Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 4
4 25. jan 2019FRÉTTIR Af hverju lifa skyndibitakeðjurnar ekki? J anúar hefur verið dimm­ ur og kaldur. Ekki vegna veðráttunnar og stöðu jarðar­ innar heldur vegna þess að búið er að loka besta veitinga­ stað landsins, Dunkin’ Donuts. Svarthöfði lagði oft leið sína þang­ að til að gæða sér á úrvals bakkelsi og hágæða kaffi. Man Svarthöfði vel eftir þeim dýrðardegi þegar staðurinn var opnaður og hálf þjóðin stóð í biðröð. Dunkin’ Donuts var eftirsóttari staður en El Dorado og Shangrí La til sam­ ans. Þetta var fyrir aðeins fjórum árum. Hvað gerðist? Svarthöfði er gamall, minnug­ ur og hefur upplifað fleiri sam­ bærileg áföll. McDonald’s lokun­ in árið 2009 gleymist aldrei. Hún kom beint í kjölfarið á öðru áfalli. Nefnilega lokun Burger King, sem var staður sem átti sér þó mun styttri sögu en McDonald’s. Svarthöfði hefur reynt að borða á Metro en það er bara ekki það sama. Domino’s hefur náð sér á strik en um tíma var tveggja milljarða króna skuld á félaginu. Það skal sagt að Svarthöfði átti mjög erfitt með nætursvefn á meðan framtíð Domino’s hékk í lausu lofti. Pizza Hut hefur lengi verið starfrækt á Íslandi en hefur aldrei verið jafn áberandi og erlendis. Íslendingar kunna ekki gott að meta. Margir úrvalsstaðir hafa komið og farið. Little Caesars, Papa Johns, Dairy Queen, Popeyes. Þetta er löng sorgarsaga. Svarthöfði veltir því fyrir sér hvað það sé í eðli þjóðarinnar sem veldur því að hún getur ekki haldið þessum stöðum á lífi. Við reynum stanslaust að bera okkur saman við stórþjóðirnar þar sem skyndibitakeðjurnar lifa góðu lífi. Við þykjumst vera höfðatölu­ meistarar öllu. Samt er augljóst að við borðum ekki nógu marga skyndibita. Sumir hafa bent á að skyndi­ biti sé óhollur og því væri réttast að þessir staðir hyrfu alfarið. Bent er á alls kyns skýrslur og grein­ ingar frá menntaelítunni því til stuðnings. Meira að segja hafa orðið til ný gervivísindi í kring­ um þetta sem kölluð eru „lýð­ heilsuvísindi.“ Svarthöfði getur ekki séð að þetta eigi sér neina stoð í raunveruleikanum. Langlífi eykst og þjóðin verður sífellt heilbrigðari. Svarthöfði man vel eftir tímanum fyrir komu skyndibitastaðanna. Þá voru allir grindhoraðir og kinn­ fiskasognir, smitaðir af berklum og sulli. Sykur og fita í hæfilegu magni hefur gert okkur að fílefldri þjóð og það eig­ um við fyrst og fremst skyndi­ bitakeðjunum að þakka. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Ísbirnir eru með dökka húð. Fyrsta útgefna borðspilið á Íslandi var Lúdó. Heyrnin versnar þegar þú borðar of mikið. Fjölmennasta póstnúmer landsins er 200 Kópavogur. Innan þess búa 18.343 samkvæmt síðustu tölum. Elsti Íslendingurinn sem vitað er um var Guðrún Björg Björnsdóttir Johnson sem bjó í Kanada. Hún lést árið 1998 og varð 109 ára gömul og 310 dögum betur. Hver er hann n Einn þekktasti Borgfirðingurinn en fæddur í Dölum n Tvígiftur og eignaðist börn utan hjónabands n Skrifaði metsölubók n Sundlaug er nefnd eftir honum n Einn áhrifamesti stjórnmála- maður landsins SNORRI STURLUSON Auglýsir aðgang að íslenskum sjónvarpsstöðvum á netinu n 10 til 30 evrur á mánuði n RÚV vinnur að úrlausn fyrir Íslendinga erlendis„Fyrsta skrefið þegar svona mál koma upp er alltaf að hafa samband við viðkomandi og gera honum ljóst að hann sé að brjóta höfundarréttarlög Í slenskur maður selur aðgang að bæði íslensku og erlendu sjón­ varpsefni til Ís­ lendinga sem bú­ settir eru erlendis. Segist hann sjálfur vera búsettur í landi sem hefur evru sem gjaldmiðil. Um er að ræða meðal annars aðgang að RÚV, Stöð 2, Sjónvarp Símans og fleiri íslenskar stöðvar. Einnig er­ lendar stöðvar á borð við Sky Sport og BT sport. Verðið sem býðst er mjög lágt. Skortur á aðgengi Íslendinga erlendis að íslensku sjónvarpsefni hefur verið vandamál lengi. RÚV vinnur nú að úrlausn í þeim efn­ um. Þrjár leiðir í boði Maðurinn sem um ræðir beinir viðskiptum sínum til Íslendinga í útlöndum; í Danmörku, á Spáni og hugsanlega fleirum. Auglýsir hann þetta á Íslendingahópum á sam­ félagsmiðlum. Þjónustan er ekki veitt í gegnum sjónvarpsbox held­ ur netið og hægt er að horfa í gegn­ um tölvu, snjallsjónvörp og önnur snjalltæki. Býður hann upp á þrjá mis­ munandi pakka; Þann litla, stóra og miðlungs. Verðið er frá tíu evr­ um upp í þrjátíu á mánuði, eða um 1.400 til 4.100 krónur. Í litla pakk­ anum er veittur aðgangur að RÚV, Stöð 2, Sjónvarpi Símans, N4 og Hringbraut og breskum rásum. Í miðlungs pakkanum bætist við Sky Sport og BT Sport sem sýna meðal annars enska boltann, svo­ kallað PPV (pay per view) efni sem inniheldur meðal annars MMA­ bardaga og hnefaleika og allar nýj­ ustu bíómyndirnar og þættina. Í stóra pakkanum bætast við al­ þjóðlegar rásir. Maðurinn segist vera búsettur í evru­landi en hefur engu að síð­ ur bankareikninga bæði á Íslandi og í Danmörku þar sem hann tek­ ur við greiðslu. Býður hann einnig upp á aðrar greiðsluleiðir svo sem í gegnum Paypal. Samkvæmt heimildum DV hafa Íslendingar, búsettir í Danmörku, keypt þjónustuna af honum sem er vitaskuld ólögleg. Hún er sögð virka án hnökra. Eins og er hafa ís­ lenskar sjónvarpsstöðvar ekki sýn­ ingarrétt utan landsteinana. Eftir að DV komst á snoðir um málið og setti sig í samband við manninn var samstundis lokað á öll samskipti. n Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is B aldvin Þór Bergsson, dag­ skrárstjóri númiðla og Rásar 2, segir að upp hafi komið tilvik þar sem efni RÚV hefur verið miðlað af þriðja aðila. Til að mynda útvarpsstöð á landsbyggðinni sem útvarpaði fréttunum beint. Þetta sé hins vegar ekki algengt. „Fyrsta skrefið þegar svona mál koma upp er alltaf að hafa samband við viðkomandi og gera honum ljóst að hann sé að brjóta höfundarréttarlög. Þetta snýst ekkert endilega um að hann sé að brjóta á okkar rétti heldur höf­ undarrétti þeirra sem framselja okkur hann um tíma. Ef við­ komandi væri ekki fús til að hætta að bjóða upp á efnið þá þyrftum við að huga að öðrum leiðum í samráði við lögfræðing okkar, það er til hvaða aðgerða okkur þætti ástæða til að grípa.“ Það hefur lengi verið viðvar­ andi vanda­ mál fyrir Ís­ lendinga erlend­ is að hafa ekki aðgang að íslensku efni. Er það að hluta til ástæðan fyrir því að starfsemi á borð við þessa þrífst. Baldvin segir að verið sé að vinna að lausn fyrir þennan stóra hóp sem vill halda tengsl­ um við heimalandið. „Við erum sjálf að vinna að því að opna á aðgang fyrir Ís­ lendinga í útlöndum og höfum tekið ákveðin skref í þá átt. Gæti þá fólk skráð sig inn með auð­ kenningu og horft á allt efnið sem er í útsendingu hjá okkur. Hvenær þetta gengur í gegn er ekki alveg ljóst en þetta er fram­ tíðin og það sem Evrópusam­ bandið er að gera líka. Að tryggja rétt fólks til þess að horfa á efni, sama hvort það sé heima hjá sér í Frakklandi eða á ferðalagi í Þýskalandi. Það er fullur vilji til að gera þetta, en tækni­ leg útfærsla er eftir.“ n Unnið að því að opna aðgang fyrir Íslendinga erlendis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.