Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 17
FÓKUS - VIÐTAL 1725. jan 2019 að fara með sjúkrabíl af svæðinu. Þá þurfti tvær manneskjur til að hjálpa henni á fætur eftir að hún hafði setið á bekknum í nokkra klukkutíma. „Ég sagði við sjúkraflutninga- manninn, því ég vissi að hann gat haft samband við lögregluna: „Veistu hvar sonur minn er, lög- reglan tók hann?“ Eiginmaður minn var þarna í mannmergðinni líka, svo ég hélt að þá hlytu þeir að hafa farið með Patrick til hans. En eiginmaður minn var þarna hjá sjúkrabílnum og okkur var sagt að sonur okkar væri á lögreglustöð- inni. Þegar við fórum á lögreglustöð- ina gat ég ekki farið út úr bílnum, út af gigtveikinni, svo maðurinn minn fór og náði í son okkar. Þegar hann kom út þá sagði hann að lög- reglumaðurinn sem hann ræddi við á stöðinni hefði sagt að til stæði að kæra mig fyrir vanrækslu á syni mínum. Það tók þrettán mánuði að fá skýrsluna í hendurn- ar og ég neyddist til að ráða mér lögfræðing. Að lokum eftir þrettán mánuði þá fékk ég þessa skýrslu, um hvað hefði átt sér stað þarna við Alþingishúsið. Í grófum drátt- um var niðurstaðan sú að ég hefði ekki vanrækt barnið.“ Færði ungur björg í bú En hver er staðan hjá Patrick í dag? Hafði þessi handtaka af- leiðingar á sálarlíf hans eða er hann byltingarsinni? „Hann var mjög stoltur yfir því að vera á forsíðu DV. Það vildi svo til að Obama Bandaríkjaforseti var svarinn inn í embætti sama dag og blaðið kom út og Patrick sagði oft fólki: „Á þessum sögulega degi var Obama forseti á forsíðum blaða alls staðar nema á Íslandi. Þar var ég á forsíðunni!“ Í hvert skipt- ið sem við fengum gesti tók hann fram blaðið og sagði: „Sjáið! Ég er frægur!““ Telur þú að hann muni taka þátt í stjórnmálum í framtíðinni? „Hann er í viðskiptum í dag. Hann er að skrifa bók, skáldsögu. Honum þykir gaman að syngja og koma fram en ætlar að stofna sitt eigið fyrirtæki. Hann er ekki alveg beint „performer“, meira svona uppistandari. Í framhaldsskóla var sagt við mig: „Þú verður að koma Patrick í leiklistarnám, hann hefur náttúrulega hæfileika.“ Hann er mjög praktískur. Hann sagðist vera til í að koma fram, til dæmis í leik- list, en hann sagðist virkilega þurfa hefja fyrirtækjarekstur, eða álíka, og græða peninga.“ Pauline bætir við að Patrick sé einstök manneskja. „Þegar hann var barn gengum við í gegnum mikil fjárhagsvandræði. Þegar ég var einstæð móðir, heyrði hann mig kannski segja við vinkonur mínar að ég vissi ekki hvern- ig ég ætti að borga af húsnæðinu þann mánuðinn. Þá kom Patrick með sparibaukinn sinn og sagði: „Mamma, við þurfum húsið meira en ég þarf þennan pening í baukn- um, leyfðu mér að hjálpa þér með reikningana,“ og þetta gerði hann oft. Í bauknum hans voru þónokkrir „Ég skulda þér“-miðar frá mér, því stundum hafði ég ein- faldlega ekki næga peninga til að fæða fjölskylduna. Þá kannski gaf Patrick mér fimm þúsund krónur og ég gaf honum „Ég skulda þér fimm þúsund krónur“-miða til að setja í baukinn.“ Handskrifar skáldsögu í helli á Kanaríeyjum Patrick stefndi á að kaupa hús fyrir móður sína. Hann hefur einnig stefnt á að skrifa bók í mörg ár en aldrei fundið stað né stund til að hefja skrifin fyrr en nýlega. Eins og margir rithöfundar hér á landi ákvað Patrick að halda í víking og skrifa bókina erlendis. Á Kanarí- eyjum uppgötvaði hann samfélag sem býr saman í helli. „Þetta er svona hippasam- félag. Þú getur búið þar frítt, og borðað upp úr ruslagámum og allir vinna þarna kauplaust. Hon- um finnst best að það er ekkert rafmagn á svæðinu og þannig er ekkert að trufla hann við skrifin,“ segir Pauline. „Hann fór þang- að með þáverandi kærustu sinni, síðasta vetur, og var þar í þrjá mánuði. Kærastan var að skrifa leikrit og hann var að handskrifa skáldsöguna sína. Einu sinni í viku fóru þau niður í bæinn, tengdust netinu og vélrituðu allar handrit- uðu blaðsíðurnar.“ Þá notar Patrick einnig tæki- færið til að láta vita að hann sé heill á húfi. „Því miður eru hann og þessi kærasta ekki lengur saman, en hann fór aftur núna og í þetta skiptið bara í mánuð. Svo þessa stundina er hann á Kanaríeyjum, býr í helli og er að skrifa bók.“ Syngjandi pylsusali opnaði heimilið Hvað tekur svo við hjá Patrick? „Hann langar að opna matar- vagn þegar hann kemur heim og selja mat í miðbænum því hann vann áður fyrir Hressó og seldi pylsur út um glugga. Þegar hon- um leiddist fór hann bara að syngja og söng mjög hátt til dæm- is lög eftir Queen og fleiri. Hann varð vel þekktur sem syngjandi pylsusalinn.“ Túristar voru að sögn Pauline iðnir við að taka myndbönd af þessum glaðlega syngjandi pylsu- sala en Patrick hefur gaman af að gleðja fólk. „Á hverjum jólum opnum við heimili okkar fyrir þeim sem eiga engan að á jólunum. Síðustu jól komu tólf til okkar, árið þar á und- an voru þau tuttugu og átta. Ein jólin, fyrir um fjórum árum, þá komu um átján manns. Flestir sem koma hafa aldrei hitt okkur. Sumir búa einir og eiga engan að, stundum eru þetta erlendir nemendur eða ellilífeyrisþegar eða þeir sem hafa misst fjölskyld- ur sínar. Þetta árið, eftir matinn, vorum við að kynnast öll, syngja og hafa gaman saman þegar einn gesturinn sagði skyndilega: „Hei, þetta er syngjandi pylsusalinn!“ Þá sagði ég: „Syngjandi pylsusalinn? Það myndi vera sonur minn“ og gesturinn trúði vart eigin augum. En heimurinn er lítill og allir elska Patrick, hann er frábær maður.“ n Dropi af náttúrunni Nýjar bragðtegundir með lífrænum kjarnaolíum úr ferskri grænmyntu, engifer og fennil Kaldunnin þorsklifrarolía „Þegar kemur að næringu og heilsu vel ég aðeins það besta” Andri Rúnar Bjarnason Knattspyrnumaður Helsingborg Hvað varð um litla 11 ára strákinn sem var handtekinn á Austurvelli? n Áratugur liðinn frá janúarbyltingunni n Sinnir ritstörfum í helli á Kanarí n Dreymir um að kaupa fallegt hús fyrir móður sína „Þeir spreyjuðu yfir hópinn eins og þeir ættu lífið að leysa og fólk var öskrandi og grátandi og það ríkti algjört öngþveiti Janúaróeirð- irnar Einhverjir mestu átaka- tímar lýðveld- issögunnar. Árið 2009 Pauline og 11 ára sonur hennar, Patrick.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.