Á þessum tímapunkti fannst Ás- laugu hún upplifa þau skilaboð að hún ætti að fara frá Klambratúni, hún gekk um Reykjavík, fór á kaffi- hús og í Hallgrímskirkju þar sem hún hélt áfram að bíða eftir að verða sótt. Að lokum ákvað hún að fara heim: „Þetta var búið að vera erfið- ur tími með miklum mótvindi, enginn vildi hlusta á mig, öllum fannst ég rugluð, veik. Ég talaði við Justin á Twitter og skrifaði til hans „I’m waiting!“ Svo sagði ég „no wait! Maybe you are waiting for me!“ Ég legg af stað niður á Reykjavíkurflugvöll.“ Þar fann Áslaug ekki Justin og fór aftur út og inn í leigubíl. Hún sagðist vera að fara á Keflavíkur- flugvöll: „Þar vissi ég ekki hvert ég átti að snúa mér. Ég endaði á að standa við vegg þar sem á skilti stóð „meeting point“. Þar var ungur maður með möppu aug- ljóslega að bíða eftir fólki. Ég byrjaði að elta hann og tala við hann á fullu á meðan hann var ráðvilltur varðandi mig. Á end- anum benti hann mér á að fara þar sem „komur“ voru. Justin Bieber var jú á leiðinni til lands- ins til að sækja mig og fara með mig til Japans.“ Aldrei kom Justin að sækja Ás- laugu þrátt fyrir langa bið: „Ég var orðinn mjög pirruð. Ég var farin að fokka upp í loftið. Ég var að fokka á þá sem voru að fylgjast með mér í myndavélun- um og ég var að fokka á Guð. Ég var orðin uppgefin.“ Áslaug fékk kvíðakast á flugvell- inum og átti hún erfitt með andar- drátt. Að lokum kom sjúkrabíll sem keyrði með hana í bæinn: „Mér hefur aldrei liðið jafn illa. Mig langaði bara að fara að sofa en ég gat það ekki. Ég fór á sjúkrahúsið í Fossvoginum. Því næst lá leið mín heim og svo beint upp á geðdeild Landspítalans.“ Beið í tvo klukkutíma úti í kuldanum eftir Justin en endaði á geðdeild Stuttu síðar losnar Áslaug af Landspítalanum en er þó enn í geðrofi. Á þessum tíma var Justin Bieber með tónleika á landinu og fór Áslaug á þá: „Alla tónleikana var ég að tala við Justin í gegnum haus- inn og hann var alltaf að segja mér að þegja því hann var að syngja. Ég var alltaf að afsaka mig og segja sorry en ég hafði bara ekki stjórn á hugsun- um mínum út af því að ég var freðin. Justin er alltaf að segja mér í hausnum að við munum hittast á eftir. Ég redda mér fari heim. Justin segir mér að fara út með allan farangurinn minn og bíða þar. Ég bíð í tvo klukku- tíma úti í nístandi kulda. Að lok- um fer ég inn aftur til að sofa. Á endanum kemur mamma að sækja mig og ég fer heim. Ég hélt áfram að reykja og fór út á kvöldin að berjast við drauga með því að syngja. Svo fer mamma með mig í viðtal á geðdeild, ég var freðin og sættist á að leggj- ast inn. Þar enda ég á að vera í meira en mánuð.“ Fyrir þá sem hafa áhuga á því að lesa færslur Áslaugar og kynna sér hugarheim einstaklings með geð- hvarfasýki má benda á síðu henn- ar: aslaugeik.wordpress.com n EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Justin Bieber á Íslandi, en söngvarinn hefur verið tíður gestur hér á landi. „Ég reyni að bjarga heiminum þegar ég er í þessu ástandi og ég er með Justin Bieber á heilanum Áslaug upplifir sig ekki ólíka öðru fólki / Ljósmynd: Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.